Innlent

Ók á umferðarskilti og hafði í hótunum við lögreglumenn

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir í gærkvöldi og nótt grunaðir um akstur undir áhrifum.
Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir í gærkvöldi og nótt grunaðir um akstur undir áhrifum. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning rétt fyrir miðnætti í nótt um að bifreið hefði verið ekið á umferðarskilti í Hlíðahverfi. Í tilkynningunni kom fram að ökumaðurinn hefði farið gangandi frá vettvangi.

Lögregla handtók grunaðan ökumann skömmu síðar en þegar flytja átti hann í fangageymslu brást hann við með því að hóta lögreglumönnum. Verður hann kærður fyrir hótanirnar.

Upp úr klukkan 1 í nótt var tilkynnt um annað umferðaróhapp, að þessu sinni í miðbænum. Þar hafði bifreið verið ekið utan í aðra kyrrstæða bifreið og síðan á brott. Ökumaðurinn var stöðvaður skömmu síðar nálægt vettvangi og handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Var hann vistaður í fangageymslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×