Íslenski boltinn

Leggja til að taka upp úrslitakeppni í næstefstu deild karla

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Eyjamenn höfnuðu í 2.sæti Lengjudeildarinnar á síðustu leiktíð og leika í efstu deild á komandi tímabili.
Eyjamenn höfnuðu í 2.sæti Lengjudeildarinnar á síðustu leiktíð og leika í efstu deild á komandi tímabili. Mynd/@íbv.fc

Fjögur B-deildarlið munu fara í úrslitakeppni um laust sæti í efstu deild karla ef tillögur starfshóps um fyrirkomulag B-deildar munu ná fram að ganga.

Þetta var meðal þess sem fram kom á árlegum formanna- og framkvæmdastjórafundi KSÍ í höfuðstöðvum sambandsins í Laugardal í gær.

Þar var farið var yfir mótamál og voru það formenn starfshópa um mótamál og deildarkeppni karla og kvenna sem kynntu niðurstöður sinna hópa. Framundan eru frekari kynningar og samtöl við aðildarfélög um niðurstöðurnar og tillögur hópanna.

Alls bárust sjö tillögur að breyttu fyrirkomulagi B-deildar karla en tillagan sem hugnaðist starfshópnum best var á þessa leið.

12 liða deild, tvöföld umferð. Efsta liðið fer beint í efstu deild en liðin í 2.-5. sæti fara í umspil um eitt sæti í efstu deild.

Á fundinum voru einnig lagðar til breytingatillögur á efstu deild kvenna frá og með keppnistímabilinu 2023 en á næstu leiktíð eru allar líkur á að leikið verði eftir nýju fyrirkomulagi í efstu deild karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×