Eldgos í Grímsvötnum „jóker í stöðunni“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 26. nóvember 2021 12:09 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Vísir Íshellan í Grímsvötnum hefur sigið stöðugt undanfarna daga og hefur hraðinn á siginu aukist töluvert. Vatn er nú byrjað að fara út úr Grímsvötnum en hefur ekki enn náð jökul jaðrinum. Prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands segir líklegt að merki um slíkt fari að sjást á mælum á næstu klukkustundum eða sólarhring. Frá því að íshellan byrjaði að síga í Grímsvötnum síðastliðinn miðvikudag hefur hún sigið um um það bil einn og hálfan metra. Ekkert merki er komið í Gígjukvísl um að vatnið hafi náð þangað en að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, prófessors í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, getur það gerst hvenær sem er, mögulega á næstu tveimur sólarhringum. „Þetta er orðin frekar stór á sem er að renna út en það tekur smá tíma áður en þetta nær fram,“ segir Magnús en hann telur mögulegt að það geti gerst á næstu klukkustundum eða sólarhring. „Það að er nú líklegt að það fari að koma fram eitthvað vatn í Skeiðará en þetta gerist ekki dramatískt. Þetta byrjar hægt og vex svo.“ Að sögn Magnúsar er rennsli úr jöklinum stöðugt að aukast og virðist hafa tvöfaldast á síðustu dögum. „Við erum sem sagt í byrjunarfasanum á þessu, þetta er farið af stað, en þetta á eftir að ná jökuljaðri. Það er mikið pláss í jöklinum og vatnið þarf að finna sér leið. Það lyftist líka jökullinn, það sýnir sig í fyrri hlaupum að það lyfti um nokkra metra jafnvel, en það er töluvert vatn sem kemst fyrir í jöklinum áður en það fer að leita út,“ segir Magnús. Miðað við fyrri hlaup úr Grímsvötnum gæti verið að flóðtoppur verði eftir fjóra til sex daga. Mögulegt er að gos verði á svæðinu en það gerðist síðast árið 2011, sex mánuðum eftir hlaup úr Grímsvötnum, og árið 2004. „Það er bara jóker í stöðunni við verðum bara viðbúin því að það geti gerst,“ segir Magnús. „Það er ekkert óalgengt að hlaup létti á kviku hólfinu nægilega mikið þegar það sígur og minnkar fargið á honum, að það bresti kviku hólfið sem er þar undir og það komi gos, þetta er eitthvað sem við þurfum að vera viðbúin að geti gerst.“ Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ekki að sjá að hlaupvatn sé komið fram í Gígjukvísl Ekki er að sjá að neitt hlaupvatn hafi komið fram í Gígjukvísl en íshellan í Grímsvötnum hélt áfram að lækka í nótt. 26. nóvember 2021 07:40 Hefur sigið um 34 sentimetra Íshellan í Grímvötnum hefur nú sigið um 34 sentimetra frá því í gærmorgun. Búist er við jökulhlaupi en það er þó enn ekki hafið. Talið er líklegt að hlaupið verði síðar í dag eða á morgun. 25. nóvember 2021 11:55 Reikna með hlaupi úr Grímsvötnum á allra næstu dögum Von er á því að hlaup úr Grímsvötnum í Vatnajökli hefjist á allra næstu dögum. Dæmin hafa sýnt að slíkum jökulhlaupum geta fylgt eldgos. Fundi vísindaráðs Almannavarna lauk á fimmta tímanum í dag. 24. nóvember 2021 16:48 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Sjá meira
Frá því að íshellan byrjaði að síga í Grímsvötnum síðastliðinn miðvikudag hefur hún sigið um um það bil einn og hálfan metra. Ekkert merki er komið í Gígjukvísl um að vatnið hafi náð þangað en að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, prófessors í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, getur það gerst hvenær sem er, mögulega á næstu tveimur sólarhringum. „Þetta er orðin frekar stór á sem er að renna út en það tekur smá tíma áður en þetta nær fram,“ segir Magnús en hann telur mögulegt að það geti gerst á næstu klukkustundum eða sólarhring. „Það að er nú líklegt að það fari að koma fram eitthvað vatn í Skeiðará en þetta gerist ekki dramatískt. Þetta byrjar hægt og vex svo.“ Að sögn Magnúsar er rennsli úr jöklinum stöðugt að aukast og virðist hafa tvöfaldast á síðustu dögum. „Við erum sem sagt í byrjunarfasanum á þessu, þetta er farið af stað, en þetta á eftir að ná jökuljaðri. Það er mikið pláss í jöklinum og vatnið þarf að finna sér leið. Það lyftist líka jökullinn, það sýnir sig í fyrri hlaupum að það lyfti um nokkra metra jafnvel, en það er töluvert vatn sem kemst fyrir í jöklinum áður en það fer að leita út,“ segir Magnús. Miðað við fyrri hlaup úr Grímsvötnum gæti verið að flóðtoppur verði eftir fjóra til sex daga. Mögulegt er að gos verði á svæðinu en það gerðist síðast árið 2011, sex mánuðum eftir hlaup úr Grímsvötnum, og árið 2004. „Það er bara jóker í stöðunni við verðum bara viðbúin því að það geti gerst,“ segir Magnús. „Það er ekkert óalgengt að hlaup létti á kviku hólfinu nægilega mikið þegar það sígur og minnkar fargið á honum, að það bresti kviku hólfið sem er þar undir og það komi gos, þetta er eitthvað sem við þurfum að vera viðbúin að geti gerst.“
Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ekki að sjá að hlaupvatn sé komið fram í Gígjukvísl Ekki er að sjá að neitt hlaupvatn hafi komið fram í Gígjukvísl en íshellan í Grímsvötnum hélt áfram að lækka í nótt. 26. nóvember 2021 07:40 Hefur sigið um 34 sentimetra Íshellan í Grímvötnum hefur nú sigið um 34 sentimetra frá því í gærmorgun. Búist er við jökulhlaupi en það er þó enn ekki hafið. Talið er líklegt að hlaupið verði síðar í dag eða á morgun. 25. nóvember 2021 11:55 Reikna með hlaupi úr Grímsvötnum á allra næstu dögum Von er á því að hlaup úr Grímsvötnum í Vatnajökli hefjist á allra næstu dögum. Dæmin hafa sýnt að slíkum jökulhlaupum geta fylgt eldgos. Fundi vísindaráðs Almannavarna lauk á fimmta tímanum í dag. 24. nóvember 2021 16:48 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Sjá meira
Ekki að sjá að hlaupvatn sé komið fram í Gígjukvísl Ekki er að sjá að neitt hlaupvatn hafi komið fram í Gígjukvísl en íshellan í Grímsvötnum hélt áfram að lækka í nótt. 26. nóvember 2021 07:40
Hefur sigið um 34 sentimetra Íshellan í Grímvötnum hefur nú sigið um 34 sentimetra frá því í gærmorgun. Búist er við jökulhlaupi en það er þó enn ekki hafið. Talið er líklegt að hlaupið verði síðar í dag eða á morgun. 25. nóvember 2021 11:55
Reikna með hlaupi úr Grímsvötnum á allra næstu dögum Von er á því að hlaup úr Grímsvötnum í Vatnajökli hefjist á allra næstu dögum. Dæmin hafa sýnt að slíkum jökulhlaupum geta fylgt eldgos. Fundi vísindaráðs Almannavarna lauk á fimmta tímanum í dag. 24. nóvember 2021 16:48