Skallaði andstæðing og ógnaði dómara Sindri Sverrisson skrifar 26. nóvember 2021 07:30 Lið Stál-úlfs er í 6. sæti í 2. deildinni. Facebook/@stalulfur Leikmaður Stál-úlfs í 2. deild karla í körfubolta hefur verið úrskurðaður í fimm leikja bann vegna framgöngu sinnar í leik gegn Þrótti Vogum fyrr í þessum mánuði. Leikmaðurinn, Karolis Venclovas, skallaði einn af leikmönnum Þróttar í höfuðið og ógnaði einnig dómara leiksins, að því er fram kemur í úrskurði aga- og úrskurðarnefndar KKÍ. Karolis mun hafa skallað andstæðing sinn án aðdraganda og fyrirvara. Fyrir það fékk hann óíþróttamannslega villu sem síðar var uppfærð í brottrekstrarvillu. Karolis brást mjög illa við því og gekk að dómara leiksins „með ógnandi fasi og framkomu,“ samkvæmt atvikaskýrslu. „Kærði hafi sett brjóstkassa sinn upp að brjóstkassa dómara og fært andlit sitt í persónulegt rými dómara, að því er virtist mjög meðvitaður um hæðarmismun þeirra. Loks hafi kærði látið orð falla á móðurmáli sínu sem dómari hafi túlkað sem niðrandi í ljósi aðstæðna,“ segir þar jafnframt. Aga- og úrskurðarnefnd studdist við myndband af atvikinu til að komast að sinni niðurstöðu. Í greinargerð frá formanni körfuknattleiksdeildar Stál-úlfs fordæmir félagið hegðun leikmannsins og bendir á að beðist hafi verið afsökunar á henni eftir leik. Fordæma hegðunina en segja dómgæsluna slaka Í greinargerð Stál-úlfs segir þó einnig að mikill hiti hafi verið í leiknum vegna slakrar dómgæslu þar sem hallað hafi á Stál-úlf. Hún hafi bitnað á Karolis sem hafi fengið tvær villur dæmdar á sig fyrir lítið en síðar hafi mótherji ekki fengið villur þegar um augljósa snertingu hafi verið að ræða. Hann hafi því verið kominn úr jafnvægi þegar hann og andstæðingur hans mættust, haus í haus, og orðið fyrri til að ýta eða skalla mótherjann. Það sem á eftir hafi gengið hafi verið algjör óþarfi. Karolis mun ekki geta spilað aftur með Stál-úlfi fyrr en á næsta ári þegar banninu lýkur. Liðið er í 6. sæti af tíu liðum í 2. deild með sex stig eftir fimm leiki, eftir að hafa tapað leiknum gegn Þrótti 94-79 en unnið b-lið Tindastóls í næsta leik, 103-79. Körfubolti Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Sjá meira
Leikmaðurinn, Karolis Venclovas, skallaði einn af leikmönnum Þróttar í höfuðið og ógnaði einnig dómara leiksins, að því er fram kemur í úrskurði aga- og úrskurðarnefndar KKÍ. Karolis mun hafa skallað andstæðing sinn án aðdraganda og fyrirvara. Fyrir það fékk hann óíþróttamannslega villu sem síðar var uppfærð í brottrekstrarvillu. Karolis brást mjög illa við því og gekk að dómara leiksins „með ógnandi fasi og framkomu,“ samkvæmt atvikaskýrslu. „Kærði hafi sett brjóstkassa sinn upp að brjóstkassa dómara og fært andlit sitt í persónulegt rými dómara, að því er virtist mjög meðvitaður um hæðarmismun þeirra. Loks hafi kærði látið orð falla á móðurmáli sínu sem dómari hafi túlkað sem niðrandi í ljósi aðstæðna,“ segir þar jafnframt. Aga- og úrskurðarnefnd studdist við myndband af atvikinu til að komast að sinni niðurstöðu. Í greinargerð frá formanni körfuknattleiksdeildar Stál-úlfs fordæmir félagið hegðun leikmannsins og bendir á að beðist hafi verið afsökunar á henni eftir leik. Fordæma hegðunina en segja dómgæsluna slaka Í greinargerð Stál-úlfs segir þó einnig að mikill hiti hafi verið í leiknum vegna slakrar dómgæslu þar sem hallað hafi á Stál-úlf. Hún hafi bitnað á Karolis sem hafi fengið tvær villur dæmdar á sig fyrir lítið en síðar hafi mótherji ekki fengið villur þegar um augljósa snertingu hafi verið að ræða. Hann hafi því verið kominn úr jafnvægi þegar hann og andstæðingur hans mættust, haus í haus, og orðið fyrri til að ýta eða skalla mótherjann. Það sem á eftir hafi gengið hafi verið algjör óþarfi. Karolis mun ekki geta spilað aftur með Stál-úlfi fyrr en á næsta ári þegar banninu lýkur. Liðið er í 6. sæti af tíu liðum í 2. deild með sex stig eftir fimm leiki, eftir að hafa tapað leiknum gegn Þrótti 94-79 en unnið b-lið Tindastóls í næsta leik, 103-79.
Körfubolti Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Sjá meira