Gætu borgað fyrir lyftu og viðhald með nýrri hæð Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. nóvember 2021 21:01 Teikningin sýnir mögulega ofanábyggingu með nýjum íbúðum ásamt lyftum sem tengdar eru við allar hæðir til að bæta aðgengi. Húsfélög lyftulausra fjölbýlishúsa gætu niðurgreitt uppsetningu á lyftu með því að bæta nýrri hæð ofan á hús sín, samkvæmt nýjum hugmyndum að hverfisskipulagi í Reykjavík. Markmiðið er að bæta aðgengi og gera eldra fólki kleift að búa lengur í íbúðum sínum. Talið er að allt að tíu þúsund íbúðir í Reykjavík séu í lyftulausum, þriggja til fimm hæða fjölbýlishúsum. Með nýjum hugmyndum að hverfisskipulagi sem nú er verið að kynna á Kjarvalsstöðum yrði þessum húsfélögum veitt heimild til að bæta við heilli íbúðarhæð, til dæmis eins og sést á myndinni hér fyrir ofan, samtímis því sem bætt yrði við lyftu. Þúsundir húsfélaga, að öllum líkindum í öllum hverfum borgarinnar, gætu nýtt sér heimildina. „Og nýta kannski byggingarréttinn sem kemur með því að selja íbúðir þarna á fimmtu hæðinni, nýta hagnaðinn af því til þess að fjármagna lyftu, breytingar og lagfæringar á húsinu, lagfæringar á lóðinni,“ segir Ævar Harðarson, deildarstjóri hverfisskipulags Reykjavíkur. Hann fór ítarlega yfir hugmyndirnar í pistli sem birtist á Vísi í síðustu viku. Samkvæmt ákvæðum núverandi byggingarreglugerðar er aðgengi að þessum fjölbýlishúsum ófullnægjandi. Það myndi breytast með lyftu - og gæti til dæmis gert eldra fólki kleift að búa lengur í íbúðum sínum en áður. „Og kalla á það að það er kannski minni þörf fyrir hjúkrunarheimili, það yrði hægt að stunda meiri heimahjúkrun. Þetta bætir rosalega mikið lífsgæði,“ segir Ævar. Fyrirmyndir skort Heimildin var sett inn í hverfisskipulag í Árbæ 2019 en hefur ekki verið nýtt hingað til, einkum vegna skorts á fyrirmyndum. Reykjavíkurborg og Félagsbústaðir, sem eiga mörg fjölbýlishús þar sem heimildin gæti nýst, hafa því efnt til hönnunarsamkeppni um útfærslu á viðbótarhæð og lyftu. „Sem Félagsbústaðir gætu nýtt fyrir sig en vonandi húsfélögin líka. Það eru miklir möguleikar, það hafa litlar breytingar verið gerðar á þessum húsum.“ Skipulag Reykjavík Húsnæðismál Eldri borgarar Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira
Talið er að allt að tíu þúsund íbúðir í Reykjavík séu í lyftulausum, þriggja til fimm hæða fjölbýlishúsum. Með nýjum hugmyndum að hverfisskipulagi sem nú er verið að kynna á Kjarvalsstöðum yrði þessum húsfélögum veitt heimild til að bæta við heilli íbúðarhæð, til dæmis eins og sést á myndinni hér fyrir ofan, samtímis því sem bætt yrði við lyftu. Þúsundir húsfélaga, að öllum líkindum í öllum hverfum borgarinnar, gætu nýtt sér heimildina. „Og nýta kannski byggingarréttinn sem kemur með því að selja íbúðir þarna á fimmtu hæðinni, nýta hagnaðinn af því til þess að fjármagna lyftu, breytingar og lagfæringar á húsinu, lagfæringar á lóðinni,“ segir Ævar Harðarson, deildarstjóri hverfisskipulags Reykjavíkur. Hann fór ítarlega yfir hugmyndirnar í pistli sem birtist á Vísi í síðustu viku. Samkvæmt ákvæðum núverandi byggingarreglugerðar er aðgengi að þessum fjölbýlishúsum ófullnægjandi. Það myndi breytast með lyftu - og gæti til dæmis gert eldra fólki kleift að búa lengur í íbúðum sínum en áður. „Og kalla á það að það er kannski minni þörf fyrir hjúkrunarheimili, það yrði hægt að stunda meiri heimahjúkrun. Þetta bætir rosalega mikið lífsgæði,“ segir Ævar. Fyrirmyndir skort Heimildin var sett inn í hverfisskipulag í Árbæ 2019 en hefur ekki verið nýtt hingað til, einkum vegna skorts á fyrirmyndum. Reykjavíkurborg og Félagsbústaðir, sem eiga mörg fjölbýlishús þar sem heimildin gæti nýst, hafa því efnt til hönnunarsamkeppni um útfærslu á viðbótarhæð og lyftu. „Sem Félagsbústaðir gætu nýtt fyrir sig en vonandi húsfélögin líka. Það eru miklir möguleikar, það hafa litlar breytingar verið gerðar á þessum húsum.“
Skipulag Reykjavík Húsnæðismál Eldri borgarar Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira