Konfettísprengja og Carlsen byrjar með svart Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. nóvember 2021 16:21 Þeir Ian Nepomniachtchi og Magnus Carlsen á blaðamannafundi í gær. 192 lönd taka þátt í EXPO 2020 Dubai ráðstefnunni sem stendur yfir út mars 2022. EPA-EFE/ALI HAIDER Fyrsta skákin í heimsmeistaraeinvígi Magnúsar Carlsen og Ian Nepomniachtchi hefst klukkan 12:30 að íslenskum tíma í morgun. Teflt er í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Skorið var úr um það hvor hæfi leik með hvítt í fyrstu skákinni með viðburði sem minnti á kynjaveislu. Þannig voru tvær gylltar blöðrur, fylltar af annars vegar hvítu og hins vegar svörtu konfettí, settar fyrir framan skáksnillingana tvo. Kom í hlut Magnúsar heimsmeistara að sprengja þá fyrri. Svart konfettí þýddi að hann byrjar með svart. Formsins vegna sprengdi Nepomniachtchi hina blöðruna og fékk hvítt konfettí. Blöðrusprengingarnar má sjá að neðan. Ian Nepomniachtchi has White in the first game. Magnus Carlsen starts with the black pieces. #CarlsenNepo #FIDEmatch2021 pic.twitter.com/ZUCfDBjoWx— International Chess Federation (@FIDE_chess) November 24, 2021 Norðmaðurinn og Rússinn, sem báðir eru fæddir ár því herrans ári 1990, tefla fjórtán skákir og stendur einvígi þeirra til þriðjudagsins 14. desember nema annar þeirra nái 7,5 vinningi fyrir þann tíma. Verði jafnt að loknum fjórtán skákum verður tefld úrslitaskák 15. desember með skemmri umhugsunartíma. Fram kemur á vef Skáksambandsins að Magnús þyki mun sigurstranglegri í einvíginu þó ekki megi vanmeta Nepomniachtchi sem hafi oft náð góðum úrslitum gegn Carlsen. Carlsen hefur unnið 31 sinni unnið sigur á stórmóti í skák en Nepomniachtchi tíu sinnum. Faðir Magnúsar skoðar aðstöðuna í Dubai. Henrik Carlsen at the inspection of the playing hall.#FIDEmatch2021 #CarlsenNepo #TeamMagnus pic.twitter.com/FNDufa3xXE— International Chess Federation (@FIDE_chess) November 25, 2021 Hægt er að horfa á allar skákirnar í norska ríkissjónvarpinu, NRK 1, en stöðin er meðal annars aðgengileg í sjónvarpspakka Stöðvar 2. Heimasíða mótsins. Skák Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Sport Fleiri fréttir Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Sjá meira
Skorið var úr um það hvor hæfi leik með hvítt í fyrstu skákinni með viðburði sem minnti á kynjaveislu. Þannig voru tvær gylltar blöðrur, fylltar af annars vegar hvítu og hins vegar svörtu konfettí, settar fyrir framan skáksnillingana tvo. Kom í hlut Magnúsar heimsmeistara að sprengja þá fyrri. Svart konfettí þýddi að hann byrjar með svart. Formsins vegna sprengdi Nepomniachtchi hina blöðruna og fékk hvítt konfettí. Blöðrusprengingarnar má sjá að neðan. Ian Nepomniachtchi has White in the first game. Magnus Carlsen starts with the black pieces. #CarlsenNepo #FIDEmatch2021 pic.twitter.com/ZUCfDBjoWx— International Chess Federation (@FIDE_chess) November 24, 2021 Norðmaðurinn og Rússinn, sem báðir eru fæddir ár því herrans ári 1990, tefla fjórtán skákir og stendur einvígi þeirra til þriðjudagsins 14. desember nema annar þeirra nái 7,5 vinningi fyrir þann tíma. Verði jafnt að loknum fjórtán skákum verður tefld úrslitaskák 15. desember með skemmri umhugsunartíma. Fram kemur á vef Skáksambandsins að Magnús þyki mun sigurstranglegri í einvíginu þó ekki megi vanmeta Nepomniachtchi sem hafi oft náð góðum úrslitum gegn Carlsen. Carlsen hefur unnið 31 sinni unnið sigur á stórmóti í skák en Nepomniachtchi tíu sinnum. Faðir Magnúsar skoðar aðstöðuna í Dubai. Henrik Carlsen at the inspection of the playing hall.#FIDEmatch2021 #CarlsenNepo #TeamMagnus pic.twitter.com/FNDufa3xXE— International Chess Federation (@FIDE_chess) November 25, 2021 Hægt er að horfa á allar skákirnar í norska ríkissjónvarpinu, NRK 1, en stöðin er meðal annars aðgengileg í sjónvarpspakka Stöðvar 2. Heimasíða mótsins.
Skák Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Sport Fleiri fréttir Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Sjá meira