Kastaði eigin leikmanni til: „Helvítis viðbjóður. Grey stelpurnar“ Sindri Sverrisson skrifar 25. nóvember 2021 10:30 Gheorghe Tadicis kom illa fram við Gabrielu Vrabie, leikmann sinn, í leik í síðustu viku. Skjáskot/Facebook Kallað hefur verið eftir því að rúmenskur þjálfari fari í bann frá handbolta eftir dreifingu myndbands þar sem hann sést skamma eina af konunum sem hann þjálfar og kasta henni svo til í átt að varamannabekknum. Þjálfarinn er hinn 69 ára gamli Gheorghe Tadicis, fyrrverandi landsliðsþjálfari Rúmeníu, sem áður hefur verið gagnrýndur fyrir að fara illa með leikmenn sína. Fyrir viku síðan stýrði hann liði sínu Zalau gegn Ramnicu Valcea í rúmensku úrvalsdeildinni. Þar sást þegar hann greip í handlegg hinnar 21 árs gömlu Gabrielu Vrabie, skammaði hana og henti svo til. Þeim sem fylgst hafa með störfum Tadicis kemur framganga hans ekki á óvart. Á meðal þeirra sem lýsa yfir hneykslun sinni er norska landsliðskonan Amanda Kurtovic sem spilar með Búkarest í Rúmeníu. „Í burtu með hann. Helvítis viðbjóður. Grey stelpurnar,“ skrifaði Kurtovic um leið og hún deildi myndbandinu hér að ofan á Instagram. „Það er sorglegt að sjá þetta og það er skelfilegt að Tadici fái að halda svona áfram. Það er algjört hneyksli. Það verður eitthvað fullorðið fólk að stoppa manninn í eitt skipti fyrir öll,“ segir Bent Svele, handboltasérfræðingur TV 2 í Noregi. „Það er óafsakanlegt hvernig hann fer með leikmenn sína. Svona hefur hann hagað sér áður, í mörg ár, en ég hélt að þessu væri lokið. Rússinn Evgeníj Trefilov hefur oft vakið athygli en hann hefur ekki verið nálægt því að vera með svona líkamsbeitingu,“ segir Svele og vísar til Trefilov, fyrrverandi landsliðsþjálfara Rússa, sem oft sást húðskamma sína leikmenn. Bent Dahl, þjálfari liðs Valcea sem Tadicis og hans lið mætti í síðustu viku, bendir á að Rúmeninn sé þegar búinn að fá langt bann á þessari leiktíð. „Hann fékk átta leikja bann fyrr á þessari leiktíð fyrir það hvernig hann fór með sína eigin leikmenn. Því var áfrýjað og bannið stytt niður í fjóra leiki. Svo mætir hann aftur og þá gerist þetta. Myndirnar segja meira en mín orð,“ sagði Dahl. Handbolti Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Sport Fleiri fréttir Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Sjá meira
Þjálfarinn er hinn 69 ára gamli Gheorghe Tadicis, fyrrverandi landsliðsþjálfari Rúmeníu, sem áður hefur verið gagnrýndur fyrir að fara illa með leikmenn sína. Fyrir viku síðan stýrði hann liði sínu Zalau gegn Ramnicu Valcea í rúmensku úrvalsdeildinni. Þar sást þegar hann greip í handlegg hinnar 21 árs gömlu Gabrielu Vrabie, skammaði hana og henti svo til. Þeim sem fylgst hafa með störfum Tadicis kemur framganga hans ekki á óvart. Á meðal þeirra sem lýsa yfir hneykslun sinni er norska landsliðskonan Amanda Kurtovic sem spilar með Búkarest í Rúmeníu. „Í burtu með hann. Helvítis viðbjóður. Grey stelpurnar,“ skrifaði Kurtovic um leið og hún deildi myndbandinu hér að ofan á Instagram. „Það er sorglegt að sjá þetta og það er skelfilegt að Tadici fái að halda svona áfram. Það er algjört hneyksli. Það verður eitthvað fullorðið fólk að stoppa manninn í eitt skipti fyrir öll,“ segir Bent Svele, handboltasérfræðingur TV 2 í Noregi. „Það er óafsakanlegt hvernig hann fer með leikmenn sína. Svona hefur hann hagað sér áður, í mörg ár, en ég hélt að þessu væri lokið. Rússinn Evgeníj Trefilov hefur oft vakið athygli en hann hefur ekki verið nálægt því að vera með svona líkamsbeitingu,“ segir Svele og vísar til Trefilov, fyrrverandi landsliðsþjálfara Rússa, sem oft sást húðskamma sína leikmenn. Bent Dahl, þjálfari liðs Valcea sem Tadicis og hans lið mætti í síðustu viku, bendir á að Rúmeninn sé þegar búinn að fá langt bann á þessari leiktíð. „Hann fékk átta leikja bann fyrr á þessari leiktíð fyrir það hvernig hann fór með sína eigin leikmenn. Því var áfrýjað og bannið stytt niður í fjóra leiki. Svo mætir hann aftur og þá gerist þetta. Myndirnar segja meira en mín orð,“ sagði Dahl.
Handbolti Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Sport Fleiri fréttir Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Sjá meira