Landspítalinn hafði ekki vitneskju um umfang meintra brota Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. nóvember 2021 18:35 Læknirinn er grunaður um að hafa skráð fólk í lífslokameðferð að tilefnislausu. Vísir/Vilhelm Landspítalinn hafði ekki vitneskju um hversu umfangsmikil rannsóknin er á hendur lækninum Skúla Tómasi Gunnlaugssyni, fyrr en fréttir af henni birtust í dag. Skúli Tómas er grunaður um röð alvarlegra mistaka í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem eiga að hafa leitt til dauðsfalla sjúklinga hans. Hann hefur að undanförnu starfað á Landspítala. Stjórnendur Landspítala komu saman til fundar í dag eftir að fréttir birtust af því að lögregla teldi að andlát sex einstaklinga hafi verið ótímabær og borið að með saknæmum hætti. Fimm önnur dauðsföll eru til skoðunar, en Skúli er talinn hafa skráð þessa einstaklinga í lífslokameðferð að tilefnislausu. Spítalinn hyggst funda með landlækni á morgun og meta framhaldið. Þá segir Alma D. Möller landlæknir í samtali við fréttastofu að embættið hafi heldur ekki verið meðvitað um öll þessi tilfelli. Óskað hafi verið eftir upplýsingum frá lögreglu um leið og fréttir af málinu birtust. „Það komu fram upplýsingar sem kalla á það að embættið mun óska eftir frekari upplýsingum frá lögreglu, en ég get að öðru leyti ekki tjáð mig um einstök mál,“ segir hún. Greint var frá því í morgun að Skúli Tómas hefði nýverið fengið endurnýjað tímabundið starfsleyfi, en hann var sviptur réttindum sínum eftir að landlæknir gerði ítarlega úttekt á störfum hans í tengslum við andlát eins sjúklings. Sú skýrsla var svört og var Skúli Tómas sagður hafa vanrækt skyldur sínar sem læknir og gert röð alvarlegra mistaka. Landlæknir krefst upplýsinga Alma getur ekki tjáð sig um þetta tiltekna mál en getur svarað því undir hvaða kringumstæðum læknar eru sviptir réttindum sínum. „Málin eru afskaplega ólík og við verðum að starfa miðað við þann lagaramma sem okkur er settur. Landlæknir getur svipt starfsmann starfsleyfi, til dæmis vegna veikinda eða vegna faglegrar vanhæfni og sé hann metinn óhæfur um að sinna starfi sínu. Þetta er mjög íþyngjandi úrræði þannig að það þarf að vanda mjög ákvarðanatökuna. Það er unnið eftir stjórnsýslulögum og það þarf að hafa það í huga að það er ekki hlutverk embættisins að refsa – það er annarra stjórnvalda – heldur að tryggja að faglega sé unnið og örugglega,“ segir hún. Og hvað þarf að koma til þess að einstaklingur fái starfsleyfi sitt aftur? „Það fer eftir ástæðum sviptingar. Ef ástæðan voru veikindi þá þarf viðkomandi að hafa fengið viðeigandi meðferð við sínum veikindum. Ef það er vegna faglegrar vanhæfni þá þarf að hafa farið fram endurhæfing sem er ýmist endurmenntun eða þjálfun. Þegar þeirri endurhæfingu er lokið er hægt að sækja um starfsleyfi,“ segir hún. „En það er aldrei veitt fullt starfsleyfi strax, heldur eru þau oftast bæði takmörkuð og tímabundin og á meðan er viðkomandi undir sérstöku eftirliti.“ Ítrekað hafa ratað í fréttir kvartanir á hendur Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Alma segir að við þeim hafi verið brugðist og að það horfi til betri vegar. „Við höfum farið í úttektir hvað varðar heilsugæsluna, þar hefur verið gripið til ýmissa úrbóta, og á sjúkradeildinni en sú skýrsla verður birt á næstunni. Okkar hlutverk er að benda á tækifæri til úrbóta og fylgja þeim eftir.“ Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir síðan í febrúarmánuði. Hins vegar sendi stofnunin frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: Vegna umfjöllunar fjölmiðla í dag um alvarleg atvik sem Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) hefur, lögum samkvæmt, tilkynnt til lögreglu og Embættis landlæknis er nauðsynlegt að koma því á framfæri að ómögulegt er að tjá sig um slík mál enda eru stofnunin og starfsfólk hennar bundin trúnaði. Eftir að stofnunin sendir mál til meðferðar til lögreglu fær stofnunin engar upplýsingar um framvindu máls. HSS mun ekki tjá sig um mál sem vísað hefur verið til lögreglu eða landlæknisembættisins. Þá segir lögmaður Skúla Tómasar að hann sé bundinn þagnareið og geti því engum fyrirspurnum svarað um málið. Læknamistök á HSS Landspítalinn Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Tengdar fréttir Krefjast farbanns yfir lækninum: Fékk nýverið endurnýjað takmarkað starfsleyfi Lögreglan á Suðurnesjum fór fram á farbann yfir fyrrverandi lækni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í starfi, sem hafi leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings, samkvæmt heimildum fréttastofu. 24. nóvember 2021 11:50 Lýsa alvarlegri vanrækslu og kvölum móður sinnar sem lést eftir mistök á HSS Móðir okkar hefði ekki þurft að deyja, segja dætur konu sem lést í umsjá læknis sem grunaður er um röð mistaka í störfum sínum. Þær segja móður þeirra hafa þurft að þola hræðilegar kvalir, meðal annars vegna sýkinga sem hafi verið illa meðhöndlaðar. Læknirinn er grunaður um að hafa sett konuna í lífslokameðferð að óþörfu. 18. ágúst 2021 19:30 Undirbúa sérstaka úttekt á lífslokameðferðum HSS Embætti landlæknis undirbýr nú úttekt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með sérstöku tilliti til þjónustu við aldraða og langveika í tengslum við líknar- og lífslokameðferð. Tilefnið er grunur um alvarleg mistök hjá stofnuninni sem talin eru hafa leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. 26. febrúar 2021 18:30 Læknir grunaður um röð alvarlegra mistaka Fyrrverandi læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sætir rannsókn vegna gruns um vanrækslu og röð alvarlegra mistaka sem leiddu til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Málið er á borði lögreglu. 22. febrúar 2021 18:31 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Stjórnendur Landspítala komu saman til fundar í dag eftir að fréttir birtust af því að lögregla teldi að andlát sex einstaklinga hafi verið ótímabær og borið að með saknæmum hætti. Fimm önnur dauðsföll eru til skoðunar, en Skúli er talinn hafa skráð þessa einstaklinga í lífslokameðferð að tilefnislausu. Spítalinn hyggst funda með landlækni á morgun og meta framhaldið. Þá segir Alma D. Möller landlæknir í samtali við fréttastofu að embættið hafi heldur ekki verið meðvitað um öll þessi tilfelli. Óskað hafi verið eftir upplýsingum frá lögreglu um leið og fréttir af málinu birtust. „Það komu fram upplýsingar sem kalla á það að embættið mun óska eftir frekari upplýsingum frá lögreglu, en ég get að öðru leyti ekki tjáð mig um einstök mál,“ segir hún. Greint var frá því í morgun að Skúli Tómas hefði nýverið fengið endurnýjað tímabundið starfsleyfi, en hann var sviptur réttindum sínum eftir að landlæknir gerði ítarlega úttekt á störfum hans í tengslum við andlát eins sjúklings. Sú skýrsla var svört og var Skúli Tómas sagður hafa vanrækt skyldur sínar sem læknir og gert röð alvarlegra mistaka. Landlæknir krefst upplýsinga Alma getur ekki tjáð sig um þetta tiltekna mál en getur svarað því undir hvaða kringumstæðum læknar eru sviptir réttindum sínum. „Málin eru afskaplega ólík og við verðum að starfa miðað við þann lagaramma sem okkur er settur. Landlæknir getur svipt starfsmann starfsleyfi, til dæmis vegna veikinda eða vegna faglegrar vanhæfni og sé hann metinn óhæfur um að sinna starfi sínu. Þetta er mjög íþyngjandi úrræði þannig að það þarf að vanda mjög ákvarðanatökuna. Það er unnið eftir stjórnsýslulögum og það þarf að hafa það í huga að það er ekki hlutverk embættisins að refsa – það er annarra stjórnvalda – heldur að tryggja að faglega sé unnið og örugglega,“ segir hún. Og hvað þarf að koma til þess að einstaklingur fái starfsleyfi sitt aftur? „Það fer eftir ástæðum sviptingar. Ef ástæðan voru veikindi þá þarf viðkomandi að hafa fengið viðeigandi meðferð við sínum veikindum. Ef það er vegna faglegrar vanhæfni þá þarf að hafa farið fram endurhæfing sem er ýmist endurmenntun eða þjálfun. Þegar þeirri endurhæfingu er lokið er hægt að sækja um starfsleyfi,“ segir hún. „En það er aldrei veitt fullt starfsleyfi strax, heldur eru þau oftast bæði takmörkuð og tímabundin og á meðan er viðkomandi undir sérstöku eftirliti.“ Ítrekað hafa ratað í fréttir kvartanir á hendur Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Alma segir að við þeim hafi verið brugðist og að það horfi til betri vegar. „Við höfum farið í úttektir hvað varðar heilsugæsluna, þar hefur verið gripið til ýmissa úrbóta, og á sjúkradeildinni en sú skýrsla verður birt á næstunni. Okkar hlutverk er að benda á tækifæri til úrbóta og fylgja þeim eftir.“ Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir síðan í febrúarmánuði. Hins vegar sendi stofnunin frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: Vegna umfjöllunar fjölmiðla í dag um alvarleg atvik sem Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) hefur, lögum samkvæmt, tilkynnt til lögreglu og Embættis landlæknis er nauðsynlegt að koma því á framfæri að ómögulegt er að tjá sig um slík mál enda eru stofnunin og starfsfólk hennar bundin trúnaði. Eftir að stofnunin sendir mál til meðferðar til lögreglu fær stofnunin engar upplýsingar um framvindu máls. HSS mun ekki tjá sig um mál sem vísað hefur verið til lögreglu eða landlæknisembættisins. Þá segir lögmaður Skúla Tómasar að hann sé bundinn þagnareið og geti því engum fyrirspurnum svarað um málið.
Læknamistök á HSS Landspítalinn Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Tengdar fréttir Krefjast farbanns yfir lækninum: Fékk nýverið endurnýjað takmarkað starfsleyfi Lögreglan á Suðurnesjum fór fram á farbann yfir fyrrverandi lækni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í starfi, sem hafi leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings, samkvæmt heimildum fréttastofu. 24. nóvember 2021 11:50 Lýsa alvarlegri vanrækslu og kvölum móður sinnar sem lést eftir mistök á HSS Móðir okkar hefði ekki þurft að deyja, segja dætur konu sem lést í umsjá læknis sem grunaður er um röð mistaka í störfum sínum. Þær segja móður þeirra hafa þurft að þola hræðilegar kvalir, meðal annars vegna sýkinga sem hafi verið illa meðhöndlaðar. Læknirinn er grunaður um að hafa sett konuna í lífslokameðferð að óþörfu. 18. ágúst 2021 19:30 Undirbúa sérstaka úttekt á lífslokameðferðum HSS Embætti landlæknis undirbýr nú úttekt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með sérstöku tilliti til þjónustu við aldraða og langveika í tengslum við líknar- og lífslokameðferð. Tilefnið er grunur um alvarleg mistök hjá stofnuninni sem talin eru hafa leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. 26. febrúar 2021 18:30 Læknir grunaður um röð alvarlegra mistaka Fyrrverandi læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sætir rannsókn vegna gruns um vanrækslu og röð alvarlegra mistaka sem leiddu til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Málið er á borði lögreglu. 22. febrúar 2021 18:31 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Krefjast farbanns yfir lækninum: Fékk nýverið endurnýjað takmarkað starfsleyfi Lögreglan á Suðurnesjum fór fram á farbann yfir fyrrverandi lækni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í starfi, sem hafi leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings, samkvæmt heimildum fréttastofu. 24. nóvember 2021 11:50
Lýsa alvarlegri vanrækslu og kvölum móður sinnar sem lést eftir mistök á HSS Móðir okkar hefði ekki þurft að deyja, segja dætur konu sem lést í umsjá læknis sem grunaður er um röð mistaka í störfum sínum. Þær segja móður þeirra hafa þurft að þola hræðilegar kvalir, meðal annars vegna sýkinga sem hafi verið illa meðhöndlaðar. Læknirinn er grunaður um að hafa sett konuna í lífslokameðferð að óþörfu. 18. ágúst 2021 19:30
Undirbúa sérstaka úttekt á lífslokameðferðum HSS Embætti landlæknis undirbýr nú úttekt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með sérstöku tilliti til þjónustu við aldraða og langveika í tengslum við líknar- og lífslokameðferð. Tilefnið er grunur um alvarleg mistök hjá stofnuninni sem talin eru hafa leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. 26. febrúar 2021 18:30
Læknir grunaður um röð alvarlegra mistaka Fyrrverandi læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sætir rannsókn vegna gruns um vanrækslu og röð alvarlegra mistaka sem leiddu til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Málið er á borði lögreglu. 22. febrúar 2021 18:31