Afkoma ríkissjóðs 51 milljarði betri en áætlað var Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. nóvember 2021 14:42 Afkoma ríkissjóðs er talsvert betri en gert var ráð fyrir í byrjun árs. Vísir/Vilhelm Afkoma ríkissjóðs á fyrstu níu mánuðum ársins er neikvæð um 138 milljarða króna. Afkoman er þó talsvert betri en áætlanir, sem gerðar voru í upphafi árs, gerðu ráð fyrir eða 51 milljarði betri. Segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins að bætt afkoma skýrist af sterkari tekjuvexti en gert hafi verið ráð fyrir. Þróunin hafi þegar komið fram á fyrri helmingi ársins og sé afkoman í samræmi við þær væntingar. Tekjur ríkissjóðs á fyrstu níu mánuðum ársins námu 621 milljarði króna en áætlanir gerðu ráð fyrir 565 milljörðum króna í tekjur. Er það meginskýring fráviksins frá áætlaðri afkomu ríkisins á tíabilinu. Tekjur hækkuðu um 16 prósent miðað við sama tímabil í fyrra. Eignir ríkissjóðs námu í lok september samtals 2.627 milljörðu króna en námu skuldir 2.490 milljörðum króna. Eigið fé nam þá 137 milljörðum. Handbært fé var í lok september 406 milljarðar króna sem er hækkun um 39 milljarða á milli ára. Rekstrarhreyfingar voru þá neikvæðar um 145 milljarða og fjárfestingar jákvæðar um 13 milljarða. Fjármögnunarhreyfingar voru þá jákvæðar um 171 milljarð króna. Innheimta skatta og tryggingagjalda meiri í ár en í fyrra Fram kemur í tilkynningunni að innheimta skatta og tryggingagjalda á fyrstu níu mánuðum ársins hafi aukist um 14 prósent frá sama tímabili í fyrra. Hluta aukningarinnar megi þó rekja til Covid-19 tengdra frestana á innheimtu ríkissjóðs. Sé þetta leiðrétt nemi vöxturinn um 6 prósentum. Gjöld fyrir fjármagnsliði ríkissjóðs nema um 733 milljörðum króna sem er örlítið lægra en áætlað var en gjöld jukust um tíu prósent á milli ára. Mesta aukningin á milli ára er í málaflokki sérhæfðrar sjúkraþjónustu en þar jukust gjöld um 6,8 milljónir króna eða um 11 prósent. Í flokki vinnumála og atvinnuleysis jukust gjöld um 4,6 milljarða eða 7 prósent og í háskóla- og rannsóknarstarfsemi um 4,3 milljarða eða um 22 prósent. Afkoma fjármagnsliða var neikvæð um 112 milljarða króna sem er 61 milljarði betri afkoma en áætlanir gerðu ráð fyrir. Fjármagnsjöfnuður tímabilsins var neikvæður um 47 milljarða sem er um 11 milljarða króna neikvæð breyting frá árinu 2020. Fjármagnstekjur námu 7,5 milljörðum króna og lækka um 38 milljarða á milli ára. Fjármagnsgjöld voru 55 milljarðar og lækkuðu um 28 milljarða. Fjárfestingar meiri í ár en í fyrra Rekstrarafkoma ríkissjóðs án afkomu hlutdeildarfélaga var neikvæð um 159 milljarða sem er áþekkur halli og á sama tíma í fyrra en þá var rekstrarafkoma neikvæð um 168 milljarða. Langtímaskuldir ríkisjóðs voru samtals 1.222 milljarðar í lok september og jukust um 138 milljarða króna frá árslokum 2020. Breytingin skýrist, samkvæmt tilkynningu Stjórnarráðsins, að mestu af útgáfu innlendra ríkisbréfa sem gefin voru út til að fjármagna rekstur ríkissjóðs. Fjárfestingar tímabilsins námu 40 milljörðum króna samanborið við 30 milljarða í fyrra. Fjárfestingar á milli ára aukast því um 35 prósent. Mestar fjárfestingar eru í samgöngumálum, að fjármagni sem nemur 24 milljörðum, og í sérhæfðri sjúkraþjónustu, um 7,5 milljarða. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Endurskipulagning á fjárhag Vaðlaheiðarganga dregst á langinn Meira en einu og hálfu ári eftir að viðræður hófust um fjárhagslega endurskipulagningu Vaðlaheiðarganga er málið enn í vinnslu. Ríkissjóður hefur frestað innheimtuaðgerðum vegna gjaldfallinna lánssamninga fram yfir áramót. 23. nóvember 2021 15:21 Leggja drög að stjórnarsáttmála Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna eru farnir að leggja drög að stjórnarsáttmála samkvæmt heimildum fréttastofu. Niðurstöðu gæti verið að vænta í næstu eða þarnæstu viku. 25. október 2021 18:30 1000 milljarðarnir sem Bjarni fattar ekki Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra jedúdímíaði sig í umræðuþættinum á Stöð 2 í gærkvöldi yfir einföldu reikningsdæmi sem ég lagði fram. Hrópaði að við Sósíalistar vildum láta almenning bera 1000 milljarða skuldir. 24. september 2021 07:16 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins að bætt afkoma skýrist af sterkari tekjuvexti en gert hafi verið ráð fyrir. Þróunin hafi þegar komið fram á fyrri helmingi ársins og sé afkoman í samræmi við þær væntingar. Tekjur ríkissjóðs á fyrstu níu mánuðum ársins námu 621 milljarði króna en áætlanir gerðu ráð fyrir 565 milljörðum króna í tekjur. Er það meginskýring fráviksins frá áætlaðri afkomu ríkisins á tíabilinu. Tekjur hækkuðu um 16 prósent miðað við sama tímabil í fyrra. Eignir ríkissjóðs námu í lok september samtals 2.627 milljörðu króna en námu skuldir 2.490 milljörðum króna. Eigið fé nam þá 137 milljörðum. Handbært fé var í lok september 406 milljarðar króna sem er hækkun um 39 milljarða á milli ára. Rekstrarhreyfingar voru þá neikvæðar um 145 milljarða og fjárfestingar jákvæðar um 13 milljarða. Fjármögnunarhreyfingar voru þá jákvæðar um 171 milljarð króna. Innheimta skatta og tryggingagjalda meiri í ár en í fyrra Fram kemur í tilkynningunni að innheimta skatta og tryggingagjalda á fyrstu níu mánuðum ársins hafi aukist um 14 prósent frá sama tímabili í fyrra. Hluta aukningarinnar megi þó rekja til Covid-19 tengdra frestana á innheimtu ríkissjóðs. Sé þetta leiðrétt nemi vöxturinn um 6 prósentum. Gjöld fyrir fjármagnsliði ríkissjóðs nema um 733 milljörðum króna sem er örlítið lægra en áætlað var en gjöld jukust um tíu prósent á milli ára. Mesta aukningin á milli ára er í málaflokki sérhæfðrar sjúkraþjónustu en þar jukust gjöld um 6,8 milljónir króna eða um 11 prósent. Í flokki vinnumála og atvinnuleysis jukust gjöld um 4,6 milljarða eða 7 prósent og í háskóla- og rannsóknarstarfsemi um 4,3 milljarða eða um 22 prósent. Afkoma fjármagnsliða var neikvæð um 112 milljarða króna sem er 61 milljarði betri afkoma en áætlanir gerðu ráð fyrir. Fjármagnsjöfnuður tímabilsins var neikvæður um 47 milljarða sem er um 11 milljarða króna neikvæð breyting frá árinu 2020. Fjármagnstekjur námu 7,5 milljörðum króna og lækka um 38 milljarða á milli ára. Fjármagnsgjöld voru 55 milljarðar og lækkuðu um 28 milljarða. Fjárfestingar meiri í ár en í fyrra Rekstrarafkoma ríkissjóðs án afkomu hlutdeildarfélaga var neikvæð um 159 milljarða sem er áþekkur halli og á sama tíma í fyrra en þá var rekstrarafkoma neikvæð um 168 milljarða. Langtímaskuldir ríkisjóðs voru samtals 1.222 milljarðar í lok september og jukust um 138 milljarða króna frá árslokum 2020. Breytingin skýrist, samkvæmt tilkynningu Stjórnarráðsins, að mestu af útgáfu innlendra ríkisbréfa sem gefin voru út til að fjármagna rekstur ríkissjóðs. Fjárfestingar tímabilsins námu 40 milljörðum króna samanborið við 30 milljarða í fyrra. Fjárfestingar á milli ára aukast því um 35 prósent. Mestar fjárfestingar eru í samgöngumálum, að fjármagni sem nemur 24 milljörðum, og í sérhæfðri sjúkraþjónustu, um 7,5 milljarða.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Endurskipulagning á fjárhag Vaðlaheiðarganga dregst á langinn Meira en einu og hálfu ári eftir að viðræður hófust um fjárhagslega endurskipulagningu Vaðlaheiðarganga er málið enn í vinnslu. Ríkissjóður hefur frestað innheimtuaðgerðum vegna gjaldfallinna lánssamninga fram yfir áramót. 23. nóvember 2021 15:21 Leggja drög að stjórnarsáttmála Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna eru farnir að leggja drög að stjórnarsáttmála samkvæmt heimildum fréttastofu. Niðurstöðu gæti verið að vænta í næstu eða þarnæstu viku. 25. október 2021 18:30 1000 milljarðarnir sem Bjarni fattar ekki Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra jedúdímíaði sig í umræðuþættinum á Stöð 2 í gærkvöldi yfir einföldu reikningsdæmi sem ég lagði fram. Hrópaði að við Sósíalistar vildum láta almenning bera 1000 milljarða skuldir. 24. september 2021 07:16 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Endurskipulagning á fjárhag Vaðlaheiðarganga dregst á langinn Meira en einu og hálfu ári eftir að viðræður hófust um fjárhagslega endurskipulagningu Vaðlaheiðarganga er málið enn í vinnslu. Ríkissjóður hefur frestað innheimtuaðgerðum vegna gjaldfallinna lánssamninga fram yfir áramót. 23. nóvember 2021 15:21
Leggja drög að stjórnarsáttmála Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna eru farnir að leggja drög að stjórnarsáttmála samkvæmt heimildum fréttastofu. Niðurstöðu gæti verið að vænta í næstu eða þarnæstu viku. 25. október 2021 18:30
1000 milljarðarnir sem Bjarni fattar ekki Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra jedúdímíaði sig í umræðuþættinum á Stöð 2 í gærkvöldi yfir einföldu reikningsdæmi sem ég lagði fram. Hrópaði að við Sósíalistar vildum láta almenning bera 1000 milljarða skuldir. 24. september 2021 07:16
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?