Abidal grátbiður eiginkonuna um fyrirgefningu eftir framhjáhaldið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. nóvember 2021 13:01 Eric Abidal og Hayet Abidal hafa verið gift síðan 2003. getty/Jean Catuffe Eric Abidal, fyrrverandi leikmaður Barcelona og franska landsliðsins, hefur grátbeðið eiginkonu sína, Hayet, um að fyrirgefa sér framhjáhald með fótboltakonunni Kheiru Hamraoui. Abidal er talinn hafa átt í ástarsambandi við Hamraoui. Hann var yfirmaður knattspyrnumála hjá Barcelona þegar hún lék með liðinu. Sem kunnugt er réðust tveir grímuklæddir menn á Hamraoui fyrir utan heimili hennar fyrr í þessum mánuði og börðu hana í fæturna með járnrörum. Samherji Hamraouis hjá Paris Saint-Germain, Aminata Diallo, var handtekin grunuð um að hafa skipulagt árásina en sleppt eftir yfirheyrslu. Grunurinn beindist svo að Abidal-hjónunum eftir að í ljós kom að SIM-kort Hamraouis var skráð á Eric Abidal. Þá áttu árásarmennirnir að hafa öskrað á hana að hætta að sænga hjá giftum mönnum. Talið er að Abidal og Hamraoui hafi átt í ástarsambandi og eiginkona hans til átján ára, Hayet, hefur beðið um skilnað. Í yfirlýsingu frá lögmönnum hennar í síðustu viku kom fram að Abidal hafi viðurkennt að hafa haldið framhjá henni með Hamraoui. Abidal er greinilega nokkuð örvæntingarfullur því í gær birti hann færslu á Instagram þar sem hann grátbað Hayet um að fyrirgefa sér. „Hvaða ákvörðun sem þú tekur verður þú alltaf konan í mínu lífi og sérstaklega móðir stórkostlegu barnanna okkar. Ég á þessa auðmýkingu skilið þótt hún drepi mig. Vonandi mun guð fyrirgefa mér einn daginn,“ skrifaði Abidal á Instagram. Þau Hayet hafa verið gift síðan 2003 og eiga fimm börn saman. Abidal lék með Barcelona á árunum 2007-13 og var svo yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu 2018-20. Árásin á Kheiru Hamraoui Franski boltinn Frakkland Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjá meira
Abidal er talinn hafa átt í ástarsambandi við Hamraoui. Hann var yfirmaður knattspyrnumála hjá Barcelona þegar hún lék með liðinu. Sem kunnugt er réðust tveir grímuklæddir menn á Hamraoui fyrir utan heimili hennar fyrr í þessum mánuði og börðu hana í fæturna með járnrörum. Samherji Hamraouis hjá Paris Saint-Germain, Aminata Diallo, var handtekin grunuð um að hafa skipulagt árásina en sleppt eftir yfirheyrslu. Grunurinn beindist svo að Abidal-hjónunum eftir að í ljós kom að SIM-kort Hamraouis var skráð á Eric Abidal. Þá áttu árásarmennirnir að hafa öskrað á hana að hætta að sænga hjá giftum mönnum. Talið er að Abidal og Hamraoui hafi átt í ástarsambandi og eiginkona hans til átján ára, Hayet, hefur beðið um skilnað. Í yfirlýsingu frá lögmönnum hennar í síðustu viku kom fram að Abidal hafi viðurkennt að hafa haldið framhjá henni með Hamraoui. Abidal er greinilega nokkuð örvæntingarfullur því í gær birti hann færslu á Instagram þar sem hann grátbað Hayet um að fyrirgefa sér. „Hvaða ákvörðun sem þú tekur verður þú alltaf konan í mínu lífi og sérstaklega móðir stórkostlegu barnanna okkar. Ég á þessa auðmýkingu skilið þótt hún drepi mig. Vonandi mun guð fyrirgefa mér einn daginn,“ skrifaði Abidal á Instagram. Þau Hayet hafa verið gift síðan 2003 og eiga fimm börn saman. Abidal lék með Barcelona á árunum 2007-13 og var svo yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu 2018-20.
Árásin á Kheiru Hamraoui Franski boltinn Frakkland Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjá meira