Spurði Söru Sigmunds hvort hún væri einmana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2021 08:31 Sara Sigmundsdóttir fékk sérstaka spurningu í viðtali í gær. Instagram/@sarasigmunds Íslenska CrossFit stórstjarnan Sara Sigmundsdóttir hefur farið í gegnum mörg viðtölin á ferli sínum en ein spurning í hlaðvarpsþættinum The Sevan Podcast í gær kom okkar konu örugglega aðeins á óvart. Sevan Matossian er aðalmaðurinn í hlaðvarpsþættinum The Sevan Podcast og hann spurði Söru meðal annars hreint út hvort hún væri einmana. Sevan sagðist hafa fengið það á tilfinninguna þegar hann frétti af því að Sara hefði yfirgefið vini og fjölskyldu á Íslandi og ákveðið að eyða nokkrum mánuðum við æfingar í Dúbaí. Það er ekki oft sem íþróttafólk fær slíka spurningu og kannski var Sevan eitthvað að reyna að stuða Söru aðeins. Sara var hissa en átti ekki vandræðum með að svara og útskýra af hverju hún væri komin alla leið til Dúbaí. „EINMANA, nei aldrei,“ svaraði Sara og pressaði á Sevan að segja sér af hverju hann héldi það. „Ég fékk það á tilfinninguna og ég veit ekki af hverju því það er ekki sanngjarnt að spyrja svona en mér fannst eins og einmanaleiki hefði drifið þig af stað til Dúbaí,“ sagði Matossian. „Ég án efa ekki einmana. Ég er mjög heppin með fólkið í kringum mig. Ég viðurkenni það að þegar þú glímir við meiðsli þá ertu stundum að ganga í gegnum hluti sem þú deilir ekki öllu með öðrum,“ sagði Sara. Getur unnið vinnu sína hvar sem er „Ég á alla þessa vini og allt þetta fólk í kringum mig til að styðja við bakið á mér. Ég er örugglega ekki einmana,“ sagði Sara. Instagram/@sarasigmunds „Ég lít á þetta þannig. Ástæðan fyrir því að ég er í Dúbaí er að ég á kannski þrjú til fimm ár eftir sem atvinnumaður í íþróttum. Ég á möguleika á því að ferðast um heiminn vegna þessa og get farið í mína vinnu hvar sem er,“ sagði Sara. „Eftir þrjú til fjögur ár þá vil ég festa rætur og stofna fjölskyldu. Ég vil þá finna mér einhvern stað til að vera á en á næstu þremur til fimm árum þá vil ég ferðast um heiminn og hitta nýtt fólk,“ sagði Sara. „Ég er svo opin og frjáls í hugsunarhætti og þar græði ég á því að vera atvinnumaður í íþróttum því þá fæ ég að fara á alla þessa staði,“ sagði Sara. Elti bestu vinkonuna til Dúbaí Sara sagðist hafa í raun elt bestu vinkonu sína til Dúbaí en þar er hún að tala um CrossFit konuna Carmen Bosmans sem fór að vinna í landinu árið 2016. Sara Sigmundsdóttir með þeim Carmen Bosmans og Lauren Stallwood.Instagram/@carmenbosmans „Ég hef hitt af fólki í gegnum tíðina á CrossFit mótum og ein af þeim er Carmen Bosmans sem er nú besta vinkonan mín í dag. Hún er þjálfari hér í Dúbaí. Ég á vini á Íslandi en enginn þeirra er í íþróttum,“ sagði Sara. „Hún keppti áður í CrossFit en er nú meira í þolgreinum. Hún vinnur mikið. Það er gott fyrir mig að komast á stað þar sem þú ert næstum því í búbblu. Ég er að æfa mikið núna og þarf að vera einbeitt,“ sagði Sara. Enginn að bíða eftir henni „Ég vil fá að vera friði með mínar æfingar og að sinna því sem ég þarf að gera en svo enda ég með henni á kvöldin. Það passar mér mjög vel því að það er enginn að bíða eftir mér eða búast við einhverju af mér. Hún þekkir það sjálf hvað það þarf að leggja mikla vinnu í það að æfa. Ég þarf ekkert að afsaka neitt þótt að æfingin mín dragist þar til átta eða níu um kvöldið,“ sagði Sara. „Hún er mjög skilningsríkur vinur,“ sagði Sara en það má sjá þetta brot út viðtalinu hér fyrir ofan. CrossFit Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Sjá meira
Sevan Matossian er aðalmaðurinn í hlaðvarpsþættinum The Sevan Podcast og hann spurði Söru meðal annars hreint út hvort hún væri einmana. Sevan sagðist hafa fengið það á tilfinninguna þegar hann frétti af því að Sara hefði yfirgefið vini og fjölskyldu á Íslandi og ákveðið að eyða nokkrum mánuðum við æfingar í Dúbaí. Það er ekki oft sem íþróttafólk fær slíka spurningu og kannski var Sevan eitthvað að reyna að stuða Söru aðeins. Sara var hissa en átti ekki vandræðum með að svara og útskýra af hverju hún væri komin alla leið til Dúbaí. „EINMANA, nei aldrei,“ svaraði Sara og pressaði á Sevan að segja sér af hverju hann héldi það. „Ég fékk það á tilfinninguna og ég veit ekki af hverju því það er ekki sanngjarnt að spyrja svona en mér fannst eins og einmanaleiki hefði drifið þig af stað til Dúbaí,“ sagði Matossian. „Ég án efa ekki einmana. Ég er mjög heppin með fólkið í kringum mig. Ég viðurkenni það að þegar þú glímir við meiðsli þá ertu stundum að ganga í gegnum hluti sem þú deilir ekki öllu með öðrum,“ sagði Sara. Getur unnið vinnu sína hvar sem er „Ég á alla þessa vini og allt þetta fólk í kringum mig til að styðja við bakið á mér. Ég er örugglega ekki einmana,“ sagði Sara. Instagram/@sarasigmunds „Ég lít á þetta þannig. Ástæðan fyrir því að ég er í Dúbaí er að ég á kannski þrjú til fimm ár eftir sem atvinnumaður í íþróttum. Ég á möguleika á því að ferðast um heiminn vegna þessa og get farið í mína vinnu hvar sem er,“ sagði Sara. „Eftir þrjú til fjögur ár þá vil ég festa rætur og stofna fjölskyldu. Ég vil þá finna mér einhvern stað til að vera á en á næstu þremur til fimm árum þá vil ég ferðast um heiminn og hitta nýtt fólk,“ sagði Sara. „Ég er svo opin og frjáls í hugsunarhætti og þar græði ég á því að vera atvinnumaður í íþróttum því þá fæ ég að fara á alla þessa staði,“ sagði Sara. Elti bestu vinkonuna til Dúbaí Sara sagðist hafa í raun elt bestu vinkonu sína til Dúbaí en þar er hún að tala um CrossFit konuna Carmen Bosmans sem fór að vinna í landinu árið 2016. Sara Sigmundsdóttir með þeim Carmen Bosmans og Lauren Stallwood.Instagram/@carmenbosmans „Ég hef hitt af fólki í gegnum tíðina á CrossFit mótum og ein af þeim er Carmen Bosmans sem er nú besta vinkonan mín í dag. Hún er þjálfari hér í Dúbaí. Ég á vini á Íslandi en enginn þeirra er í íþróttum,“ sagði Sara. „Hún keppti áður í CrossFit en er nú meira í þolgreinum. Hún vinnur mikið. Það er gott fyrir mig að komast á stað þar sem þú ert næstum því í búbblu. Ég er að æfa mikið núna og þarf að vera einbeitt,“ sagði Sara. Enginn að bíða eftir henni „Ég vil fá að vera friði með mínar æfingar og að sinna því sem ég þarf að gera en svo enda ég með henni á kvöldin. Það passar mér mjög vel því að það er enginn að bíða eftir mér eða búast við einhverju af mér. Hún þekkir það sjálf hvað það þarf að leggja mikla vinnu í það að æfa. Ég þarf ekkert að afsaka neitt þótt að æfingin mín dragist þar til átta eða níu um kvöldið,“ sagði Sara. „Hún er mjög skilningsríkur vinur,“ sagði Sara en það má sjá þetta brot út viðtalinu hér fyrir ofan.
CrossFit Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti