Fjör hjá Agnari í einangrun: „Þetta er það heimskulegasta sem ég hef gert“ Sindri Sverrisson skrifar 23. nóvember 2021 08:30 Agnar Smári Jónsson gerði sér ýmislegt til dægradvalar, lokaður inni heima hjá sér í einangrun, en verður frelsinu eflaust feginn í dag. Handknattleiksmaðurinn Agnar Smári Jónsson losnar úr einangrun í dag eftir að hafa smitast af Covid-19. „Þræleðlileg“ innslög hans úr einangruninni, í Seinni bylgjunni í gærkvöld, vöktu mikla kátínu. Agnar Smári hefur misst af síðustu leikjum Vals vegna smitsins og sást því ekki í klippunum sem sýndar voru í Seinni bylgjunni úr sigri Vals gegn Aftureldingu. Hann var engu að síður áberandi í þættinum því reglulega sendi þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson boltann heim til Agnars Smára til að komast að því hvað hann væri að bardúsa á lokakafla einangrunarinnar. „Þetta er það heimskulegasta sem ég hef gert,“ sagði Agnar Smári í einu innslaginu, eftir að hafa gripið í rakvélina og farið í hársnyrtingu sem hann var á endanum ekkert sérstaklega stoltur af. Klippa: Seinni bylgjan - Agnar Smári í stuði í einangrun Agnar var einnig duglegur að taka dansspor, bæði í diskófötum og fáum fötum, skellti sér á þrekhjólið, skreytti svalirnar, og virtist skemmta sér hið besta þó að eflaust verði hann frelsinu feginn í dag. „Svo segir fólk að það sé leiðinlegt að lenda í sóttkví og einangrun…“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, annar af sérfræðingum þáttarins í gær. „Reyndar hafði ég smá áhyggjur þegar hann tók rakvél og fór að raka á sér hausinn. Svo tekur hann bara varalitinn næst og hríðskotabyssuna. Bara búinn að missa vitið,“ sagði Jóhann hlæjandi en skemmtilega samantekt með innslögum Agnars má sjá hér að ofan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Agnar Smári hefur misst af síðustu leikjum Vals vegna smitsins og sást því ekki í klippunum sem sýndar voru í Seinni bylgjunni úr sigri Vals gegn Aftureldingu. Hann var engu að síður áberandi í þættinum því reglulega sendi þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson boltann heim til Agnars Smára til að komast að því hvað hann væri að bardúsa á lokakafla einangrunarinnar. „Þetta er það heimskulegasta sem ég hef gert,“ sagði Agnar Smári í einu innslaginu, eftir að hafa gripið í rakvélina og farið í hársnyrtingu sem hann var á endanum ekkert sérstaklega stoltur af. Klippa: Seinni bylgjan - Agnar Smári í stuði í einangrun Agnar var einnig duglegur að taka dansspor, bæði í diskófötum og fáum fötum, skellti sér á þrekhjólið, skreytti svalirnar, og virtist skemmta sér hið besta þó að eflaust verði hann frelsinu feginn í dag. „Svo segir fólk að það sé leiðinlegt að lenda í sóttkví og einangrun…“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, annar af sérfræðingum þáttarins í gær. „Reyndar hafði ég smá áhyggjur þegar hann tók rakvél og fór að raka á sér hausinn. Svo tekur hann bara varalitinn næst og hríðskotabyssuna. Bara búinn að missa vitið,“ sagði Jóhann hlæjandi en skemmtilega samantekt með innslögum Agnars má sjá hér að ofan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira