Orkuveitan hagnaðist um ellefu milljarða Eiður Þór Árnason skrifar 22. nóvember 2021 22:27 Bjarni Bjarnason, forstjóri OR. Samstæða Orkuveitu Reykjavíkur (OR) hagnaðist um 10,9 milljarða á fyrstu níu mánuðum ársins. Hagnaður nam 744 milljónum króna á sama tímabili í fyrra. 10,6 milljarða króna sveifla var í verðmæti langtíma raforkusölusamninga OR á tímabilinu vegna hækkunar álverðs. Árshlutareikningur OR samstæðunnar fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2021 var samþykktur af stjórn OR í dag. Auk móðurfélagsins eru innan samstæðunnar Veitur, Orka náttúrunnar, Ljósleiðarinn og Carbfix. Samstæðan hagnaðist um 2,1 milljarð króna á síðasta ársfjórðungi. Heildarafkoma samstæðunnar á tímabilinu 1. janúar til 30. september 2021 nam 12,2 milljörðum króna en var 8,1 milljarður á sama tímabili árið 2020. Þróun álverðs haft mikil áhrif á reiknaða afkomu Þar sem hluti raforkusölu OR er tengdur álverði kom lækkað mat á verðmæti slíkra raforkusamningasamninga niður á reiknaðri afkomu OR á árinu 2020 þegar álverð tók dýfu við upphaf kórónuveirufaraldursins. Á yfirstandandi ári hefur álverð hins vegar hækkað talsvert og mat OR á verðmæti samninganna breyst í samræmi við það. Eftir fyrstu níu mánuði ársins 2020 var verðmæti þessara langtímasamninga tengdra álverði metið hafa lækkað um 2,75 milljarða en í rekstrarreikningi yfirstandandi árs er það talið hafa vaxið um 7,86 milljarða króna. Sveiflan milli ára í þessari reiknuðu stærð uppgjörsins nemur því liðlega 10,6 milljörðum króna. Vöxtur í tekjum allra starfsþátta Fram kemur í tilkynningu frá OR að rekstrarkostnaður hafi lækkað um rúm 6% milli ára og hagstæðar ytri aðstæður á borð við hærra álverð og lægri vextir skili sér í bættri afkomu. Tekjur allra starfsþátta vaxa milli ára og rekstrarhagnaður (EBIT) nemur 14,4 milljörðum króna en var 11,2 milljarða fyrstu níu mánuðina 2020. Handbært fé frá rekstri OR og dótturfélaganna nam 21,8 milljörðum króna fyrstu níu mánuði ársins en var 19,4 milljarðar á sama tímabili 2020. Útgjöld vegna raforkukaupa og flutnings rafmagns lækka lítillega á milli ára og sömuleiðis launakostnaður en annar rekstrarkostnaður dregst saman um tæpan fimmtung. Vatnsgjald helst óbreytt „Ef við lítum fram hjá reiknuðum stærðum í uppgjörinu þá væri rekstrarafkoman jákvæð um sex milljarða króna. Það er eðlilegur afrakstur af því fé sem eigendur hafa bundið í starfseminni,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, í tilkynningu. „Vegna þessa árangurs í rekstrinum getum við haldið áfram að bjóða þjónustuna á tiltölulega lágu verði. Nýlega lækkuðu tengigjöld Veitna og nú liggur fyrir að raunlækkun verður á kalda vatninu með því að vatnsgjald heimila verður óbreytt á næsta ári. Um leið leyfir traust fjárhagsstaða okkur að tryggja gæði þjónustunnar, þróun og uppbyggingu.“ Orkumál Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Árshlutareikningur OR samstæðunnar fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2021 var samþykktur af stjórn OR í dag. Auk móðurfélagsins eru innan samstæðunnar Veitur, Orka náttúrunnar, Ljósleiðarinn og Carbfix. Samstæðan hagnaðist um 2,1 milljarð króna á síðasta ársfjórðungi. Heildarafkoma samstæðunnar á tímabilinu 1. janúar til 30. september 2021 nam 12,2 milljörðum króna en var 8,1 milljarður á sama tímabili árið 2020. Þróun álverðs haft mikil áhrif á reiknaða afkomu Þar sem hluti raforkusölu OR er tengdur álverði kom lækkað mat á verðmæti slíkra raforkusamningasamninga niður á reiknaðri afkomu OR á árinu 2020 þegar álverð tók dýfu við upphaf kórónuveirufaraldursins. Á yfirstandandi ári hefur álverð hins vegar hækkað talsvert og mat OR á verðmæti samninganna breyst í samræmi við það. Eftir fyrstu níu mánuði ársins 2020 var verðmæti þessara langtímasamninga tengdra álverði metið hafa lækkað um 2,75 milljarða en í rekstrarreikningi yfirstandandi árs er það talið hafa vaxið um 7,86 milljarða króna. Sveiflan milli ára í þessari reiknuðu stærð uppgjörsins nemur því liðlega 10,6 milljörðum króna. Vöxtur í tekjum allra starfsþátta Fram kemur í tilkynningu frá OR að rekstrarkostnaður hafi lækkað um rúm 6% milli ára og hagstæðar ytri aðstæður á borð við hærra álverð og lægri vextir skili sér í bættri afkomu. Tekjur allra starfsþátta vaxa milli ára og rekstrarhagnaður (EBIT) nemur 14,4 milljörðum króna en var 11,2 milljarða fyrstu níu mánuðina 2020. Handbært fé frá rekstri OR og dótturfélaganna nam 21,8 milljörðum króna fyrstu níu mánuði ársins en var 19,4 milljarðar á sama tímabili 2020. Útgjöld vegna raforkukaupa og flutnings rafmagns lækka lítillega á milli ára og sömuleiðis launakostnaður en annar rekstrarkostnaður dregst saman um tæpan fimmtung. Vatnsgjald helst óbreytt „Ef við lítum fram hjá reiknuðum stærðum í uppgjörinu þá væri rekstrarafkoman jákvæð um sex milljarða króna. Það er eðlilegur afrakstur af því fé sem eigendur hafa bundið í starfseminni,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, í tilkynningu. „Vegna þessa árangurs í rekstrinum getum við haldið áfram að bjóða þjónustuna á tiltölulega lágu verði. Nýlega lækkuðu tengigjöld Veitna og nú liggur fyrir að raunlækkun verður á kalda vatninu með því að vatnsgjald heimila verður óbreytt á næsta ári. Um leið leyfir traust fjárhagsstaða okkur að tryggja gæði þjónustunnar, þróun og uppbyggingu.“
Orkumál Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira