„Kerfisbundið og síendurtekið dýraníð“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. nóvember 2021 21:37 Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Formaður Félags hrossabænda segist telja fólk úr sínum röðum vera slegið yfir þeim myndum sem sáust í myndbandi sem birt var í morgun af slæmri meðferð mera við blóðtöku. Félag tamningamanna kallar eftir úrbótum og skorar á MAST að taka sig á í eftirliti. „Ég segi bara, það er ástæða til. Auðvitað þarf að fara ofan í saumana á þessu og sjá hvernig almennt er staðið að þessu,“ segir Sveinn Steinarsson, formaður Félags hrossabænda. Hann segist ekki vilja trúa því að almennt sé staðið svona að málum hjá yfir 90 aðilum sem stundi hrossabúskap. „Maður vill ekki trúa því.“ Talsmenn tamningamanna hér á landi virðast vera á sama máli, en Félag tamningamanna sendi í dag frá sér yfirlýsingu vegna málsins, þar sem skorað er á MAST að bæta eftirlit með blóðtökum úr fylfullum hryssum. Þar er því sjónarmiði lýst að hryssurnar sem sjást í myndinni hafi greinilega ekki fengið undirbúning og hafi ekki geðslag sem henti í starfsemina, það er að segja blóðtökuna. Að mati félagsins sé um að ræða kerfisbundið og síendurtekið dýraníð sem sjáist í myndbandinu. „Aðalmarkmið Félags Tamningamanna er að stuðla að réttri og góðri tamningu og meðferð íslenska hestsins. Stjórn Félags Tamningamanna ályktar að við þessar vafasömu aðgerðir sé lágmarkskrafa að hryssan sé tamin og róleg. Ef hún hefur ekki fengið nauðsynlegan undirbúning eða hefur ekki geðslag til þess ætti dýralæknir að vera skyldugur að neita að framkvæma aðgerðina. Að nota deyfilyf við þessa aðgerð ætti ekki að koma í stað tamningar.“ Þá telur félagið að MAST þurfi að tryggja að viðurkenndar aðferðir við að bandvenja hryssurnar og venja þær við aðstæður verði notaðar, sem og að hætt verðir við blóðtöku ef fyrir liggur að hryssa henti ekki íverkefnið, hvort sem er vegna ónógs undirbúnings eða vegna óhentugs geðslags. „Stjórn Félags Tamningamanna álítur þessa birtingarmynd vera kerfisbundið dýraníð og ekkert betra en hryllingsmyndbönd sem hafa verið birt úr sláturhúsum víða erlendis, nema síður sé þar sem hryssurnar fara ítrekað í sömu kringumstæður.“ Dýraheilbrigði Hestar Dýr Blóðmerahald Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Ég segi bara, það er ástæða til. Auðvitað þarf að fara ofan í saumana á þessu og sjá hvernig almennt er staðið að þessu,“ segir Sveinn Steinarsson, formaður Félags hrossabænda. Hann segist ekki vilja trúa því að almennt sé staðið svona að málum hjá yfir 90 aðilum sem stundi hrossabúskap. „Maður vill ekki trúa því.“ Talsmenn tamningamanna hér á landi virðast vera á sama máli, en Félag tamningamanna sendi í dag frá sér yfirlýsingu vegna málsins, þar sem skorað er á MAST að bæta eftirlit með blóðtökum úr fylfullum hryssum. Þar er því sjónarmiði lýst að hryssurnar sem sjást í myndinni hafi greinilega ekki fengið undirbúning og hafi ekki geðslag sem henti í starfsemina, það er að segja blóðtökuna. Að mati félagsins sé um að ræða kerfisbundið og síendurtekið dýraníð sem sjáist í myndbandinu. „Aðalmarkmið Félags Tamningamanna er að stuðla að réttri og góðri tamningu og meðferð íslenska hestsins. Stjórn Félags Tamningamanna ályktar að við þessar vafasömu aðgerðir sé lágmarkskrafa að hryssan sé tamin og róleg. Ef hún hefur ekki fengið nauðsynlegan undirbúning eða hefur ekki geðslag til þess ætti dýralæknir að vera skyldugur að neita að framkvæma aðgerðina. Að nota deyfilyf við þessa aðgerð ætti ekki að koma í stað tamningar.“ Þá telur félagið að MAST þurfi að tryggja að viðurkenndar aðferðir við að bandvenja hryssurnar og venja þær við aðstæður verði notaðar, sem og að hætt verðir við blóðtöku ef fyrir liggur að hryssa henti ekki íverkefnið, hvort sem er vegna ónógs undirbúnings eða vegna óhentugs geðslags. „Stjórn Félags Tamningamanna álítur þessa birtingarmynd vera kerfisbundið dýraníð og ekkert betra en hryllingsmyndbönd sem hafa verið birt úr sláturhúsum víða erlendis, nema síður sé þar sem hryssurnar fara ítrekað í sömu kringumstæður.“
Dýraheilbrigði Hestar Dýr Blóðmerahald Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira