Konan sem fór í keisaraskurð vegna Covid-19 óbólusett Snorri Másson skrifar 22. nóvember 2021 12:09 Frá Landspítalanum. Vísir/Einar Covid-smituð kona sem undirgekkst keisaraskurð í mánuðinum hafði ekki fengið bólusetningu samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Sagt var frá því í gær að barn hafi verið tekið með keisaraskurði á Landspítala í mánuðinum vegna Covid-veikinda móðurinnar. Móðirin hafði ekki klárað fulla meðgöngu, heldur þurftu læknar að grípa til þessa ráðs svo að hún gæti lagst á grúfu til að ná betri öndun. Öðruvísi var það ekki hægt enda konan gengin svo langt á leið. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er konan pólsk og hafði ekki fengið bólusetningu við Covid-19. Landlæknir mælir með bólusetningu barnshafandi kvenna eftir að fyrstu 12 vikum meðgöngu er lokið. Í ágúst voru tólf prósent sextán ára og eldri óbólusett á Íslandi. Meirihluti, eða 60,4 prósent, var með erlent ríkisfang. Þegar litið er á íbúa með erlent ríkisfang í heild voru 48 prósent þeirra óbólusett í ágúst. Ísland er í 18. sæti á heimsvísu í bólusetningarhlutfalli með tæplega 80% fullbólusettra. Óbólusettir eru þó í meirihluta af inniliggjandi sjúklingum á Landspítala 13 af 22, tæp 60%. Agnieszka Sokolowska, þjónustufulltrúi hjá Reykjavíkurborg, fædd í Póllandi en búsett hér á landi í fjórtán ár, ræddi þennan vanda við fréttastofu í liðinni viku. Hún kvaðst hafa tekið eftir ótta við bólusetningar meðal samlanda sinna, þó að hún gæti að sjálfsögðu ekki talað fyrir hönd allra. Hreyfing bólusetningarandstæðinga væri mjög sterk í Póllandi. „Og þetta hefur áhrif. Pólverjar hér á Íslandi eru oft að fylgjast með fréttunum frá heimalandi sínu, ekki sérstaklega íslenskum fréttum. Og það er bara áhyggjur um óöryggi bóluefnisins eða aukaverkanir,“ sagði Agnieszka og bætti við að upplifun sumra í fyrstu bylgju hafi verið á þá leið að Íslendingar ættu frekar tilkall til bóluefnis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Landspítalinn Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Sagt var frá því í gær að barn hafi verið tekið með keisaraskurði á Landspítala í mánuðinum vegna Covid-veikinda móðurinnar. Móðirin hafði ekki klárað fulla meðgöngu, heldur þurftu læknar að grípa til þessa ráðs svo að hún gæti lagst á grúfu til að ná betri öndun. Öðruvísi var það ekki hægt enda konan gengin svo langt á leið. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er konan pólsk og hafði ekki fengið bólusetningu við Covid-19. Landlæknir mælir með bólusetningu barnshafandi kvenna eftir að fyrstu 12 vikum meðgöngu er lokið. Í ágúst voru tólf prósent sextán ára og eldri óbólusett á Íslandi. Meirihluti, eða 60,4 prósent, var með erlent ríkisfang. Þegar litið er á íbúa með erlent ríkisfang í heild voru 48 prósent þeirra óbólusett í ágúst. Ísland er í 18. sæti á heimsvísu í bólusetningarhlutfalli með tæplega 80% fullbólusettra. Óbólusettir eru þó í meirihluta af inniliggjandi sjúklingum á Landspítala 13 af 22, tæp 60%. Agnieszka Sokolowska, þjónustufulltrúi hjá Reykjavíkurborg, fædd í Póllandi en búsett hér á landi í fjórtán ár, ræddi þennan vanda við fréttastofu í liðinni viku. Hún kvaðst hafa tekið eftir ótta við bólusetningar meðal samlanda sinna, þó að hún gæti að sjálfsögðu ekki talað fyrir hönd allra. Hreyfing bólusetningarandstæðinga væri mjög sterk í Póllandi. „Og þetta hefur áhrif. Pólverjar hér á Íslandi eru oft að fylgjast með fréttunum frá heimalandi sínu, ekki sérstaklega íslenskum fréttum. Og það er bara áhyggjur um óöryggi bóluefnisins eða aukaverkanir,“ sagði Agnieszka og bætti við að upplifun sumra í fyrstu bylgju hafi verið á þá leið að Íslendingar ættu frekar tilkall til bóluefnis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Landspítalinn Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira