Arnar Daði: Er ekki vanur að hrósa andstæðingnum Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 21. nóvember 2021 20:10 Tveir sigrar í röð hjá Gróttunni. Stöð 2/Skjáskot Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, var að vonum sáttur með sitt lið er þeir sigruðu sinn annan leik í röð á tímabilinu gegn Víking á útivelli sem leikinn var fyrr í kvöld. Staðan var jöfn í hálfleik en í síðari hálfleik varð leikurinn kaflaskiptari sem endaði þó með fjögurra sigri marka sigri Seltirninga. Lokatölur í Víkinni, 26-22. „Þetta venst ágætlega. Þetta var gríðarlega erfiður leikur og Víkingarnir eiga hrós skilið fyrir sína spilamennsku. Ég er nú ekki vanur að hrósa andstæðingnum en við þurftum heldur betur að hafa fyrir þessu í dag.“ Sagði Arnar Daði strax að leik loknum. „Það er eiginlega ekki fyrr en um miðbik seinni hálfleiks sem þeir komast tveimur mörkum yfir að við förum að ná að snúa þessu aðeins okkur í vil. Við tökum þarna 5-1 vörn, við neyðumst eiginlega til þess að gera það. Stundum er bara allt í lagi að neyðast í eitthvað sem við erum ekki búnir að vera að æfa mikið. Lúðvík stóð sig vel fyrir framan og svo var Einar Baldvin frábær í markinu með nánast 50% markvörslu.“ „Þegar við erum komnir einhverjum fjórum mörkum yfir í fyrri hálfleik þá var eins og við værum komnir í einhvern þægindarramma, ég get ekki sagt að við höfum slakað á, en við tókum einhverjar óagaðar ákvarðanir sóknarlega og förum svolítið út úr okkar concepti. Hamza fer á eld þarna og skorar þrjú mörk á stuttum tíma, þá kólnum við aðeins niður.“ „Það var virkilegur karakter í strákunum. Við lendum tveimur mörkum undir í síðari hálfleik og snúum því við með 5-0 kafla. Það er þvílíkur karakter í þessu liði og það er eiginlega bara það sem ég tek út úr þessum leik. Þeir gefast aldrei upp. Þetta var virkilega erfitt eins og ég sagði áðan. Miklu erfiðari leikur heldur en síðasti sigur á móti Stjörnunni. Þetta var erfiður leikur.“ „Lykillinn að sigrinum var að Einar Baldvin var frábær í markinu. Svo var það virkilega agaður sóknarleikur þegar við spiluðum góða sókn. Byrjuð fínt sóknarlega í fyrri hálfleik og síðasta korterið líka. Þá vorum við að spila eftir því sem beðið var um að gera, þá opnaðist þetta. Á sama kafla í fyrri hálfleik vorum við líka að gera það en vorum ekki að nýta opnunina. Þegar þetta fór að detta inn í lokin þá sá maður þetta geisla af strákunum.“ „Við erum að spila núna sjö leiki á 26 dögum. HSÍ vill að við förum að spila átta leiki á 26 dögum en ég ætla að vona að menn fari á engjaveginn að skoða aðeins um hag fyrir leikmönnum, þjálfara og félaganna. Þannig ég ætla að vona að þetta verði bara sjö leikir. Strax á fimmtudaginn spilum við frestaðan leik á móti Selfoss og svo eigum við ÍBV á sunnudaginn og ég er í raun ekki kominn lengra en það. En það er erfið vika framundan og það er gott að fara með sigur inn í hana.“ Olís-deild karla Grótta Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Grótta 22-26 | Víkingar enn stigalausir Gróttumenn gerðu góða ferð í Víkina í Olís deildinni í handbolta í kvöld. 21. nóvember 2021 20:36 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Sport Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Sjá meira
Staðan var jöfn í hálfleik en í síðari hálfleik varð leikurinn kaflaskiptari sem endaði þó með fjögurra sigri marka sigri Seltirninga. Lokatölur í Víkinni, 26-22. „Þetta venst ágætlega. Þetta var gríðarlega erfiður leikur og Víkingarnir eiga hrós skilið fyrir sína spilamennsku. Ég er nú ekki vanur að hrósa andstæðingnum en við þurftum heldur betur að hafa fyrir þessu í dag.“ Sagði Arnar Daði strax að leik loknum. „Það er eiginlega ekki fyrr en um miðbik seinni hálfleiks sem þeir komast tveimur mörkum yfir að við förum að ná að snúa þessu aðeins okkur í vil. Við tökum þarna 5-1 vörn, við neyðumst eiginlega til þess að gera það. Stundum er bara allt í lagi að neyðast í eitthvað sem við erum ekki búnir að vera að æfa mikið. Lúðvík stóð sig vel fyrir framan og svo var Einar Baldvin frábær í markinu með nánast 50% markvörslu.“ „Þegar við erum komnir einhverjum fjórum mörkum yfir í fyrri hálfleik þá var eins og við værum komnir í einhvern þægindarramma, ég get ekki sagt að við höfum slakað á, en við tókum einhverjar óagaðar ákvarðanir sóknarlega og förum svolítið út úr okkar concepti. Hamza fer á eld þarna og skorar þrjú mörk á stuttum tíma, þá kólnum við aðeins niður.“ „Það var virkilegur karakter í strákunum. Við lendum tveimur mörkum undir í síðari hálfleik og snúum því við með 5-0 kafla. Það er þvílíkur karakter í þessu liði og það er eiginlega bara það sem ég tek út úr þessum leik. Þeir gefast aldrei upp. Þetta var virkilega erfitt eins og ég sagði áðan. Miklu erfiðari leikur heldur en síðasti sigur á móti Stjörnunni. Þetta var erfiður leikur.“ „Lykillinn að sigrinum var að Einar Baldvin var frábær í markinu. Svo var það virkilega agaður sóknarleikur þegar við spiluðum góða sókn. Byrjuð fínt sóknarlega í fyrri hálfleik og síðasta korterið líka. Þá vorum við að spila eftir því sem beðið var um að gera, þá opnaðist þetta. Á sama kafla í fyrri hálfleik vorum við líka að gera það en vorum ekki að nýta opnunina. Þegar þetta fór að detta inn í lokin þá sá maður þetta geisla af strákunum.“ „Við erum að spila núna sjö leiki á 26 dögum. HSÍ vill að við förum að spila átta leiki á 26 dögum en ég ætla að vona að menn fari á engjaveginn að skoða aðeins um hag fyrir leikmönnum, þjálfara og félaganna. Þannig ég ætla að vona að þetta verði bara sjö leikir. Strax á fimmtudaginn spilum við frestaðan leik á móti Selfoss og svo eigum við ÍBV á sunnudaginn og ég er í raun ekki kominn lengra en það. En það er erfið vika framundan og það er gott að fara með sigur inn í hana.“
Olís-deild karla Grótta Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Grótta 22-26 | Víkingar enn stigalausir Gróttumenn gerðu góða ferð í Víkina í Olís deildinni í handbolta í kvöld. 21. nóvember 2021 20:36 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Sport Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Grótta 22-26 | Víkingar enn stigalausir Gróttumenn gerðu góða ferð í Víkina í Olís deildinni í handbolta í kvöld. 21. nóvember 2021 20:36