Skemmdarverk í Krónunni á Selfossi Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 21. nóvember 2021 12:42 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Verslunarstjóri Krónunnar á Selfossi tilkynnti að verslunin hyggist hætta að gefa vörur vegna skemmdarverka. Verslunin hafði gefið vörur sem komnar höfðu verið fram yfir „best fyrirׅ“ dagsetninguna. Verslunarstjórinn birtir tilkynninguna í Facebook-hópnum „Íbúar á Selfossi,“ en þar segir hann að matvörur, og annað sem komið hafi verið fram yfir söludag, hafi ítrekað verið notað til skemmdarverka í húsinu. Hann nefnir tannkrem sem dæmi, en því var klínt á veggi og glugga í húsi Krónunnar. Þá var hnetum var dreift yfir rúllustiga og glerkrukkum með matvælum var grýtt í veggi bílakjallarans. Matthías Ingi segir í samtali við fréttastofu að málið sé auðvitað leiðinlegt og telur líklegt að börn hafi verið að verki. Hann birti færsluna í von um að foreldrar ræði við börnin sín, en tekur þó fram að hann vilji ekki ásaka börn sérstaklega. Þetta hafi auðvitað geta verið hver sem er. Aðalástæðan fyrir birtingunni hafi verið að vekja athygli á málinu. „Þetta er alveg ömurlegt“ „Þetta er alveg ömurlegt. Tannkremið sá maður út um allar koppagrundir hér innanbæjar, í klessu á gangstéttum. Alveg ótrúlegt hversu mikið er til af þessum svörtu sauðum. Veitir ekki af að fræða krakkagríslingana betur því sjaldan er góð vísa of oft kveðin,“ skrifar einn meðlimur hópsins undir færslu verslunarstjórans. Matthías Ingi segir að til standi að gefa matvælin - eða vörurnar - til hjálparsamtaka á næstunni, og áréttar að þetta sé ekkert stórmál. Magnið hafi ekki verið mikið og matvörurnar fara til hjálparstofnana til að byrja með. „Ég vona það að þetta sé eitthvað tímabundið sem er í gangi núna. Það hafa reglulega verið veggjakrot og svona sem hafa komið upp, en þetta er leiðinlegt mál þegar maður er að reyna að nýta nothæfar matvörur og þær eru notaðar í þessum tilgangi. Þessu verður ekki hent, við finnum bara aðrar leiðir,“ segir Matthías. Árborg Verslun Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira
Verslunarstjórinn birtir tilkynninguna í Facebook-hópnum „Íbúar á Selfossi,“ en þar segir hann að matvörur, og annað sem komið hafi verið fram yfir söludag, hafi ítrekað verið notað til skemmdarverka í húsinu. Hann nefnir tannkrem sem dæmi, en því var klínt á veggi og glugga í húsi Krónunnar. Þá var hnetum var dreift yfir rúllustiga og glerkrukkum með matvælum var grýtt í veggi bílakjallarans. Matthías Ingi segir í samtali við fréttastofu að málið sé auðvitað leiðinlegt og telur líklegt að börn hafi verið að verki. Hann birti færsluna í von um að foreldrar ræði við börnin sín, en tekur þó fram að hann vilji ekki ásaka börn sérstaklega. Þetta hafi auðvitað geta verið hver sem er. Aðalástæðan fyrir birtingunni hafi verið að vekja athygli á málinu. „Þetta er alveg ömurlegt“ „Þetta er alveg ömurlegt. Tannkremið sá maður út um allar koppagrundir hér innanbæjar, í klessu á gangstéttum. Alveg ótrúlegt hversu mikið er til af þessum svörtu sauðum. Veitir ekki af að fræða krakkagríslingana betur því sjaldan er góð vísa of oft kveðin,“ skrifar einn meðlimur hópsins undir færslu verslunarstjórans. Matthías Ingi segir að til standi að gefa matvælin - eða vörurnar - til hjálparsamtaka á næstunni, og áréttar að þetta sé ekkert stórmál. Magnið hafi ekki verið mikið og matvörurnar fara til hjálparstofnana til að byrja með. „Ég vona það að þetta sé eitthvað tímabundið sem er í gangi núna. Það hafa reglulega verið veggjakrot og svona sem hafa komið upp, en þetta er leiðinlegt mál þegar maður er að reyna að nýta nothæfar matvörur og þær eru notaðar í þessum tilgangi. Þessu verður ekki hent, við finnum bara aðrar leiðir,“ segir Matthías.
Árborg Verslun Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira