Jólabílabingó Kvenfélags Grímsneshrepps á bílaplani við Borg Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. nóvember 2021 12:15 Ragna Björnsdóttir, formaður Kvenfélags Grímsneshrepps, sem hvetur fólk til að mæta á bílabingóið klukkan tvö á eftir og styrkja þar með gott málefni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kvenfélagskonur í Grímsnesi dóu ekki ráðalausar þegar þær þurftu að aflýsa árlegu jólabingói sínu í félagsheimilinu á Borg vegna hertra sóttvarna. Þær brugðu á það ráð að halda þess í stað Jólabílabingó, sem fer fram á planinu við félagsheimilið á Borg klukkan 14:00 í dag, sunnudag. Um 50 konur eru í Kvenfélagi Grímsneshrepps. Félagið hefur haldið jólabingó til fjölda ára á Borg í félagsheimilinu, sem hefur verið vel sótt en ágóði bingósins hefur alltaf runnið til góðgerðarmála. Nú stóðu konurnar hins vegar frammi fyrir því að aflýsa bingóinu inni vegna 50 manna takmarkana út af Covid en þá datt þeim það snjallræði í huga að halda bara jólabílabingó á planinu við Borg, sem fer fram í dag klukkan tvö. Þá eru fjölskyldurnar bara sér í sínum bílum og bingóið verður í beinni útsendingu í gegnum Facebook. „Þannig að fólkið situr út í bíl og spilar á spjöldin sín, sem við erum búin að selja til þeirra en við hefjum sölu á eftir klukkan 13:30 á spjöldum. Bingóstjórar verða inni og draga og svo streymum við þessu á Facebook síðu kvenfélagsins. Framtakið hefur vakið mikla athygli en eitthvað urðum við að gera, verðum að hugsa í lausnum þegar ástandið er eins og það er núna,“ segir Ragna. Jólabílabingóið verður spilað í bílum á planinu við félagsheimilið á Borg í Grímsnesi klukkan 14:00 í dag.Aðsend Ragna segir að vinningarnir verði glæsilegir og hún reiknar með góðri þátttöku í bingóinu og góðri stemmingu. En hvað gerir fólk ef það fær bingó í bílnum sínum? „Þá bara flautar það og við stökkvum út og athugum hvort að það er með allar tölur réttar og komum með vinning handa því,“ segir Ragna. Ragna segir að það sé mikil áskorun að stjórna kvenfélagi á tímum Covid en allt hafist það þó með jákvæðu hugarfari. „Þetta eru bara svo frábærar konur í Kvenfélaginu í Grímsneshreppi að þær hugsa bara í lausnum, þannig að við finnum bara leiðir.“ Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Sjá meira
Um 50 konur eru í Kvenfélagi Grímsneshrepps. Félagið hefur haldið jólabingó til fjölda ára á Borg í félagsheimilinu, sem hefur verið vel sótt en ágóði bingósins hefur alltaf runnið til góðgerðarmála. Nú stóðu konurnar hins vegar frammi fyrir því að aflýsa bingóinu inni vegna 50 manna takmarkana út af Covid en þá datt þeim það snjallræði í huga að halda bara jólabílabingó á planinu við Borg, sem fer fram í dag klukkan tvö. Þá eru fjölskyldurnar bara sér í sínum bílum og bingóið verður í beinni útsendingu í gegnum Facebook. „Þannig að fólkið situr út í bíl og spilar á spjöldin sín, sem við erum búin að selja til þeirra en við hefjum sölu á eftir klukkan 13:30 á spjöldum. Bingóstjórar verða inni og draga og svo streymum við þessu á Facebook síðu kvenfélagsins. Framtakið hefur vakið mikla athygli en eitthvað urðum við að gera, verðum að hugsa í lausnum þegar ástandið er eins og það er núna,“ segir Ragna. Jólabílabingóið verður spilað í bílum á planinu við félagsheimilið á Borg í Grímsnesi klukkan 14:00 í dag.Aðsend Ragna segir að vinningarnir verði glæsilegir og hún reiknar með góðri þátttöku í bingóinu og góðri stemmingu. En hvað gerir fólk ef það fær bingó í bílnum sínum? „Þá bara flautar það og við stökkvum út og athugum hvort að það er með allar tölur réttar og komum með vinning handa því,“ segir Ragna. Ragna segir að það sé mikil áskorun að stjórna kvenfélagi á tímum Covid en allt hafist það þó með jákvæðu hugarfari. „Þetta eru bara svo frábærar konur í Kvenfélaginu í Grímsneshreppi að þær hugsa bara í lausnum, þannig að við finnum bara leiðir.“
Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Sjá meira