Jólabílabingó Kvenfélags Grímsneshrepps á bílaplani við Borg Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. nóvember 2021 12:15 Ragna Björnsdóttir, formaður Kvenfélags Grímsneshrepps, sem hvetur fólk til að mæta á bílabingóið klukkan tvö á eftir og styrkja þar með gott málefni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kvenfélagskonur í Grímsnesi dóu ekki ráðalausar þegar þær þurftu að aflýsa árlegu jólabingói sínu í félagsheimilinu á Borg vegna hertra sóttvarna. Þær brugðu á það ráð að halda þess í stað Jólabílabingó, sem fer fram á planinu við félagsheimilið á Borg klukkan 14:00 í dag, sunnudag. Um 50 konur eru í Kvenfélagi Grímsneshrepps. Félagið hefur haldið jólabingó til fjölda ára á Borg í félagsheimilinu, sem hefur verið vel sótt en ágóði bingósins hefur alltaf runnið til góðgerðarmála. Nú stóðu konurnar hins vegar frammi fyrir því að aflýsa bingóinu inni vegna 50 manna takmarkana út af Covid en þá datt þeim það snjallræði í huga að halda bara jólabílabingó á planinu við Borg, sem fer fram í dag klukkan tvö. Þá eru fjölskyldurnar bara sér í sínum bílum og bingóið verður í beinni útsendingu í gegnum Facebook. „Þannig að fólkið situr út í bíl og spilar á spjöldin sín, sem við erum búin að selja til þeirra en við hefjum sölu á eftir klukkan 13:30 á spjöldum. Bingóstjórar verða inni og draga og svo streymum við þessu á Facebook síðu kvenfélagsins. Framtakið hefur vakið mikla athygli en eitthvað urðum við að gera, verðum að hugsa í lausnum þegar ástandið er eins og það er núna,“ segir Ragna. Jólabílabingóið verður spilað í bílum á planinu við félagsheimilið á Borg í Grímsnesi klukkan 14:00 í dag.Aðsend Ragna segir að vinningarnir verði glæsilegir og hún reiknar með góðri þátttöku í bingóinu og góðri stemmingu. En hvað gerir fólk ef það fær bingó í bílnum sínum? „Þá bara flautar það og við stökkvum út og athugum hvort að það er með allar tölur réttar og komum með vinning handa því,“ segir Ragna. Ragna segir að það sé mikil áskorun að stjórna kvenfélagi á tímum Covid en allt hafist það þó með jákvæðu hugarfari. „Þetta eru bara svo frábærar konur í Kvenfélaginu í Grímsneshreppi að þær hugsa bara í lausnum, þannig að við finnum bara leiðir.“ Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Um 50 konur eru í Kvenfélagi Grímsneshrepps. Félagið hefur haldið jólabingó til fjölda ára á Borg í félagsheimilinu, sem hefur verið vel sótt en ágóði bingósins hefur alltaf runnið til góðgerðarmála. Nú stóðu konurnar hins vegar frammi fyrir því að aflýsa bingóinu inni vegna 50 manna takmarkana út af Covid en þá datt þeim það snjallræði í huga að halda bara jólabílabingó á planinu við Borg, sem fer fram í dag klukkan tvö. Þá eru fjölskyldurnar bara sér í sínum bílum og bingóið verður í beinni útsendingu í gegnum Facebook. „Þannig að fólkið situr út í bíl og spilar á spjöldin sín, sem við erum búin að selja til þeirra en við hefjum sölu á eftir klukkan 13:30 á spjöldum. Bingóstjórar verða inni og draga og svo streymum við þessu á Facebook síðu kvenfélagsins. Framtakið hefur vakið mikla athygli en eitthvað urðum við að gera, verðum að hugsa í lausnum þegar ástandið er eins og það er núna,“ segir Ragna. Jólabílabingóið verður spilað í bílum á planinu við félagsheimilið á Borg í Grímsnesi klukkan 14:00 í dag.Aðsend Ragna segir að vinningarnir verði glæsilegir og hún reiknar með góðri þátttöku í bingóinu og góðri stemmingu. En hvað gerir fólk ef það fær bingó í bílnum sínum? „Þá bara flautar það og við stökkvum út og athugum hvort að það er með allar tölur réttar og komum með vinning handa því,“ segir Ragna. Ragna segir að það sé mikil áskorun að stjórna kvenfélagi á tímum Covid en allt hafist það þó með jákvæðu hugarfari. „Þetta eru bara svo frábærar konur í Kvenfélaginu í Grímsneshreppi að þær hugsa bara í lausnum, þannig að við finnum bara leiðir.“
Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira