Sport

Fallon Sherrock úr leik

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
2CA7A9EC64409CF12A54B435B602BBB5C7047A3C191EFABA52927FD43A262082_713x0
Getty/Gregor Fischer

Fallon Sherrock er fallin úr leik á Grand Slam of Darts mótinu sem fram fer í Wolverhampton á Englandi þessa dagana. Hún er fyrsta konan sem kemst alla leið í átta manna úrslit.

Sherrock tapaði í gær fyrir Scot Wright, 16-13, komst yfir í viðureigninni en Wright reyndist sterkari þegar að leið á keppnina. Wright vann einnig sigur á Sherrock í riðlakeppninni svo hann kom inn í einvígið  fullur sjálfstrausts.

Sherrock setti heilt hlaðborð af metum á mótinu. Hún er fyrsta konan til þess að komast áfra upp úr riðlinum á stórmóti í pílu, fyrsta konan til þess að komast í átta manna úrslitin og engin kona hefur verið með jafn hátt meðalskor í einum leik eins og hún þegar hún sigraði Mike De Decker, en þá skoraði hún að meðaltali 101.55.

Wright mætir Michael Smith í undanúrslitunum en Smith bar sigurorð af Michael Van Gerwen í átta manna úrslitunum í gær. Hin undanúrslitaviðureignin er á milli Gerwyn Price og James Wade.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×