Sauðfjárbændur gleðjast yfir Hrútaskránni – „Jólabókin í ár“ segir formaðurinn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. nóvember 2021 13:16 Úrval af íslenskum hrútum eru kynntir í nýju Hrútaskránni. Aðsend Sauðfjárbændur landsins ráða sér vart yfir kæti þessa dagana því Hrútaskráin er komin út. Í skránni er yfirlit yfir bestu kynbótahrúta landsins á Sauðfjársæðingarstöðvunum á Vesturlandi og Suðurlandi. „Jólabókin í ár“, segir formaður Félags sauðfjárbænda. Magnús Hlynur Hreiðarsson segir frá. Það er alltaf mikil tilhlökkun hjá sauðfjárbændum þegar hrútaskráin kemur út áður en fengitíminn hefst í desember. Skráin er nú komin út á netinu en prentuð útgáfa kemur út eftir nokkra daga. Ritstjóri Hrútaskrárinnar er Guðmundur Jóhannesson hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins. Formaður Félags sauðfjárbænda, Guðfinna Harpa Árnadóttir, segir alltaf mikinn spenning hjá sauðfjárbændum yfir skránni og sjá þá kynbótahrúta, sem kynntir eru til sögunnar. „Þessi tímapunktur þegar Hrútaskráin kemur út er einn af þessum hátíðisdögum hjá sauðfjárbændum. Í Hrútaskránni eru upplýsingar um bestu kynbótagripi landsins á hverjum tíma og núna geta menn farið að leggjast yfir tölur, myndir, ættir og velja sér þá hrúta, sem þeir reikni með að skili bestum árangri á sínum búum,“ segir Guðfinna Harpa. Guðfinna Harpa Árnadóttir, formaður Félags sauðfjárbænda og sauðfjárbóndi á bænum Straumi í Hróarstungu.Aðsend Hún er ánægð með góðan árangur ræktunarstarfsins. „Já, þessar almennu sæðingar og þetta kynbótastarf, sem við höfum verið að vinna núna eftir í nokkra áratugi er búið að skila svakalegum miklum árangri, þannig að það er mjög ánægjulegt að Hrútaskráin sé komin með mjög miklu úrvali af góðum hrútum myndi ég segja.“ Er þetta jólabókin í ár hjá sauðfjárbændum? „Auðvitað, öll árin, við bíðum bara eftir Hrútaskránni og þá mega jólin koma,“ segir Guðfinna og hlær. Hér má sjá nýju Hrútaskrána Hrútaskráin er nú komin út á netinu. Útgáfan er í höndum sauðfjársæðingarstöðvanna og ritstjóri er Guðmundur Jóhannesson.Halla Eygló Sveinsdóttir Múlaþing Landbúnaður Jól Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Það er alltaf mikil tilhlökkun hjá sauðfjárbændum þegar hrútaskráin kemur út áður en fengitíminn hefst í desember. Skráin er nú komin út á netinu en prentuð útgáfa kemur út eftir nokkra daga. Ritstjóri Hrútaskrárinnar er Guðmundur Jóhannesson hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins. Formaður Félags sauðfjárbænda, Guðfinna Harpa Árnadóttir, segir alltaf mikinn spenning hjá sauðfjárbændum yfir skránni og sjá þá kynbótahrúta, sem kynntir eru til sögunnar. „Þessi tímapunktur þegar Hrútaskráin kemur út er einn af þessum hátíðisdögum hjá sauðfjárbændum. Í Hrútaskránni eru upplýsingar um bestu kynbótagripi landsins á hverjum tíma og núna geta menn farið að leggjast yfir tölur, myndir, ættir og velja sér þá hrúta, sem þeir reikni með að skili bestum árangri á sínum búum,“ segir Guðfinna Harpa. Guðfinna Harpa Árnadóttir, formaður Félags sauðfjárbænda og sauðfjárbóndi á bænum Straumi í Hróarstungu.Aðsend Hún er ánægð með góðan árangur ræktunarstarfsins. „Já, þessar almennu sæðingar og þetta kynbótastarf, sem við höfum verið að vinna núna eftir í nokkra áratugi er búið að skila svakalegum miklum árangri, þannig að það er mjög ánægjulegt að Hrútaskráin sé komin með mjög miklu úrvali af góðum hrútum myndi ég segja.“ Er þetta jólabókin í ár hjá sauðfjárbændum? „Auðvitað, öll árin, við bíðum bara eftir Hrútaskránni og þá mega jólin koma,“ segir Guðfinna og hlær. Hér má sjá nýju Hrútaskrána Hrútaskráin er nú komin út á netinu. Útgáfan er í höndum sauðfjársæðingarstöðvanna og ritstjóri er Guðmundur Jóhannesson.Halla Eygló Sveinsdóttir
Múlaþing Landbúnaður Jól Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira