Reikna með að stórbæta aðsóknarmetið næsta sumar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. nóvember 2021 08:01 Íslensku stelpurnar verða meðal keppenda á EM 2022. Vísir/Hulda Margrét Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, reiknar með að aðsóknarmet á Evrópumót kvenna falli næsta sumar. Mikil eftirsókn er í miða á mótið og nú þegar búið að selja tugi þúsunda miða. Evrópumót kvenna í knattspyrnu fer fram í Englandi næsta sumar. Mikið hefur verið rætt og ritað um leikvanga mótsins en Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, hefur til að mynda sagt að leikvangurinn þar sem liðið leikur fyrstu tvo leiki sína á mótinu sé einfaldlega of lítill. Svo virðist sem Þorsteinn hafi eitthvað til síns máls en á vef UEFA kemur fram að sambandið reikni með því að aðsóknarmetið verði slegið og gott betur en það. Nú þegar hafa 162 þúsund miðar selst og þá hafa verið lagðar inn beiðnir um 268 þúsund miða til viðbótar. Koma beiðnirnar frá 118 löndum um heim allan. More than 268,000 ticket requests during the ballot window. Applications from fans in 118 countries. Wembley final oversubscribed by six times.#WEURO2022 is going to be huge! pic.twitter.com/OjhL6GdHQY— UEFA (@UEFA) November 19, 2021 Núverandi aðsóknarmet var sett á síðasta Evrópumóti, sem fram fór í Hollandi. Alls mættu þar 240 þúsund manns á leiki mótsins. Fór það svo að heimakonur stóðu uppi sem sigurvegari. Ef UEFA verður við beiðnum fólks um miða er ljóst að aðsóknarmetið er fallið og rúmlega það. Sambandið stefnir á að selja allt að 700 þúsund miða og miðað við eftirsókn ættu þeir að rjúka út. Ísland er eitt af þeim 16 liðum sem tekur þátt á EM í Englandi sumarið 2022. Ísland er í D-riðli er með Frakklandi, Ítalíu og Belgíu. Leikir Íslands fara fram á Manchester City Academy-vellinum í Manchester og New York-vellinum í Rotherham. Fótbolti EM 2021 í Englandi Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Sjá meira
Evrópumót kvenna í knattspyrnu fer fram í Englandi næsta sumar. Mikið hefur verið rætt og ritað um leikvanga mótsins en Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, hefur til að mynda sagt að leikvangurinn þar sem liðið leikur fyrstu tvo leiki sína á mótinu sé einfaldlega of lítill. Svo virðist sem Þorsteinn hafi eitthvað til síns máls en á vef UEFA kemur fram að sambandið reikni með því að aðsóknarmetið verði slegið og gott betur en það. Nú þegar hafa 162 þúsund miðar selst og þá hafa verið lagðar inn beiðnir um 268 þúsund miða til viðbótar. Koma beiðnirnar frá 118 löndum um heim allan. More than 268,000 ticket requests during the ballot window. Applications from fans in 118 countries. Wembley final oversubscribed by six times.#WEURO2022 is going to be huge! pic.twitter.com/OjhL6GdHQY— UEFA (@UEFA) November 19, 2021 Núverandi aðsóknarmet var sett á síðasta Evrópumóti, sem fram fór í Hollandi. Alls mættu þar 240 þúsund manns á leiki mótsins. Fór það svo að heimakonur stóðu uppi sem sigurvegari. Ef UEFA verður við beiðnum fólks um miða er ljóst að aðsóknarmetið er fallið og rúmlega það. Sambandið stefnir á að selja allt að 700 þúsund miða og miðað við eftirsókn ættu þeir að rjúka út. Ísland er eitt af þeim 16 liðum sem tekur þátt á EM í Englandi sumarið 2022. Ísland er í D-riðli er með Frakklandi, Ítalíu og Belgíu. Leikir Íslands fara fram á Manchester City Academy-vellinum í Manchester og New York-vellinum í Rotherham.
Fótbolti EM 2021 í Englandi Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Sjá meira