Umfjöllun: ÍBV - Panorama 29-24 | Eyjastúlkur í 16-liða úrslit Einar Kárason skrifar 20. nóvember 2021 12:16 Sunna Jónsdóttir, fyrirliði ÍBV. Vísir/Vilhelm ÍBV tryggði sig í 16-liða úrslit Evrópubikars kvenna í handbolta með fimm marka sigri á AEP Panorama frá Grikklandi. Eftir sannfærandi sex marka sigur í fyrri leik liðanna sem fram fór í gærkvöld voru Eyjastúlkur í góðri stöðu fyrir leik dagsins. Gestirnir grísku voru hinsvegar í stuði í upphafi leiks og þegar um tíu mínútur voru liðnar af leiknum höfðu þær þriggja marka forskot, 3-6, og voru skrefi á undan Eyjaliðinu lengi vel í fyrri hálfleik. Heimaliðið náði þó að jafna leikinn þegar líða tók á og skoruðu svo þrjú mörk á jafn mörgum mínútum án þess að fá á sig mark áður en flautað var til hálfleiks. Þegar til búningsherbergja var gengið var staðan 15-11 og ljóst að mikið þyrfti að ganga á til að ÍBV færi ekki áfram úr einvíginu. Panorama byrjaði síðari hálfleikinn vel og minnkaði gestaliðið muninn í eitt mark á fimm mínútum en nær komust þær ekki þar sem ÍBV skoraði næstu fjögur mörk leiksins. Eftir það var sigurinn í raun aldrei í hættu en Eyjastúlkur náðu upp átta marka forskoti í tvígang þegar stutt var eftir af leiknum. Það verður ekkert tekið af grísku stelpunum sem börðust eins og ljón frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu en getumunurinn var greinilegur á liðunum. Svo fór að leikar enduðu með fimm marka sigri ÍBV, 29-24, samtals ellefu marka sigri úr einvíginu. Af hverju vann ÍBV? Leikmannahópur ÍBV er afar þunnur þessa dagana vegna meiðsla lykilmanna en þeir leikmenn sem komu stóðu sig vel. Einstaklingsgæðin innan hópsins voru meiri en hjá Panorama og þrátt fyrir að hafa verið lengi í gang var sigurinn ekki í neinni hættu. Hverjar stóðu upp úr? Marija Jovanovic var atkvæðamest í liði ÍBV með átta mörk en henni næst kom Harpa Valey Gylfadóttir með sex en Harpa skoraði samtals fjórtán mörk í þessu einvígi. Erika Zeneli var markahæst á vellinum í dag en hún skoraði níu mörk fyrir Grikkina, sex mörkum meira en þær sem næstar henni voru. Soumela Koutsimani átti fínan leik í markinu en hún varði fjórtán bolta. Hvað gekk illa? Erfitt að taka eitthvað neikvætt úr þessum leik en eflaust vill þjálfarateymi ÍBV fækka töpuðum boltum og klaufalegum mistök í sóknarleik sínum. Hvað gerist næst? ÍBV er komið í 16-liða úrslit í Evrópu en næsti leikur þeirra í Olís deildinni er úti gegn Aftureldingu þann 4.desember. Handbolti ÍBV
ÍBV tryggði sig í 16-liða úrslit Evrópubikars kvenna í handbolta með fimm marka sigri á AEP Panorama frá Grikklandi. Eftir sannfærandi sex marka sigur í fyrri leik liðanna sem fram fór í gærkvöld voru Eyjastúlkur í góðri stöðu fyrir leik dagsins. Gestirnir grísku voru hinsvegar í stuði í upphafi leiks og þegar um tíu mínútur voru liðnar af leiknum höfðu þær þriggja marka forskot, 3-6, og voru skrefi á undan Eyjaliðinu lengi vel í fyrri hálfleik. Heimaliðið náði þó að jafna leikinn þegar líða tók á og skoruðu svo þrjú mörk á jafn mörgum mínútum án þess að fá á sig mark áður en flautað var til hálfleiks. Þegar til búningsherbergja var gengið var staðan 15-11 og ljóst að mikið þyrfti að ganga á til að ÍBV færi ekki áfram úr einvíginu. Panorama byrjaði síðari hálfleikinn vel og minnkaði gestaliðið muninn í eitt mark á fimm mínútum en nær komust þær ekki þar sem ÍBV skoraði næstu fjögur mörk leiksins. Eftir það var sigurinn í raun aldrei í hættu en Eyjastúlkur náðu upp átta marka forskoti í tvígang þegar stutt var eftir af leiknum. Það verður ekkert tekið af grísku stelpunum sem börðust eins og ljón frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu en getumunurinn var greinilegur á liðunum. Svo fór að leikar enduðu með fimm marka sigri ÍBV, 29-24, samtals ellefu marka sigri úr einvíginu. Af hverju vann ÍBV? Leikmannahópur ÍBV er afar þunnur þessa dagana vegna meiðsla lykilmanna en þeir leikmenn sem komu stóðu sig vel. Einstaklingsgæðin innan hópsins voru meiri en hjá Panorama og þrátt fyrir að hafa verið lengi í gang var sigurinn ekki í neinni hættu. Hverjar stóðu upp úr? Marija Jovanovic var atkvæðamest í liði ÍBV með átta mörk en henni næst kom Harpa Valey Gylfadóttir með sex en Harpa skoraði samtals fjórtán mörk í þessu einvígi. Erika Zeneli var markahæst á vellinum í dag en hún skoraði níu mörk fyrir Grikkina, sex mörkum meira en þær sem næstar henni voru. Soumela Koutsimani átti fínan leik í markinu en hún varði fjórtán bolta. Hvað gekk illa? Erfitt að taka eitthvað neikvætt úr þessum leik en eflaust vill þjálfarateymi ÍBV fækka töpuðum boltum og klaufalegum mistök í sóknarleik sínum. Hvað gerist næst? ÍBV er komið í 16-liða úrslit í Evrópu en næsti leikur þeirra í Olís deildinni er úti gegn Aftureldingu þann 4.desember.