Umfjöllun: Panorama - ÍBV 20-26 | Eyjakonur í góðum málum Einar Kárason skrifar 19. nóvember 2021 20:15 Harpa Valey var markahæst í kvöld. Vísir/Vilhelm ÍBV vann góðan sex marka sigur á Panorama frá Grikklandi í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópubikars kvenna í kvöld, lokatölur 26-20 ÍBV í vil. Fátt en kátt var í höllinni þegar flautað var til leiks og voru fyrstu tíu mínútur leiksins jafnar þar sem liðin skiptust á að skora. Eyjastúlkur náðu þriggja marka forystu um miðbik hálfleiksins en gestirnir grísku, sem voru þó heimaliðið í kvöld, svöruðu góðum kafla ÍBV með því að loka fyrir í vörn og jafna leikinn. Eftir slæman kafla þar sem Eyjaliðinu tókst ekki að skora mark í tæpar tíu mínútur tók ÍBV leikhlé. Eftir leikhlé skoruðu þær hinsvegar sjö mörk gegn einu og fór þá getumunurinn milli liðanna að skína í gegn. Þegar hálfleiksbjallan lét í sér heyra var staðan 15-9, ÍBV í vil. Panorama skoraði fyrsta mark síðari hálfleiksins en yfirburðir ÍBV voru greinilegir. Eftir tíu mínútna leik í síðari hálfleik var staðan 11-22 og virtist allt stefna í stórsigur íslenska liðsins. Þegar líða tók á síðari hálfleikinn virtist værukærð gera vart við sig í liði Eyjastúlkna og fóru ófáar sóknirnar í súginn með slökum sendingum og kæruleysi í sókninni. Það gerði gríska leiðinu kleift að saxa á forskot ÍBV en sigur Eyjaliðsins var þó aldrei í hættu. Þrátt fyrir að ÍBV hafi ekki skorað mark síðustu tíu mínútur leiksins urðu lokatölur leiks 20-26 og gestalið dagsins í dag í vænlegri stöðu fyrir heimaleikinn sem fer fram á morgun. Af hverju vann ÍBV? ÍBV gerði út um leikinn í upphafi síðari hálfleiks. Greinilegur getumunur er á þessum tveimur liðum og gaf sex marka sigur í raun ekki rétta mynd á það sem hefði getað orðið. Ef og hefði. Hverjar stóðu upp úr? Sara Dröfn Richardsdóttir kom inn í hægra hornið hjá ÍBV eftir að Lina Cardell fór meidd af velli og nýtti tækifærið heldur betur. Sex mörk úr sex skotum. Harpa Valey Gylfadóttir fór einnig mikinn en hún var markahæst með átta mörk og réð lið Panorama ekkert við hana þegar hún fór á ferðina upp völlinn. Agni Papadopoulou og Lamprini Karaveli voru markahæstar í gríska liðinu en Agni kom sterk inn í síðari hálfleikinn og skoraði fjögur mörk úr fjórum skotum. Hvað gekk illa? Leikurinn í dag var kaflaskiptur og þrátt fyrir frábæra kafla og algjöra yfirburði ÍBV þá eru tveir kaflar í leiknum þar sem liðið skorar ekki mark í um tíu mínútur. Kæruleysislegar sendingar og klaufaskapur varpa örlitlum skugga á góðan sigur. Lið Panorama réð illa við hraðaupphlaupin hjá ÍBV og virtust oft ekkert vita hvað þær ættu að gera sóknarlega. Hvað gerist næst? Bæði lið fá nokkrar klukkustundir til að slaka á og hvíla sig fyrir síðari leik liðanna á morgun. Handbolti ÍBV
ÍBV vann góðan sex marka sigur á Panorama frá Grikklandi í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópubikars kvenna í kvöld, lokatölur 26-20 ÍBV í vil. Fátt en kátt var í höllinni þegar flautað var til leiks og voru fyrstu tíu mínútur leiksins jafnar þar sem liðin skiptust á að skora. Eyjastúlkur náðu þriggja marka forystu um miðbik hálfleiksins en gestirnir grísku, sem voru þó heimaliðið í kvöld, svöruðu góðum kafla ÍBV með því að loka fyrir í vörn og jafna leikinn. Eftir slæman kafla þar sem Eyjaliðinu tókst ekki að skora mark í tæpar tíu mínútur tók ÍBV leikhlé. Eftir leikhlé skoruðu þær hinsvegar sjö mörk gegn einu og fór þá getumunurinn milli liðanna að skína í gegn. Þegar hálfleiksbjallan lét í sér heyra var staðan 15-9, ÍBV í vil. Panorama skoraði fyrsta mark síðari hálfleiksins en yfirburðir ÍBV voru greinilegir. Eftir tíu mínútna leik í síðari hálfleik var staðan 11-22 og virtist allt stefna í stórsigur íslenska liðsins. Þegar líða tók á síðari hálfleikinn virtist værukærð gera vart við sig í liði Eyjastúlkna og fóru ófáar sóknirnar í súginn með slökum sendingum og kæruleysi í sókninni. Það gerði gríska leiðinu kleift að saxa á forskot ÍBV en sigur Eyjaliðsins var þó aldrei í hættu. Þrátt fyrir að ÍBV hafi ekki skorað mark síðustu tíu mínútur leiksins urðu lokatölur leiks 20-26 og gestalið dagsins í dag í vænlegri stöðu fyrir heimaleikinn sem fer fram á morgun. Af hverju vann ÍBV? ÍBV gerði út um leikinn í upphafi síðari hálfleiks. Greinilegur getumunur er á þessum tveimur liðum og gaf sex marka sigur í raun ekki rétta mynd á það sem hefði getað orðið. Ef og hefði. Hverjar stóðu upp úr? Sara Dröfn Richardsdóttir kom inn í hægra hornið hjá ÍBV eftir að Lina Cardell fór meidd af velli og nýtti tækifærið heldur betur. Sex mörk úr sex skotum. Harpa Valey Gylfadóttir fór einnig mikinn en hún var markahæst með átta mörk og réð lið Panorama ekkert við hana þegar hún fór á ferðina upp völlinn. Agni Papadopoulou og Lamprini Karaveli voru markahæstar í gríska liðinu en Agni kom sterk inn í síðari hálfleikinn og skoraði fjögur mörk úr fjórum skotum. Hvað gekk illa? Leikurinn í dag var kaflaskiptur og þrátt fyrir frábæra kafla og algjöra yfirburði ÍBV þá eru tveir kaflar í leiknum þar sem liðið skorar ekki mark í um tíu mínútur. Kæruleysislegar sendingar og klaufaskapur varpa örlitlum skugga á góðan sigur. Lið Panorama réð illa við hraðaupphlaupin hjá ÍBV og virtust oft ekkert vita hvað þær ættu að gera sóknarlega. Hvað gerist næst? Bæði lið fá nokkrar klukkustundir til að slaka á og hvíla sig fyrir síðari leik liðanna á morgun.