Þjóðkirkjan sýknuð af 70 milljóna skaðabótakröfu fyrrverandi starfsmanns Atli Ísleifsson skrifar 19. nóvember 2021 09:25 Þjóðkirkjan sagði að skipulagsbreytingar hafi orðið til þess starfsmanninum hafi verið sagt upp, en fjárhagsstaðan hafi ekki verið nægilega góð á þeim tíma. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Þjóðkirkjuna – Biskupsstofu af sjötíu milljóna króna skaðabótakröfu fyrrverandi starfsmanns vegna þess sem hann taldi vera ólöglega uppsögn. Starfsmaðurinn fyrrverandi hóf störf sem verkefnastjóri á skrifstofu biskups árið 1998 en var sagt upp í nóvember á síðasta ári. Í dómnum segir að óumdeilt sé að starfsmaðurinn hafi notið réttinda sem opinber starfsmaður þegar hann hóf störf á sínum tíma, en hins vegar hafi verið deilt um hvort slíkt ætti við þegar honum var sagt upp. Dómurinn vísaði til þess að lagabreytingar tóku gildi í ársbyrjun 2020 sem miðuðu að því að Þjóðkirkjan - Biskupsstofa gæti sjálf tekið við starfsmannamálum sínum. Breytingarnar hafi leitt til aukins sjálfstæðis kirkjunnar frá ríki og samhliða nytu starfsmenn ekki sömu verndar og opinberir starfsmenn, heldur væri starfsfólk á almennum vinnumarkaði. Þjóðkirkjan sagði að skipulagsbreytingar hafi orðið til þess starfsmanninum hafi verið sagt upp – en fjárhagsstaðan hafi ekki verið nægilega góð á þeim tíma. Var heimilt að segja starfsmanninum upp Í dómnum segir að stjórnsýslulög hafi ekki átt við um uppsögnina og sömuleiðis að í nýjum ráðningarsamningi, sem gerður var í ársbyrjun 2020, væri tekið fram að starfsmaður teldist ekki lengur ríkisstarfsmaður og að breytingar yrðu á réttindum í samræmi. Að því virtu hafi Þjóðkirkjunni – Biskupsstofu verið heimilit að segja starfsmanninum upp. Starfsmaðurinn fór jafnframt fram á greiðslu milljón króna í miskabætur, en í dómnum segir að ekkert hafi komið fram í málinu sem renni stoðum undir þá staðhæfingu starfsmannsins fyrrverandi að uppsögnin eða aðrar aðgerðir Þjóðkirkjunnar hafi valdið henni álitshnekki þannig að unnt væri að líta svo á að um ólögmæta meingerð hafi verið að ræða. Því beri einnig að hafna þeirri kröfu stefnanda. Þjóðkirkjan Dómsmál Vinnumarkaður Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
Starfsmaðurinn fyrrverandi hóf störf sem verkefnastjóri á skrifstofu biskups árið 1998 en var sagt upp í nóvember á síðasta ári. Í dómnum segir að óumdeilt sé að starfsmaðurinn hafi notið réttinda sem opinber starfsmaður þegar hann hóf störf á sínum tíma, en hins vegar hafi verið deilt um hvort slíkt ætti við þegar honum var sagt upp. Dómurinn vísaði til þess að lagabreytingar tóku gildi í ársbyrjun 2020 sem miðuðu að því að Þjóðkirkjan - Biskupsstofa gæti sjálf tekið við starfsmannamálum sínum. Breytingarnar hafi leitt til aukins sjálfstæðis kirkjunnar frá ríki og samhliða nytu starfsmenn ekki sömu verndar og opinberir starfsmenn, heldur væri starfsfólk á almennum vinnumarkaði. Þjóðkirkjan sagði að skipulagsbreytingar hafi orðið til þess starfsmanninum hafi verið sagt upp – en fjárhagsstaðan hafi ekki verið nægilega góð á þeim tíma. Var heimilt að segja starfsmanninum upp Í dómnum segir að stjórnsýslulög hafi ekki átt við um uppsögnina og sömuleiðis að í nýjum ráðningarsamningi, sem gerður var í ársbyrjun 2020, væri tekið fram að starfsmaður teldist ekki lengur ríkisstarfsmaður og að breytingar yrðu á réttindum í samræmi. Að því virtu hafi Þjóðkirkjunni – Biskupsstofu verið heimilit að segja starfsmanninum upp. Starfsmaðurinn fór jafnframt fram á greiðslu milljón króna í miskabætur, en í dómnum segir að ekkert hafi komið fram í málinu sem renni stoðum undir þá staðhæfingu starfsmannsins fyrrverandi að uppsögnin eða aðrar aðgerðir Þjóðkirkjunnar hafi valdið henni álitshnekki þannig að unnt væri að líta svo á að um ólögmæta meingerð hafi verið að ræða. Því beri einnig að hafna þeirri kröfu stefnanda.
Þjóðkirkjan Dómsmál Vinnumarkaður Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira