Snorri Steinn: „Haukar voru skrefinu á undan okkur í leiknum“ Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 18. nóvember 2021 21:42 Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var nokkuð sáttur með stigið í kvöld.. Vísir/Hulda Margrét Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Valsmanna, var nokkuð brattur eftir jafntefli liðsins gegn Haukum í Olís-deild karla í kvöld. „Ég er fyrst og fremst bara ánægður. Ég er stoltur af mínu liði þrátt fyrir að vera svekktur með að hafa ekki unnið leikinn. Við vorum komnir með aðstöðu til þess að klára það en við gerum það ekki. Við erum klaufalegir annan leikinn í röð en það breytir því ekki að ég er mjög ánægður með frammistöðuna,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson eftir jafntefli í leik Vals gegn Haukum á Ásvöllum fyrr í kvöld. Valur var með eins marks forystu og í sókn þegar rétt um 20 sekúndur voru til leiksloka. Snorri Steinn var tilbúinn að taka leikhlé en dró það á langinn og þegar að því kom að leikhlé var flautað á var búið að dæma boltann af Val. „Það sem var að fara í gegnum hausinn á mér var hvort ég ætti að taka leikhlé eða ekki. Ég hefði betur gert það. Og ég hefði kannski átt að sleppa því í síðasta leik. En svona er þetta stundum.“ Haukar voru með yfirhöndina stóran hluta leiks en Valur komst í fyrsta skipti yfir í síðari hálfleik þegar rúm mínúta var eftir að leiktímanum. „Undir lokin fórum við í tvær varnarskiptingar. Settum Alexander Örn í tvistinn og þá þéttumst við aðeins varnarlega. En það er alveg rétt, Haukar voru skrefinu á undan okkur í leiknum.“ „Við töluðum um það fyrir leik að þetta gæti orðið smá eltingarleikur hjá okkur. En við vildum ekki missa þá langt fram úr okkur. Við þurftum að halda þessu í leik. Við vildum að þegar það væru tíu mínútur eftir að þetta væri ennþá 50/50. Og það var í raun lykillinn að þessu. Þannig færðum við pressuna aðeins yfir á þá. Og mér fannst við gera það mjög vel. Mér fannst við halda áfram.“ „Við héldum nokkuð fast í okkar concept þrátt fyrir að einhverjir hlutir gengu ekki vel, eins og til dæmis sjö á sex. Miðað við skakkaföllin hjá mínu liði þá get ég ekki kvartað yfir einu stigi hér. Að mínu mati var dómgæslan ekki okkur í hag.“ Valur á leik við Aftureldningu næstkomandi mánudag og er sá leikur úr 9. umferð deildarinnar. „Það er leikur hjá okkur á mánudaginn og við þurfum að fókusera á það. Við fáum Einar Þorstein til baka þá. Það væri best ef það væri frekar langt í næsta leik því þá gæti ég safnað saman aðeins meiri mannskap. En samt sem áður erum við að gera vel. Við erum að ná í stig þrátt fyrir skakkaföll og næst er það bara leikur á mánudaginn á móti góðu liði Aftureldingar.“ Olís-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Valur 26-26 | Valsmenn snéru taflinu við í toppslagnum Topplið Hauka tók á móti Íslandsmeisturum Vals í einvígi tveggja efstu liða Olís deildar karla í handbolta. Haukar náðu mest fimm marka forskoti í seinni hálfleik, en Valsmenn snéru taflinu við á lokamínútunum. Lokatölur 26-26, en Tjörvi Þorgeirsson jafnaði metin fyrir Hauka með seinasta skoti leiksins. 18. nóvember 2021 21:06 Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fleiri fréttir „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Sjá meira
„Ég er fyrst og fremst bara ánægður. Ég er stoltur af mínu liði þrátt fyrir að vera svekktur með að hafa ekki unnið leikinn. Við vorum komnir með aðstöðu til þess að klára það en við gerum það ekki. Við erum klaufalegir annan leikinn í röð en það breytir því ekki að ég er mjög ánægður með frammistöðuna,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson eftir jafntefli í leik Vals gegn Haukum á Ásvöllum fyrr í kvöld. Valur var með eins marks forystu og í sókn þegar rétt um 20 sekúndur voru til leiksloka. Snorri Steinn var tilbúinn að taka leikhlé en dró það á langinn og þegar að því kom að leikhlé var flautað á var búið að dæma boltann af Val. „Það sem var að fara í gegnum hausinn á mér var hvort ég ætti að taka leikhlé eða ekki. Ég hefði betur gert það. Og ég hefði kannski átt að sleppa því í síðasta leik. En svona er þetta stundum.“ Haukar voru með yfirhöndina stóran hluta leiks en Valur komst í fyrsta skipti yfir í síðari hálfleik þegar rúm mínúta var eftir að leiktímanum. „Undir lokin fórum við í tvær varnarskiptingar. Settum Alexander Örn í tvistinn og þá þéttumst við aðeins varnarlega. En það er alveg rétt, Haukar voru skrefinu á undan okkur í leiknum.“ „Við töluðum um það fyrir leik að þetta gæti orðið smá eltingarleikur hjá okkur. En við vildum ekki missa þá langt fram úr okkur. Við þurftum að halda þessu í leik. Við vildum að þegar það væru tíu mínútur eftir að þetta væri ennþá 50/50. Og það var í raun lykillinn að þessu. Þannig færðum við pressuna aðeins yfir á þá. Og mér fannst við gera það mjög vel. Mér fannst við halda áfram.“ „Við héldum nokkuð fast í okkar concept þrátt fyrir að einhverjir hlutir gengu ekki vel, eins og til dæmis sjö á sex. Miðað við skakkaföllin hjá mínu liði þá get ég ekki kvartað yfir einu stigi hér. Að mínu mati var dómgæslan ekki okkur í hag.“ Valur á leik við Aftureldningu næstkomandi mánudag og er sá leikur úr 9. umferð deildarinnar. „Það er leikur hjá okkur á mánudaginn og við þurfum að fókusera á það. Við fáum Einar Þorstein til baka þá. Það væri best ef það væri frekar langt í næsta leik því þá gæti ég safnað saman aðeins meiri mannskap. En samt sem áður erum við að gera vel. Við erum að ná í stig þrátt fyrir skakkaföll og næst er það bara leikur á mánudaginn á móti góðu liði Aftureldingar.“
Olís-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Valur 26-26 | Valsmenn snéru taflinu við í toppslagnum Topplið Hauka tók á móti Íslandsmeisturum Vals í einvígi tveggja efstu liða Olís deildar karla í handbolta. Haukar náðu mest fimm marka forskoti í seinni hálfleik, en Valsmenn snéru taflinu við á lokamínútunum. Lokatölur 26-26, en Tjörvi Þorgeirsson jafnaði metin fyrir Hauka með seinasta skoti leiksins. 18. nóvember 2021 21:06 Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fleiri fréttir „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Valur 26-26 | Valsmenn snéru taflinu við í toppslagnum Topplið Hauka tók á móti Íslandsmeisturum Vals í einvígi tveggja efstu liða Olís deildar karla í handbolta. Haukar náðu mest fimm marka forskoti í seinni hálfleik, en Valsmenn snéru taflinu við á lokamínútunum. Lokatölur 26-26, en Tjörvi Þorgeirsson jafnaði metin fyrir Hauka með seinasta skoti leiksins. 18. nóvember 2021 21:06
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða