Leyfa fólki að fylla íþróttahúsin gegn bólusetningarvottorði Sindri Sverrisson skrifar 17. nóvember 2021 16:30 Stuðningsmenn sænska íshokkíliðsins Skellefteå AIK fá áfram að fjölmenna á leiki ef þeir eru bólusettir. Getty Svíar munu geta fyllt íþróttahús sín af áhorfendum þrátt fyrir hertar sóttvarnaaðgerðir sem boðaðar hafa verið vegna kórónuveirufaraldursins. Á Íslandi mega í dag að hámarki 50 manns mæta á íþróttaleiki innanhúss, nema með notkun hraðprófa en þá geta 500 manns verið í sama rými. Þessar reglur, sem gilda frá 13. nóvember til 8. desember, hafa haft í för með sér að nánast engir áhorfendur eru á leikjum hér á landi. Staðan er önnur í Svíþjóð. Þarlend heilbrigðisyfirvöld tilkynntu á blaðamannafundi í dag að á leikjum þar sem fleiri en 100 manns kæmu saman yrði gerð krafa um bólusetningarvottorð. Engar fjöldatakmarkanir yrðu á leikjum vegna áhorfenda sem fengið hefðu að minnsta kosti tvo skammta af bóluefni. Íþrótta- og menningarmálaráðherra Svía, Amanda Lind, segir að stjórnvöld hafi lengi haft kröfuna um bólusetningarvottorð sem „plan B“ ef herða þyrfti aðgerðir. „Núna er sú staða komin upp,“ sagði Lind. Sumir mæti ekki en aðrir nú óhræddari Krafan um bólusetningarvottorð tekur gildi frá og með 1. desember og nær til allra sem eru 16 ára og eldri. Hún gildir á innanhúsíþróttum en þar nýtur íshokkí mestra vinsælda í Svíþjóð. Notast verður við rafræn vottorð sem fólk getur framvísað þegar það mætir á leiki. Pea Israelsson, framkvæmdastjóri íshokkífélagsins Skellefteå AIK, segir menn sætta sig við nýju reglurnar í stað þess að þurfa að eiga við áhorfendabann. „Þau telja að við þurfum að berjast af meiri krafti gegn Covid-19. Við höfum áður sagt að við styðjum hugmyndir um bólusetningarvottorð,“ sagði Israelsson við Aftonbladet. Israelsson sagði ljóst að þetta hefði í för með sér að sumir myndu ekki mæta á leiki en að sama skapi gæti þetta orðið öðrum hvatning til að mæta: „Fólk verður öruggara svo að þetta er ekki bara galli. Það felst í þessu tækifæri líka,“ sagði hann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sænski handboltinn Samkomubann á Íslandi Svíþjóð Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Enski boltinn Fleiri fréttir Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Sjá meira
Á Íslandi mega í dag að hámarki 50 manns mæta á íþróttaleiki innanhúss, nema með notkun hraðprófa en þá geta 500 manns verið í sama rými. Þessar reglur, sem gilda frá 13. nóvember til 8. desember, hafa haft í för með sér að nánast engir áhorfendur eru á leikjum hér á landi. Staðan er önnur í Svíþjóð. Þarlend heilbrigðisyfirvöld tilkynntu á blaðamannafundi í dag að á leikjum þar sem fleiri en 100 manns kæmu saman yrði gerð krafa um bólusetningarvottorð. Engar fjöldatakmarkanir yrðu á leikjum vegna áhorfenda sem fengið hefðu að minnsta kosti tvo skammta af bóluefni. Íþrótta- og menningarmálaráðherra Svía, Amanda Lind, segir að stjórnvöld hafi lengi haft kröfuna um bólusetningarvottorð sem „plan B“ ef herða þyrfti aðgerðir. „Núna er sú staða komin upp,“ sagði Lind. Sumir mæti ekki en aðrir nú óhræddari Krafan um bólusetningarvottorð tekur gildi frá og með 1. desember og nær til allra sem eru 16 ára og eldri. Hún gildir á innanhúsíþróttum en þar nýtur íshokkí mestra vinsælda í Svíþjóð. Notast verður við rafræn vottorð sem fólk getur framvísað þegar það mætir á leiki. Pea Israelsson, framkvæmdastjóri íshokkífélagsins Skellefteå AIK, segir menn sætta sig við nýju reglurnar í stað þess að þurfa að eiga við áhorfendabann. „Þau telja að við þurfum að berjast af meiri krafti gegn Covid-19. Við höfum áður sagt að við styðjum hugmyndir um bólusetningarvottorð,“ sagði Israelsson við Aftonbladet. Israelsson sagði ljóst að þetta hefði í för með sér að sumir myndu ekki mæta á leiki en að sama skapi gæti þetta orðið öðrum hvatning til að mæta: „Fólk verður öruggara svo að þetta er ekki bara galli. Það felst í þessu tækifæri líka,“ sagði hann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sænski handboltinn Samkomubann á Íslandi Svíþjóð Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Enski boltinn Fleiri fréttir Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Sjá meira