Ekki endilega þolandinn sjálfur sem keyri umræðuna „út á enda veraldar“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. nóvember 2021 17:46 Helga Vala Helgadóttir segir mikilvægt að stjórnvöld bregðist við þessu háværa ákalli um úrbætur. Vísir/Vilhelm „Ef við horfum á þetta út frá þolendum ofbeldis þá leiðir þetta til þess, og ég vísa í reynslu mína sem lögmaður, að þegar umræðan verður svona ofboðslega hatrömm í garð gerenda þá myndast meiri hætta á að þolendur veigri sér við að segja frá ofbeldinu, sérstaklega þegar um er að ræða einhvern nákominn, af ótta við skrímslavæðinguna,“ segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. „Það er þess vegna sem við þurfum aðeins að hugleiða hvert við ætlum að fara með þetta, af því að það er oft ekki þolandinn sjálfur sem keyrir umræðuna alveg út á enda veraldar.“ Helga Vala Helgadóttir og Sigurbjörg Sara Bergsdóttir voru til viðtals í Pallborðinu í dag þar sem farið var yfir stöðuna í réttarkerfinu í tengslum við kynferðisbrot, þá háværu umræðu sem á sér nú stað um úrbætur og hvernig stjórnvöld þurfa að bregðast við. „Þetta getur endað illa ef enginn bregst við ákallinu. Þetta er einn mesti sársauki sem fólk upplifir," segir Sigurbjörg Sara Bergsdóttir.Vísir/Vilhelm „Þetta getur endað illa ef enginn bregst við ákallinu. Þetta er einn mesti sársauki sem fólk upplifir, það er að verða fyrir ofbeldi, hvort sem það er kynferðislegt eða öðruvísi. Fólk situr uppi með þetta alla ævi og þarf að vinna úr því,“ segir Sigurbjörg Sara. „En ég skil það ef menn og konur eru hrædd að koma fram, ég skil það. En þolendum finnst líka sárt að þurfa að koma með allt fram í dagsljósið. Að það sé eina leiðin, ef þú ert búin að lenda í einhverju skelfilegu að til þess að knýja fram breytingu að þá þurfirðu að koma með allt þitt upp á yfirborðið þannig að allir sjái,“ segir Sigurbjörg Sara. Kynferðisbrot voru til umræðu í Pallborðinu í dag.Vísir/Vilhelm Þá sögðu þær báðar að langur málsmeðferðartími sé það sem hafi einna mest áhrif á þolendur, sem jafnvel þurfi að bíða í tvö til þrjú ár eftir úrlausn sinna mála. Því þurfi að breyta og að ljóst sé að meiri mannafla þurfi hjá lögreglu til að takast á við þennan málaþunga. Horfa má á umræðuþáttinn hér fyrir neðan. MeToo Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Mikilvægt að beita ekki ofbeldi út af öðru ofbeldi Fólk hefur verið útskúfað úr samfélaginu eftir óvægna umræðu um kynferðisofbeldi og dæmi eru um að það hafi svipt sig lífi í kjölfarið. Kallað er eftir meiri yfirvegun og jafnvægi í umræðunni því hún geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. 14. nóvember 2021 20:11 „Þurfum að fara að ráðast á réttu aðilana” Samfélagið getur ekki tekið sér það vald að úthýsa gerendum vegna biturleika gagnvart dómskerfinu, segir kona sem varð sjálf fyrir kynferðisofbeldi. Umræðan sé orðin of heiftug. Stjórnarkonur í Öfgum kalla eftir gagngerum breytingum í réttarkerfinu. 14. nóvember 2021 16:00 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Sjá meira
„Það er þess vegna sem við þurfum aðeins að hugleiða hvert við ætlum að fara með þetta, af því að það er oft ekki þolandinn sjálfur sem keyrir umræðuna alveg út á enda veraldar.“ Helga Vala Helgadóttir og Sigurbjörg Sara Bergsdóttir voru til viðtals í Pallborðinu í dag þar sem farið var yfir stöðuna í réttarkerfinu í tengslum við kynferðisbrot, þá háværu umræðu sem á sér nú stað um úrbætur og hvernig stjórnvöld þurfa að bregðast við. „Þetta getur endað illa ef enginn bregst við ákallinu. Þetta er einn mesti sársauki sem fólk upplifir," segir Sigurbjörg Sara Bergsdóttir.Vísir/Vilhelm „Þetta getur endað illa ef enginn bregst við ákallinu. Þetta er einn mesti sársauki sem fólk upplifir, það er að verða fyrir ofbeldi, hvort sem það er kynferðislegt eða öðruvísi. Fólk situr uppi með þetta alla ævi og þarf að vinna úr því,“ segir Sigurbjörg Sara. „En ég skil það ef menn og konur eru hrædd að koma fram, ég skil það. En þolendum finnst líka sárt að þurfa að koma með allt fram í dagsljósið. Að það sé eina leiðin, ef þú ert búin að lenda í einhverju skelfilegu að til þess að knýja fram breytingu að þá þurfirðu að koma með allt þitt upp á yfirborðið þannig að allir sjái,“ segir Sigurbjörg Sara. Kynferðisbrot voru til umræðu í Pallborðinu í dag.Vísir/Vilhelm Þá sögðu þær báðar að langur málsmeðferðartími sé það sem hafi einna mest áhrif á þolendur, sem jafnvel þurfi að bíða í tvö til þrjú ár eftir úrlausn sinna mála. Því þurfi að breyta og að ljóst sé að meiri mannafla þurfi hjá lögreglu til að takast á við þennan málaþunga. Horfa má á umræðuþáttinn hér fyrir neðan.
MeToo Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Mikilvægt að beita ekki ofbeldi út af öðru ofbeldi Fólk hefur verið útskúfað úr samfélaginu eftir óvægna umræðu um kynferðisofbeldi og dæmi eru um að það hafi svipt sig lífi í kjölfarið. Kallað er eftir meiri yfirvegun og jafnvægi í umræðunni því hún geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. 14. nóvember 2021 20:11 „Þurfum að fara að ráðast á réttu aðilana” Samfélagið getur ekki tekið sér það vald að úthýsa gerendum vegna biturleika gagnvart dómskerfinu, segir kona sem varð sjálf fyrir kynferðisofbeldi. Umræðan sé orðin of heiftug. Stjórnarkonur í Öfgum kalla eftir gagngerum breytingum í réttarkerfinu. 14. nóvember 2021 16:00 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Sjá meira
Mikilvægt að beita ekki ofbeldi út af öðru ofbeldi Fólk hefur verið útskúfað úr samfélaginu eftir óvægna umræðu um kynferðisofbeldi og dæmi eru um að það hafi svipt sig lífi í kjölfarið. Kallað er eftir meiri yfirvegun og jafnvægi í umræðunni því hún geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. 14. nóvember 2021 20:11
„Þurfum að fara að ráðast á réttu aðilana” Samfélagið getur ekki tekið sér það vald að úthýsa gerendum vegna biturleika gagnvart dómskerfinu, segir kona sem varð sjálf fyrir kynferðisofbeldi. Umræðan sé orðin of heiftug. Stjórnarkonur í Öfgum kalla eftir gagngerum breytingum í réttarkerfinu. 14. nóvember 2021 16:00