Sigurður Ingi vill skoða aðgangsstýringu með bólusetningarvottorðum Heimir Már Pétursson skrifar 16. nóvember 2021 19:20 Miklar vonir eru bundnar við að örvunarskammturinn dragi verulega úr líkum á því að bólusettir smitist af kórónuveirunni. Vísir/Vilhelm Samgönguráðherra vill skoða hvort taka ætti upp aðgangsstýringu að opinberum stöðum með bólusetningarvottorðum líkt og gert hefur verið í ýmsum öðrum löndum. Sóttvarnalæknir telur það koma til greina eftir að búið verður að gefa meirihluta þjóðarinnar örvunarskammt til varnar covid-19. Enn eitt metið var slegið í gær þegar smituðum fjölgaði um 206 innanlands og 9 á landamærunum. Nú eru 25 á sjúkrahúsi, þarf af fjórir á gjörgæslu og af þeim þurfa tveir á öndunarvél að halda. Sóttvarnalæknir segir miklu meiri líkur á að óbólusettir smitist, að þeir smiti aðra og leggist lengur alvarlega veikir inn á spítala en óbólusettir. Enn eitt metið var slegið í gær í fjölda smitaðra af covid-19.Grafík/Helgi Það hafi þó ekki verið rætt að veita bólusettum meira frelsi umfram óbúlusetta með framvísun bólusetningarvottorða eins og gert hafi verið víða annars staðar á meðan bólusettir væru einnig að smita út frá sér. Það gæti breyst ef örvunarskammturinn skili tilætluðum árangri. Þórólfur Guðnason segir koma til greina að skoða aðgangstýringu að opinberum stöðum með bólusetningarvottorði eftir að búið er gefa meirihluta þjóðarinnar örvunarskammtinn.Vísir/Vilhelm „Þá held ég að menn geti farið að skoða hvort það sé hægt að auka frelsi eða minnka takmarkanir á þá sem eru virkilega vel bólusettir og eru ólíklegir til að smitast og þannig smita aðra. Við þurfum að skoða þetta út frá þeim sjónarhóli,“ segir Þórólfur. Danir og fleiri þjóðir hafa hins vegar beitt þeirri leið í faraldrinum að fólk þurfi að framvísa bólusetningarvottorði eða vottorði um að hafa jafnað sig á covid til að komast inn á opinbera staði og í almenningssamgöngur. Samgönguráðherra vill skoða að taka upp aðgangsstýringu að ýmsum opinberum stöðum með bólusetningarvottorðum.vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segja þessa leið hafa verið farna á landamærunum hér á landi. „Mér hefur alveg þótt það áhugavert að við myndum fara að skoða það hér innanlands í ljósi þess að geta þá haft minni takmarkanir á okkur öllum hinum sem erum bólusett og erum þar af leiðandi í minni áhættu. Bæði með að smitast og að smita aðra,“ segir Sigurður Ingi. Forsætisráðherra segir aðgerðir Íslendinga hafa skilað góðum árangri og þeir standi framarlega varðandi árangur í bólusetningum og fáum dauðsföllum. Í dag þurfi bæði bólusettir og óbólusettir að sýna niðurstöðu hraðprófs á tilteknum viðburðum. Forsætisráðherra segir Íslendninga hafa náð góðum árangri í baráttunni við kórónuveiruna með því að láta jafnt yfir alla ganga.Stöð 2/Sigurjón „Þetta er auðvitað spurning og álitamál sem vekur upp ýmsar bæði siðferðilegar og pólitískar spurningar. Við erum opið, frjálslynt lýðræðissamfélag sem eins og ég segi hefur reitt sig á upplýsingamiðlun,“ segir Katrín. Þess vegna hvetji stjórnvöld fólk til að þiggja bæði almenna bólusetningu og nú örvunarskammtinn sem dragi mjög úr líkum á alvarlegum veikindum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sprenging í miðasölu á tónleika og kvikmyndasýningar Greiðslukortavelta nam rúmum 94 milljörðum króna í október og jókst um 35% samannborið við sama tímabil árið 2020. Veltan stóð nánast í stað frá því í september síðastliðnum. 16. nóvember 2021 14:32 Kórónupassi gæti komið til skoðunar eftir örvunarskammta Það ætti að liggja fyrir í lok vikunnar hvort grípa þurfi til harðari sóttvarnaraðgerða til þess að ná tökum á faraldrinum að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Metfjöldi greindist með kórónuveiruna í gær. 16. nóvember 2021 12:56 Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira
Enn eitt metið var slegið í gær þegar smituðum fjölgaði um 206 innanlands og 9 á landamærunum. Nú eru 25 á sjúkrahúsi, þarf af fjórir á gjörgæslu og af þeim þurfa tveir á öndunarvél að halda. Sóttvarnalæknir segir miklu meiri líkur á að óbólusettir smitist, að þeir smiti aðra og leggist lengur alvarlega veikir inn á spítala en óbólusettir. Enn eitt metið var slegið í gær í fjölda smitaðra af covid-19.Grafík/Helgi Það hafi þó ekki verið rætt að veita bólusettum meira frelsi umfram óbúlusetta með framvísun bólusetningarvottorða eins og gert hafi verið víða annars staðar á meðan bólusettir væru einnig að smita út frá sér. Það gæti breyst ef örvunarskammturinn skili tilætluðum árangri. Þórólfur Guðnason segir koma til greina að skoða aðgangstýringu að opinberum stöðum með bólusetningarvottorði eftir að búið er gefa meirihluta þjóðarinnar örvunarskammtinn.Vísir/Vilhelm „Þá held ég að menn geti farið að skoða hvort það sé hægt að auka frelsi eða minnka takmarkanir á þá sem eru virkilega vel bólusettir og eru ólíklegir til að smitast og þannig smita aðra. Við þurfum að skoða þetta út frá þeim sjónarhóli,“ segir Þórólfur. Danir og fleiri þjóðir hafa hins vegar beitt þeirri leið í faraldrinum að fólk þurfi að framvísa bólusetningarvottorði eða vottorði um að hafa jafnað sig á covid til að komast inn á opinbera staði og í almenningssamgöngur. Samgönguráðherra vill skoða að taka upp aðgangsstýringu að ýmsum opinberum stöðum með bólusetningarvottorðum.vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segja þessa leið hafa verið farna á landamærunum hér á landi. „Mér hefur alveg þótt það áhugavert að við myndum fara að skoða það hér innanlands í ljósi þess að geta þá haft minni takmarkanir á okkur öllum hinum sem erum bólusett og erum þar af leiðandi í minni áhættu. Bæði með að smitast og að smita aðra,“ segir Sigurður Ingi. Forsætisráðherra segir aðgerðir Íslendinga hafa skilað góðum árangri og þeir standi framarlega varðandi árangur í bólusetningum og fáum dauðsföllum. Í dag þurfi bæði bólusettir og óbólusettir að sýna niðurstöðu hraðprófs á tilteknum viðburðum. Forsætisráðherra segir Íslendninga hafa náð góðum árangri í baráttunni við kórónuveiruna með því að láta jafnt yfir alla ganga.Stöð 2/Sigurjón „Þetta er auðvitað spurning og álitamál sem vekur upp ýmsar bæði siðferðilegar og pólitískar spurningar. Við erum opið, frjálslynt lýðræðissamfélag sem eins og ég segi hefur reitt sig á upplýsingamiðlun,“ segir Katrín. Þess vegna hvetji stjórnvöld fólk til að þiggja bæði almenna bólusetningu og nú örvunarskammtinn sem dragi mjög úr líkum á alvarlegum veikindum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sprenging í miðasölu á tónleika og kvikmyndasýningar Greiðslukortavelta nam rúmum 94 milljörðum króna í október og jókst um 35% samannborið við sama tímabil árið 2020. Veltan stóð nánast í stað frá því í september síðastliðnum. 16. nóvember 2021 14:32 Kórónupassi gæti komið til skoðunar eftir örvunarskammta Það ætti að liggja fyrir í lok vikunnar hvort grípa þurfi til harðari sóttvarnaraðgerða til þess að ná tökum á faraldrinum að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Metfjöldi greindist með kórónuveiruna í gær. 16. nóvember 2021 12:56 Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira
Sprenging í miðasölu á tónleika og kvikmyndasýningar Greiðslukortavelta nam rúmum 94 milljörðum króna í október og jókst um 35% samannborið við sama tímabil árið 2020. Veltan stóð nánast í stað frá því í september síðastliðnum. 16. nóvember 2021 14:32
Kórónupassi gæti komið til skoðunar eftir örvunarskammta Það ætti að liggja fyrir í lok vikunnar hvort grípa þurfi til harðari sóttvarnaraðgerða til þess að ná tökum á faraldrinum að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Metfjöldi greindist með kórónuveiruna í gær. 16. nóvember 2021 12:56