Eric Abidal verður yfirheyrður vegna árásarinnar á Hamraoui Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. nóvember 2021 08:01 Eric Abidal (lengst til hægri) lyftir Evrópumeistarabikarnum 2011. getty/Shaun Botterill Eric Abidal, fyrrverandi leikmaður Barcelona og franska landsliðsins, verður yfirheyrður á næstu dögum vegna árásarinnar á Kheiru Hamraoui, leikmann Paris Saint-Germain. Í síðustu viku drógu tveir grímuklæddir menn Hamraoui út úr bíl fyrir utan heimili hennar í París og börðu hana með járnrörum í fæturna. Samherji Hamraouis hjá PSG, Aminata Diallo, sem var með henni í bílnum, var handtekin og yfirheyrð vegna gruns um að hafa skipulagt árásina. Henni var seinna sleppt án ákæru. Spjótin hafa beinst að fyrrverandi kærasta Hamraouis. Allavega fjórir samherjar hennar fengu símtöl frá honum þar sem hann fór ófögrum orðum um hana og sagði hana hafa eyðilagt líf hans. Nýjustu vendingarnar í málinu eru þær að Abidal verður yfirheyrður. Saksóknari greindi frá þessu í gær. Eiginkona Abidals, Hayet, gæti einnig verið kölluð til yfirheyrslu. Lögreglan hefur komist að tengslum milli Hamraouis og Abidals en hún hringdi í hann um morgunin sama dag og árásin átti sér stað. Abidal lék með Barcelona á árunum 2007-13 og var seinna íþróttastjóri félagsins um tveggja ára skeið, meðal annars þegar Hamraoui gekk til liðs við Barcelona. Abidal var rekinn sem íþróttastjóri Barcelona eftir að karlalið félagsins tapaði 8-2 fyrir Bayern München í Meistaradeild Evrópu sumarið 2020. Hamraoui er enn að jafna sig á árásinni og var ekki með PSG þegar liðið steinlá fyrir Lyon, 6-1, í toppslag frönsku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn. Diallo var einnig fjarri góðu gamni en hún ku vera í miklu áfalli eftir árásina á Hamraoui og eftirmála hennar. Franski boltinn Frakkland Árásin á Kheiru Hamraoui Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Leik lokið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu sigur í Fjarðabyggðarhöllina Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira
Í síðustu viku drógu tveir grímuklæddir menn Hamraoui út úr bíl fyrir utan heimili hennar í París og börðu hana með járnrörum í fæturna. Samherji Hamraouis hjá PSG, Aminata Diallo, sem var með henni í bílnum, var handtekin og yfirheyrð vegna gruns um að hafa skipulagt árásina. Henni var seinna sleppt án ákæru. Spjótin hafa beinst að fyrrverandi kærasta Hamraouis. Allavega fjórir samherjar hennar fengu símtöl frá honum þar sem hann fór ófögrum orðum um hana og sagði hana hafa eyðilagt líf hans. Nýjustu vendingarnar í málinu eru þær að Abidal verður yfirheyrður. Saksóknari greindi frá þessu í gær. Eiginkona Abidals, Hayet, gæti einnig verið kölluð til yfirheyrslu. Lögreglan hefur komist að tengslum milli Hamraouis og Abidals en hún hringdi í hann um morgunin sama dag og árásin átti sér stað. Abidal lék með Barcelona á árunum 2007-13 og var seinna íþróttastjóri félagsins um tveggja ára skeið, meðal annars þegar Hamraoui gekk til liðs við Barcelona. Abidal var rekinn sem íþróttastjóri Barcelona eftir að karlalið félagsins tapaði 8-2 fyrir Bayern München í Meistaradeild Evrópu sumarið 2020. Hamraoui er enn að jafna sig á árásinni og var ekki með PSG þegar liðið steinlá fyrir Lyon, 6-1, í toppslag frönsku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn. Diallo var einnig fjarri góðu gamni en hún ku vera í miklu áfalli eftir árásina á Hamraoui og eftirmála hennar.
Franski boltinn Frakkland Árásin á Kheiru Hamraoui Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Leik lokið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu sigur í Fjarðabyggðarhöllina Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira