Reiknar með að þing komi saman í næstu viku Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. nóvember 2021 18:32 Willum Þór Þórsson er sitjandi forseti Alþingis. vísir/vilhelm Formaður undirbúningskjörbréfanefndar smíðar nú drög að tveimur mögulegum leiðum sem nefndarmenn munu síðan taka afstöðu til. Þingmenn eru bjartsýnir á að fá niðurstöðu í málið á allra næstu dögum og er sitjandi forseti Alþingis þegar farinn að undirbúa þingfund í næstu viku. „Já, það er auðvitað háð því að undirbúningskjörbréfanefndin klári. Mér finnst ekki ólíklegt að þau klári á miðvikudag eða fimmtudag. Svo þarf auðvitað tíma til að klára allan texta… Þetta verður lengra álit, eða fleiri álit ef til kemur, en nokkru sinni og það þarf einhvern tíma í það,“ segir Willum Þór Þórsson, starfandi forseti Alþingis. „En miðað við allt að þá ættum við að geta sett þingið í næstu viku." Willum setti sig í samband við alla þingflokksformenn í síðustu viku til að búa þá undir að þing kæmi saman í næstu viku. „Já, við erum að binda vonir við það. Þá þurfum við þingflokksformenn að hittast og ræða okkur í gegn um fyrirkomulagið; við þurfum að taka tillit til sóttvarna og þeirra reglna sem eru í gildi og vera tilbúin þegar þetta getur átt sér stað í næstu viku,“ segir Willum. Birgir teiknar upp tvær leiðir Undirbúningsnefndin hefur nú fundað ótal sinnum á þeim sjö vikum sem liðnar eru frá kosningunum. Hún fór þó ekki að ræða málið efnislega fyrr en á fundi sínum síðasta föstudag og hélt því aðeins áfram í dag þó að mestu hefði fundurinn farið í að fara yfir gögn. Birgir Ármannsson er formaður undirbúningskjörbréfanefndar.Stöð 2/Arnar Samkvæmt heimildum fréttastofu mun Birgir Ármannsson, formaður nefndarinnar, nú teikna upp drög að tveimur leiðum sem nefndinni eru færar; annars vegar að láta seinni talningu í Norðvesturkjördæmi gilda og samþykkja kjörbréfin óbreytt eða að boða til uppkosninga í kjördæminu. Í drögunum mun hann reyna að draga fram afleiðingar beggja leiða og velta upp kostum þeirra og göllum. Nefndarmenn munu síðan taka afstöðu til þess hvor leiðin þeim þykir vænlegri. Katrín Jakobsdóttir hefur þá sagt að nýr stjórnarsáttmáli verði ekki kynntur fyrr en nefndin hefur lokið sínum störfum. Þó er ljóst að sáttmálinn og útbýting ráðuneyta sé að mestu lokið í viðræðum formannanna þriggja. Því ætti að draga til tíðinda í lok þessarar viku eða þeirrar næstu. Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Útilokar ekki frekari aðgerðir Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Sjá meira
„Já, það er auðvitað háð því að undirbúningskjörbréfanefndin klári. Mér finnst ekki ólíklegt að þau klári á miðvikudag eða fimmtudag. Svo þarf auðvitað tíma til að klára allan texta… Þetta verður lengra álit, eða fleiri álit ef til kemur, en nokkru sinni og það þarf einhvern tíma í það,“ segir Willum Þór Þórsson, starfandi forseti Alþingis. „En miðað við allt að þá ættum við að geta sett þingið í næstu viku." Willum setti sig í samband við alla þingflokksformenn í síðustu viku til að búa þá undir að þing kæmi saman í næstu viku. „Já, við erum að binda vonir við það. Þá þurfum við þingflokksformenn að hittast og ræða okkur í gegn um fyrirkomulagið; við þurfum að taka tillit til sóttvarna og þeirra reglna sem eru í gildi og vera tilbúin þegar þetta getur átt sér stað í næstu viku,“ segir Willum. Birgir teiknar upp tvær leiðir Undirbúningsnefndin hefur nú fundað ótal sinnum á þeim sjö vikum sem liðnar eru frá kosningunum. Hún fór þó ekki að ræða málið efnislega fyrr en á fundi sínum síðasta föstudag og hélt því aðeins áfram í dag þó að mestu hefði fundurinn farið í að fara yfir gögn. Birgir Ármannsson er formaður undirbúningskjörbréfanefndar.Stöð 2/Arnar Samkvæmt heimildum fréttastofu mun Birgir Ármannsson, formaður nefndarinnar, nú teikna upp drög að tveimur leiðum sem nefndinni eru færar; annars vegar að láta seinni talningu í Norðvesturkjördæmi gilda og samþykkja kjörbréfin óbreytt eða að boða til uppkosninga í kjördæminu. Í drögunum mun hann reyna að draga fram afleiðingar beggja leiða og velta upp kostum þeirra og göllum. Nefndarmenn munu síðan taka afstöðu til þess hvor leiðin þeim þykir vænlegri. Katrín Jakobsdóttir hefur þá sagt að nýr stjórnarsáttmáli verði ekki kynntur fyrr en nefndin hefur lokið sínum störfum. Þó er ljóst að sáttmálinn og útbýting ráðuneyta sé að mestu lokið í viðræðum formannanna þriggja. Því ætti að draga til tíðinda í lok þessarar viku eða þeirrar næstu.
Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Útilokar ekki frekari aðgerðir Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Sjá meira