Fyrra smit ígildi einnar sprautu Árni Sæberg skrifar 15. nóvember 2021 17:50 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir er framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Þeir sem hafa fengið bæði tvo skammta bóluefnis og Covid-19 munu ekki fá örvunarskammt að svo stöddu. Þetta sagði Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir í Reykjavík síðdegis. „Nú er kúnstin að telja upp að þremur, ef þú hefur fengið einu sinni Covid og tvær bólusetningar þá ertu kominn með þrjú stykki,“ segir Ragnheiður. Þá segir hún að þeir sem fengu snemma Covid-19 og því enga bólusetningu eigi tvo skammta bóluefnis inni. Í samtali við Vísi segir hún jafnframt að bólusetning með bóluefni Janssen teljist einungis sem ein sprauta þó henni hafi upphaflega ætlað að vera fullnaðarbólusetning. Því munu þeir sem fengið hafa Janssen og einn örvunarskammt með mRNA bóluefni eiga kost á frekari örvun. Það verði þó ekki fyrr en í febrúar eða mars á næsta ári. Bólusetning hafi gengið ljómandi vel í dag Ragnheiður Ósk segir 9.700 manns hafa verið boðaða í örvunarbólusetningu í dag og að um 6.500 manns hafi mætt. Dagurinn hafi gengið glimrandi vel og aðsókn verið nokkuð góð miðað við að um örvunarbólusetningu hafi verið að ræða. Hún segir mætingu hingað til ekki hafa verið góða í örvunarbólusetningu. Stefnt er að því að bólusetja 120 þúsund manns næstu fjórar vikurnar, þeir sem mættu í dag voru sextíu ára og eldri, fólk með undirliggjandi sjúkdóma og starfsmenn hjúkrunarheimila. „Svona bland í poka“ segir Ragnheiður Ósk. Fjöldabólusetningar munu fara fram í Laugardalshöll á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum. Þá verður opið hús á fimmtudögum og föstudögum þar sem einn eða tveir hjúkrunarfræðingar munu sinna bólusetningum þeirra sem þurfa bólusetningu í bíl, til dæmis. Hlusta má á viðtalið við Ragnheiði Ósk í spilaranum hér að neðan: Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
„Nú er kúnstin að telja upp að þremur, ef þú hefur fengið einu sinni Covid og tvær bólusetningar þá ertu kominn með þrjú stykki,“ segir Ragnheiður. Þá segir hún að þeir sem fengu snemma Covid-19 og því enga bólusetningu eigi tvo skammta bóluefnis inni. Í samtali við Vísi segir hún jafnframt að bólusetning með bóluefni Janssen teljist einungis sem ein sprauta þó henni hafi upphaflega ætlað að vera fullnaðarbólusetning. Því munu þeir sem fengið hafa Janssen og einn örvunarskammt með mRNA bóluefni eiga kost á frekari örvun. Það verði þó ekki fyrr en í febrúar eða mars á næsta ári. Bólusetning hafi gengið ljómandi vel í dag Ragnheiður Ósk segir 9.700 manns hafa verið boðaða í örvunarbólusetningu í dag og að um 6.500 manns hafi mætt. Dagurinn hafi gengið glimrandi vel og aðsókn verið nokkuð góð miðað við að um örvunarbólusetningu hafi verið að ræða. Hún segir mætingu hingað til ekki hafa verið góða í örvunarbólusetningu. Stefnt er að því að bólusetja 120 þúsund manns næstu fjórar vikurnar, þeir sem mættu í dag voru sextíu ára og eldri, fólk með undirliggjandi sjúkdóma og starfsmenn hjúkrunarheimila. „Svona bland í poka“ segir Ragnheiður Ósk. Fjöldabólusetningar munu fara fram í Laugardalshöll á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum. Þá verður opið hús á fimmtudögum og föstudögum þar sem einn eða tveir hjúkrunarfræðingar munu sinna bólusetningum þeirra sem þurfa bólusetningu í bíl, til dæmis. Hlusta má á viðtalið við Ragnheiði Ósk í spilaranum hér að neðan:
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira