Búin að bíða í ofvæni eftir þriðju sprautunni Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. nóvember 2021 20:01 Björn Ófeigsson, Margrét Pála Ólafsdóttir og Jóna Ósk Guðjónsdóttir mættu öll í örvunarsprautu í Laugardalshöll í morgun. Samsett/Stöð 2 Vonast er til að 120 þúsund manns fái örvunarbólusetningu í Laugardalshöll á næstu fjórum vikum en sóttvarnalæknir bindur miklar vonir við bólusetningarátakið. Engan bilbug var að finna á þeim sem fengu þriðja skammtinn í Höllinni í dag. 152 greindust með kórónuveiruna í gær, rétt tæpur helmingur í sóttkví. 22 eru nú á Landspítala með Covid-19, þar af þrír á gjörgæslu. Sextíu ára og eldri, auk fólks með undirliggjandi sjúkdóma, mættu í fjöldabólusetningu með bóluefni Pfizer í morgun. Áður höfðu elstu aldurshópar og framlínufólk þegar fengið örvunarskammt. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir gögn benda til þess að þessi þriðja sprauta veiti mjög góða vörn. „Nú ef fólk mætir mjög vel og þetta gengur vel að gefa örvunarbólusetningu og við sjáum þennan árangur sem við erum að vonast eftir - að örvunarbólusetningin komi í veg fyrir smit í fsamfélginu held ég að við getum bundið vonir við að við getum aflétt hraðar,“ segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/vilhelm Beið spenntur á hliðarhlínunni Fólk sem fréttastofa ræddi við í Laugardalshöll í dag var upplitsdjarft eftir þriðju sprautu. Björn Ófeigsson kvaðst aldrei hafa efast um að mæta í örvunarskammtinn. „Bara beið spenntur á hliðarlínunni. Þetta er bara „business as usual“, eftir þrjú skipti er þetta orðið svolítið sjálfvirkt,“ sagði Björn, nýsprautaður. Þriðji skammturinn lagðist ágætlega í Jónu Ósk Guðjónsdóttur ellilífeyrisþega. „Aldrei efi í mínum huga,“ sagði Jóna þar sem hún beið í hinar hefðbundnu fimmtán mínútur að lokinni sprautunni í Laugardalshöll. Bólusetningarátakið hófst í Laugardalshöll í morgun.Vísir/vilhelm Mætir jafnkát í meira Margrét Pála Ólafsdóttir, kennari og rithöfundur, var sátt með örvunarskammtinn. „Ég er búin að bíða í ofvæni og mér finnst það stórkostlegt hversu hratt og vel er að ganga að bólusetja, ekki spurning.“ Öll sögðust þau finna fyrir miklum meðbyr með þriðja skammtinum í samfélaginu. „Og ef það verður meira sem verður niðurstaðan að við þurfum að gera þá mæti ég jafnkát,“ sagði Margrét Pála. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Þúsundir streyma í þriðju sprautuna í Laugardalshöll Bólusetningarátak hófst í Laugardalshöll í morgun og mun fyrsti hluti átaksins standa yfir næstu fjórar vikurnar eða til 8. desember. Þau sem nú hafa fengið boð eru þau sem fyrst fengu bólusetningu í vor, 60 ára og eldri og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. 15. nóvember 2021 14:05 Getum aflétt hraðar ef örvunarskammtar gefast vel Fimm voru lagðir inn á Landspítalann vegna Covid-19 í gær. Sóttvarnalæknir segir stöðuna þunga á spítalanum og bindur vonir við að góð mæting í örvunarskammta leiði til betri tíðar. Fjöldabólusetningar hófust aftur í Laugardalshöll í morgun. 15. nóvember 2021 13:06 Ellefu smitast af þeim um 36 þúsund sem fengið hafa þriðju sprautuna „Við eigum eftir að gera þetta endanlega upp en mér sýnist að það hafi verið að greinast í kringum 130 til 140 á dag núna yfir helgina, það er föstudag, laugardag, sunnudag. Á því bilinu. Þannig að við erum ekki komin hærra en það en vonandi fer þetta að fara niður.“ 15. nóvember 2021 08:20 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
152 greindust með kórónuveiruna í gær, rétt tæpur helmingur í sóttkví. 22 eru nú á Landspítala með Covid-19, þar af þrír á gjörgæslu. Sextíu ára og eldri, auk fólks með undirliggjandi sjúkdóma, mættu í fjöldabólusetningu með bóluefni Pfizer í morgun. Áður höfðu elstu aldurshópar og framlínufólk þegar fengið örvunarskammt. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir gögn benda til þess að þessi þriðja sprauta veiti mjög góða vörn. „Nú ef fólk mætir mjög vel og þetta gengur vel að gefa örvunarbólusetningu og við sjáum þennan árangur sem við erum að vonast eftir - að örvunarbólusetningin komi í veg fyrir smit í fsamfélginu held ég að við getum bundið vonir við að við getum aflétt hraðar,“ segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/vilhelm Beið spenntur á hliðarhlínunni Fólk sem fréttastofa ræddi við í Laugardalshöll í dag var upplitsdjarft eftir þriðju sprautu. Björn Ófeigsson kvaðst aldrei hafa efast um að mæta í örvunarskammtinn. „Bara beið spenntur á hliðarlínunni. Þetta er bara „business as usual“, eftir þrjú skipti er þetta orðið svolítið sjálfvirkt,“ sagði Björn, nýsprautaður. Þriðji skammturinn lagðist ágætlega í Jónu Ósk Guðjónsdóttur ellilífeyrisþega. „Aldrei efi í mínum huga,“ sagði Jóna þar sem hún beið í hinar hefðbundnu fimmtán mínútur að lokinni sprautunni í Laugardalshöll. Bólusetningarátakið hófst í Laugardalshöll í morgun.Vísir/vilhelm Mætir jafnkát í meira Margrét Pála Ólafsdóttir, kennari og rithöfundur, var sátt með örvunarskammtinn. „Ég er búin að bíða í ofvæni og mér finnst það stórkostlegt hversu hratt og vel er að ganga að bólusetja, ekki spurning.“ Öll sögðust þau finna fyrir miklum meðbyr með þriðja skammtinum í samfélaginu. „Og ef það verður meira sem verður niðurstaðan að við þurfum að gera þá mæti ég jafnkát,“ sagði Margrét Pála.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Þúsundir streyma í þriðju sprautuna í Laugardalshöll Bólusetningarátak hófst í Laugardalshöll í morgun og mun fyrsti hluti átaksins standa yfir næstu fjórar vikurnar eða til 8. desember. Þau sem nú hafa fengið boð eru þau sem fyrst fengu bólusetningu í vor, 60 ára og eldri og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. 15. nóvember 2021 14:05 Getum aflétt hraðar ef örvunarskammtar gefast vel Fimm voru lagðir inn á Landspítalann vegna Covid-19 í gær. Sóttvarnalæknir segir stöðuna þunga á spítalanum og bindur vonir við að góð mæting í örvunarskammta leiði til betri tíðar. Fjöldabólusetningar hófust aftur í Laugardalshöll í morgun. 15. nóvember 2021 13:06 Ellefu smitast af þeim um 36 þúsund sem fengið hafa þriðju sprautuna „Við eigum eftir að gera þetta endanlega upp en mér sýnist að það hafi verið að greinast í kringum 130 til 140 á dag núna yfir helgina, það er föstudag, laugardag, sunnudag. Á því bilinu. Þannig að við erum ekki komin hærra en það en vonandi fer þetta að fara niður.“ 15. nóvember 2021 08:20 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Þúsundir streyma í þriðju sprautuna í Laugardalshöll Bólusetningarátak hófst í Laugardalshöll í morgun og mun fyrsti hluti átaksins standa yfir næstu fjórar vikurnar eða til 8. desember. Þau sem nú hafa fengið boð eru þau sem fyrst fengu bólusetningu í vor, 60 ára og eldri og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. 15. nóvember 2021 14:05
Getum aflétt hraðar ef örvunarskammtar gefast vel Fimm voru lagðir inn á Landspítalann vegna Covid-19 í gær. Sóttvarnalæknir segir stöðuna þunga á spítalanum og bindur vonir við að góð mæting í örvunarskammta leiði til betri tíðar. Fjöldabólusetningar hófust aftur í Laugardalshöll í morgun. 15. nóvember 2021 13:06
Ellefu smitast af þeim um 36 þúsund sem fengið hafa þriðju sprautuna „Við eigum eftir að gera þetta endanlega upp en mér sýnist að það hafi verið að greinast í kringum 130 til 140 á dag núna yfir helgina, það er föstudag, laugardag, sunnudag. Á því bilinu. Þannig að við erum ekki komin hærra en það en vonandi fer þetta að fara niður.“ 15. nóvember 2021 08:20