ÍR kærir og þjálfarinn lýsir dómurunum sem „landsbyggðarmönnum“ Sindri Sverrisson skrifar 15. nóvember 2021 13:31 Kristinn Björgúlfsson er þjálfari ÍR sem er í baráttu um að komast aftur upp í Olís-deild karla. vísir/Elín Björg ÍR-ingar töpuðu með eins marks mun gegn Herði frá Ísafirði í toppslag Grill 66-deildarinnar á laugardaginn. Þeir telja Harðarmenn hafa haft rangt við varðandi leikskýrslu og hafa kært framkvæmd leiksins til dómstóls HSÍ. „Í kjölfar leiksins hefur handknattleiksdeild ÍR ákveðið að kæra framkvæmd leiksins, vegna rangrar skýrslugerðar fyrir leik,“ segir í yfirlýsingu frá ÍR. „Lög handknattleikssambandsins eru skýr og telur ÍR það mikilvægt að fá botn í málið, til að tryggja að framkvæmd og umgjörð sé ávallt í lagi. Undirrituð leikskýrsla sem skilað hafði verið á ritaraborð má ekki breyta, né villa viljandi fyrir. Með þessum hætti geta félög villt fyrir andstæðingum sínum og blekkt þá með röngum upplýsingum,“ segir þar einnig. ÍR-ingar vilja ekki tjá sig frekar um málið. Ragnar Heiðar Sigtryggsson, framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar Harðar, segir í svari við fyrirspurn Vísis að Harðarmenn hafi fyrst heyrt af málinu í fjölmiðlum og ekki fengið neinar frekari upplýsingar um efni kærunnar frá HSÍ. Ragnar segir að að mati Harðarmanna hafi verið rétt staðið að öllu varðandi framkvæmd leiksins og skýrslan legið fyrir áður en leikurinn hófst, í samræmi við reglur HSÍ. „Dómgæslan er sú lélegasta sem ég hef fengið“ Kristinn Björgúlfsson, þjálfari ÍR, var vægast sagt óánægður með dómgæsluna í leiknum þegar handbolti.is ræddi við hann eftir leikinn í Austurbergi, sem lauk með 37-36 sigri Harðar. „Við töpuðum leiknum á eigin klúðri en dómgæslan er sú lélegasta sem ég hef fengið sem þjálfari meistaraflokksliðs ÍR karla og var hún oft léleg í fyrra. Hún var óboðleg og enn og aftur á það sér stað þótt eftirlitsmaður sé á leik. Til hvers eru eftirlitsmenn ef ekki á að fylgja reglunum?“ spurði Kristinn. Hann var afar ósáttur við fjölda brottrekstra í fyrri hálfleik: „Það virkaði á mig eins og dómararnir væru landsbyggðarmenn,“ sagði Kristinn við handbolti.is. Fordæma ummæli þjálfara ÍR „Okkur finnst það miður að þjálfari ÍR sé að ásaka bæði okkur, sem og starfsmenn leiksins, um að vera ekki heiðarlegir og hafa svindlað á skýrslunni,“ sagði Ragnar Heiðar, framkvæmdastjóri Harðar. „Einnig viljum við fordæma ummæli þjálfara ÍR sem kallar ágæta dómarana leiksins landsbyggðarmenn og ýjar að því að þeir hafi eitthvað óhreint í pokahorninu, einungis þar sem þeir koma utan að landi, rétt eins og Hörður. Eins og það geri menn eitthvað verri að vera utan að landi. Hörður hefur gert mistök við skýrslugerð og tapaði þeim leik gegn Vængjum Júpíters eftir að Vængir kærðu þrátt fyrir 10 marka tap. Haukar-U gerðu mistök við skýrslu í fyrra í leik gegn Herði sem Hörður tapaði. Hörður kærði ekki þá og HSÍ gerði ekkert enda vill félagið [Hörður] vinna leiki inni á vellinum en ekki á tæknilegum útfærslum. Hvort að það eigi að færa ÍR þessi stig vitum við ekki, þar sem við fáum ekkert í hendurnar frá HSÍ. Hlutirnir skila sér stundum seint og illa til okkar… landsbyggðarmannanna,“ sagði Ragnar. Hörður er eftir sigurinn með tíu stig, fullt hús stiga, eftir fimm umferðir en ÍR er í 2. sæti með átta stig. Uppfært kl. 15.04: Kristinn hefur sent frá sér yfirlýsingu á Twitter þar sem hann biðst innilegrar afsökunar á ummælum sínum um dómarana: Eftir leik @IR_Handbolti Harðar um helgina þar sem við töpuðum var ég vel heitur og sagði orð um dómarana sem hvorki voru mér né handboltanum til sóma. Ég biðst innilegrar afsökunnar á ummælum mínum @HSI_Iceland @handboltiis @handboltinn @VisirSport— Kiddi Björgúlfss (@KiddiBje) November 15, 2021 Handbolti ÍR Mest lesið Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Sjá meira
„Í kjölfar leiksins hefur handknattleiksdeild ÍR ákveðið að kæra framkvæmd leiksins, vegna rangrar skýrslugerðar fyrir leik,“ segir í yfirlýsingu frá ÍR. „Lög handknattleikssambandsins eru skýr og telur ÍR það mikilvægt að fá botn í málið, til að tryggja að framkvæmd og umgjörð sé ávallt í lagi. Undirrituð leikskýrsla sem skilað hafði verið á ritaraborð má ekki breyta, né villa viljandi fyrir. Með þessum hætti geta félög villt fyrir andstæðingum sínum og blekkt þá með röngum upplýsingum,“ segir þar einnig. ÍR-ingar vilja ekki tjá sig frekar um málið. Ragnar Heiðar Sigtryggsson, framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar Harðar, segir í svari við fyrirspurn Vísis að Harðarmenn hafi fyrst heyrt af málinu í fjölmiðlum og ekki fengið neinar frekari upplýsingar um efni kærunnar frá HSÍ. Ragnar segir að að mati Harðarmanna hafi verið rétt staðið að öllu varðandi framkvæmd leiksins og skýrslan legið fyrir áður en leikurinn hófst, í samræmi við reglur HSÍ. „Dómgæslan er sú lélegasta sem ég hef fengið“ Kristinn Björgúlfsson, þjálfari ÍR, var vægast sagt óánægður með dómgæsluna í leiknum þegar handbolti.is ræddi við hann eftir leikinn í Austurbergi, sem lauk með 37-36 sigri Harðar. „Við töpuðum leiknum á eigin klúðri en dómgæslan er sú lélegasta sem ég hef fengið sem þjálfari meistaraflokksliðs ÍR karla og var hún oft léleg í fyrra. Hún var óboðleg og enn og aftur á það sér stað þótt eftirlitsmaður sé á leik. Til hvers eru eftirlitsmenn ef ekki á að fylgja reglunum?“ spurði Kristinn. Hann var afar ósáttur við fjölda brottrekstra í fyrri hálfleik: „Það virkaði á mig eins og dómararnir væru landsbyggðarmenn,“ sagði Kristinn við handbolti.is. Fordæma ummæli þjálfara ÍR „Okkur finnst það miður að þjálfari ÍR sé að ásaka bæði okkur, sem og starfsmenn leiksins, um að vera ekki heiðarlegir og hafa svindlað á skýrslunni,“ sagði Ragnar Heiðar, framkvæmdastjóri Harðar. „Einnig viljum við fordæma ummæli þjálfara ÍR sem kallar ágæta dómarana leiksins landsbyggðarmenn og ýjar að því að þeir hafi eitthvað óhreint í pokahorninu, einungis þar sem þeir koma utan að landi, rétt eins og Hörður. Eins og það geri menn eitthvað verri að vera utan að landi. Hörður hefur gert mistök við skýrslugerð og tapaði þeim leik gegn Vængjum Júpíters eftir að Vængir kærðu þrátt fyrir 10 marka tap. Haukar-U gerðu mistök við skýrslu í fyrra í leik gegn Herði sem Hörður tapaði. Hörður kærði ekki þá og HSÍ gerði ekkert enda vill félagið [Hörður] vinna leiki inni á vellinum en ekki á tæknilegum útfærslum. Hvort að það eigi að færa ÍR þessi stig vitum við ekki, þar sem við fáum ekkert í hendurnar frá HSÍ. Hlutirnir skila sér stundum seint og illa til okkar… landsbyggðarmannanna,“ sagði Ragnar. Hörður er eftir sigurinn með tíu stig, fullt hús stiga, eftir fimm umferðir en ÍR er í 2. sæti með átta stig. Uppfært kl. 15.04: Kristinn hefur sent frá sér yfirlýsingu á Twitter þar sem hann biðst innilegrar afsökunar á ummælum sínum um dómarana: Eftir leik @IR_Handbolti Harðar um helgina þar sem við töpuðum var ég vel heitur og sagði orð um dómarana sem hvorki voru mér né handboltanum til sóma. Ég biðst innilegrar afsökunnar á ummælum mínum @HSI_Iceland @handboltiis @handboltinn @VisirSport— Kiddi Björgúlfss (@KiddiBje) November 15, 2021
Handbolti ÍR Mest lesið Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Sjá meira