Kærustupar vann mestu afrekin á Íslandsmótinu um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2021 10:01 Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Dadó Fenrir Jasminuson með uppskeru helgarinnar á Íslandsmótinu í 25 metra laug. Instagram/@johannaelingud Það er óhætt að segja að SH-ingarnir Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Dadó Fenrir Jasminuson hafi uppskorið vel á Íslandsmótinu í sundi um helgina. Auk allra verðlauna sína í bæði einstaklingssundum og boðsundum þá fengu þau Jóhanna og Dadó verðlaun sem stigahæsta sundfólk helgarinnar. Þau verðlaun eru veitt samkvæmt stigatöflu Alþjóðasundsambandsins FINA. Dadó Fenrir náði flestum stigum í einni grein karlamegin fyrir 100 metra skriðsund en fyrir það fékk hann 737 stig. Jóhanna Elín varð stigahæst kvennamegin með 773 stig en það fékk hún einnig fyrir 100 metra skriðsund. Það fylgir líka sögunni að þau eru kærustupar og Jóhanna Elín fagnaði árangri helgarinnar með þessari skemmtilegu færslu á Instagram síðu sinni sem má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Jo hanna Eli n Guðmundsdo ttir (@johannaelingud) „Gæti ekki verið ánægðari með hvernig þetta mót gekk. Ég tryggði mér farseðil á heimsmeistaramótið í bæði 50 og 100 metra skriðsundi. Ég vann átta gull verðlaun og bæði ég og uppáhalds manneskjan mín voru stighæsti karlinn og konan á mótinu. Fer aftur til Texas á morgun brosandi út að eyrum,“ skrifaði Jóhanna Elín. Jóhanna Elín flaug á mótið alla leið frá Texas þar sem hún stundar nám við Southern Methodist University í Dallas í Texas fylki. Skólinn var vel með á nótunum um afrek hennar heim á Íslandi eins og sjá má hér fyrir neðan. Johanna was at this weekend's Icelandic National Championsips! #PonyUp 50 free 100 free 50 fly pic.twitter.com/WwXoQ2H32h— SMU Women's SwimDive (@SMUSwimDiveW) November 14, 2021 Hún fór aftur til Texas með átta Íslandsmótsgull og farseðil á HM í Abú Dabí. Þrjú gull vann hún í einstaklingsgreinum en fimm í boðsundum. Tvö boðsundin voru blönduð sund og þar unnu þau tvö saman gull. Jóhanna Elín var sú eina á mótinu sem náði lágmörkum á heimsmeistaramótið í 25 metra laug sem haldið verður í Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í miðjum desember. Alls náðu ellefu sundmenn lágmörkum á Norðurlandameistaramótið í 25 metra laug sem haldið verður í Svíþjóð í byrjun desember. Þau Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir höfðu þegar náð lágmörkum erlendis á þessi bæði mót en taka ekki þátt að þessu sinni. Þau sem tryggðu sig inn á Norðurlandamótið voru: Birnir Freyr Hálfdánarson (SH), Daði Björnsson (SH), Eva Margrét Falsdóttir (ÍRB), Freyja Birkisdóttir (Breiðabliki), Kristín Helga Hákonardóttir (Breiðabliki), Katja Lilja Andriysdóttir (SH), Símon Elías Statkevicius (SH), Snorri Dagur Einarsson (SH), Steingerður Hauksdóttir (SH), Sunneva Bergmann Ásbjörnsdóttir (ÍRB) og Veigar Hrafn Sigþórsson (SH). Sund Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Í beinni: Newcastle United - Manchester City | Undanúrslitaeinvígið hefst Í beinni: KR - Tindastóll | Heimakonur reyna að hefna fyrir ófarir helgarinnar Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Sjá meira
Auk allra verðlauna sína í bæði einstaklingssundum og boðsundum þá fengu þau Jóhanna og Dadó verðlaun sem stigahæsta sundfólk helgarinnar. Þau verðlaun eru veitt samkvæmt stigatöflu Alþjóðasundsambandsins FINA. Dadó Fenrir náði flestum stigum í einni grein karlamegin fyrir 100 metra skriðsund en fyrir það fékk hann 737 stig. Jóhanna Elín varð stigahæst kvennamegin með 773 stig en það fékk hún einnig fyrir 100 metra skriðsund. Það fylgir líka sögunni að þau eru kærustupar og Jóhanna Elín fagnaði árangri helgarinnar með þessari skemmtilegu færslu á Instagram síðu sinni sem má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Jo hanna Eli n Guðmundsdo ttir (@johannaelingud) „Gæti ekki verið ánægðari með hvernig þetta mót gekk. Ég tryggði mér farseðil á heimsmeistaramótið í bæði 50 og 100 metra skriðsundi. Ég vann átta gull verðlaun og bæði ég og uppáhalds manneskjan mín voru stighæsti karlinn og konan á mótinu. Fer aftur til Texas á morgun brosandi út að eyrum,“ skrifaði Jóhanna Elín. Jóhanna Elín flaug á mótið alla leið frá Texas þar sem hún stundar nám við Southern Methodist University í Dallas í Texas fylki. Skólinn var vel með á nótunum um afrek hennar heim á Íslandi eins og sjá má hér fyrir neðan. Johanna was at this weekend's Icelandic National Championsips! #PonyUp 50 free 100 free 50 fly pic.twitter.com/WwXoQ2H32h— SMU Women's SwimDive (@SMUSwimDiveW) November 14, 2021 Hún fór aftur til Texas með átta Íslandsmótsgull og farseðil á HM í Abú Dabí. Þrjú gull vann hún í einstaklingsgreinum en fimm í boðsundum. Tvö boðsundin voru blönduð sund og þar unnu þau tvö saman gull. Jóhanna Elín var sú eina á mótinu sem náði lágmörkum á heimsmeistaramótið í 25 metra laug sem haldið verður í Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í miðjum desember. Alls náðu ellefu sundmenn lágmörkum á Norðurlandameistaramótið í 25 metra laug sem haldið verður í Svíþjóð í byrjun desember. Þau Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir höfðu þegar náð lágmörkum erlendis á þessi bæði mót en taka ekki þátt að þessu sinni. Þau sem tryggðu sig inn á Norðurlandamótið voru: Birnir Freyr Hálfdánarson (SH), Daði Björnsson (SH), Eva Margrét Falsdóttir (ÍRB), Freyja Birkisdóttir (Breiðabliki), Kristín Helga Hákonardóttir (Breiðabliki), Katja Lilja Andriysdóttir (SH), Símon Elías Statkevicius (SH), Snorri Dagur Einarsson (SH), Steingerður Hauksdóttir (SH), Sunneva Bergmann Ásbjörnsdóttir (ÍRB) og Veigar Hrafn Sigþórsson (SH).
Sund Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Í beinni: Newcastle United - Manchester City | Undanúrslitaeinvígið hefst Í beinni: KR - Tindastóll | Heimakonur reyna að hefna fyrir ófarir helgarinnar Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Sjá meira