Chelsea og Lyon með stórsigra í stórleikjum dagsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. nóvember 2021 22:45 Ada Hegeberg er loks komin á ról eftir erfið meiðsli sem hafa haldið henni frá keppni í meira en eitt og hálft ár. Hún skoraði tvívegis í kvöld. Gunnar Hoffsten/Getty Images Tveir stórleikir fóru fram í ensku og frönsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu í dag. Englandsmeistarar Chelsea pökkuðu Manchester City saman og sömu sögu er að segja af stöllum Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Lyon sem völtuðu yfir Frakklandsmeistara PSG. Chelsea sótti Manchester City heim í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar. Það tók Englandsmeistarana aðeins tvær mínútur að komast yfir en þar var að verki Jessie Fleming. Undir lok fyrri hálfleiks skoraði Sam Kerr svo annað mark gestanna og staðan 0-2 í hálfleik. Ef það var högg fyrir Man City þá var mark Francesca Kirby í upphafi síðari hálfleiks rothögg. Staðan orðin 3-0 Chelsea í vil og ljóst hvoru megin sigurinn myndi enda. Magdalena Eriksson fullkomnaði frábæran leik Chelsea skömmu síðar með fjórða marki liðsins. Fleiri urðu mörkin ekki og Chelsea vann þægilegan 4-0 sigur á erfiðum útivelli. Goodnight, Blues. #CFCW pic.twitter.com/2rQE6AvTDY— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) November 14, 2021 Með sigrinum fer Chelsea upp í 18 stig að loknum sjö umferðum. Situr liðið í öðru sæti með stigi minna en topplið Arsenal. Manchester City er í 9. sæti með sjö stig. Í Frakklandi tók Lyon á móti Frakklandsmeisturum París Saint-Germain. Liðin voru jöfn á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir sjö leiki. Eftir stundarfjórðung fékk heimaliðið vítaspyrnu. Catarina Macario fór á punktinn og kom Lyon í 1-0. Aðeins þremur mínútum síðar var staðan orðin 2-0, hin hollenska Danielle van de Donk með markið. Um miðbik fyrri hálfleik fékk Ashley Lawrence beint rautt spjald í liði PSG og ljóst að gestirnir voru í brattri brekku það sem lifði leiks. Mörkin í fyrri hálfleik urðu ekki fleiri og staðan því 2-0 er liðin gengu til búningsherbergja. Hin unga Melvine Malard kom Lyon í 3-0 snemma í síðari hálfleik og Damaris Berta Egurrola Wienke gerði út um leikinn með fjórða markinu þegar tæp klukkustund var liðin. Amanda Ilestedt minnkaði muninn fyrir gestina áður en Ada Hegerberg – sem kom inn af bekk Lyon – skoraði tvívegis og tryggði Lyon magnaðan 6-1 sigur. Quelle belle soirée #OLPSG pic.twitter.com/N35TqO0jLy— OL Féminin (@OLfeminin) November 14, 2021 Fótbolti Franski boltinn Enski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Sjá meira
Chelsea sótti Manchester City heim í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar. Það tók Englandsmeistarana aðeins tvær mínútur að komast yfir en þar var að verki Jessie Fleming. Undir lok fyrri hálfleiks skoraði Sam Kerr svo annað mark gestanna og staðan 0-2 í hálfleik. Ef það var högg fyrir Man City þá var mark Francesca Kirby í upphafi síðari hálfleiks rothögg. Staðan orðin 3-0 Chelsea í vil og ljóst hvoru megin sigurinn myndi enda. Magdalena Eriksson fullkomnaði frábæran leik Chelsea skömmu síðar með fjórða marki liðsins. Fleiri urðu mörkin ekki og Chelsea vann þægilegan 4-0 sigur á erfiðum útivelli. Goodnight, Blues. #CFCW pic.twitter.com/2rQE6AvTDY— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) November 14, 2021 Með sigrinum fer Chelsea upp í 18 stig að loknum sjö umferðum. Situr liðið í öðru sæti með stigi minna en topplið Arsenal. Manchester City er í 9. sæti með sjö stig. Í Frakklandi tók Lyon á móti Frakklandsmeisturum París Saint-Germain. Liðin voru jöfn á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir sjö leiki. Eftir stundarfjórðung fékk heimaliðið vítaspyrnu. Catarina Macario fór á punktinn og kom Lyon í 1-0. Aðeins þremur mínútum síðar var staðan orðin 2-0, hin hollenska Danielle van de Donk með markið. Um miðbik fyrri hálfleik fékk Ashley Lawrence beint rautt spjald í liði PSG og ljóst að gestirnir voru í brattri brekku það sem lifði leiks. Mörkin í fyrri hálfleik urðu ekki fleiri og staðan því 2-0 er liðin gengu til búningsherbergja. Hin unga Melvine Malard kom Lyon í 3-0 snemma í síðari hálfleik og Damaris Berta Egurrola Wienke gerði út um leikinn með fjórða markinu þegar tæp klukkustund var liðin. Amanda Ilestedt minnkaði muninn fyrir gestina áður en Ada Hegerberg – sem kom inn af bekk Lyon – skoraði tvívegis og tryggði Lyon magnaðan 6-1 sigur. Quelle belle soirée #OLPSG pic.twitter.com/N35TqO0jLy— OL Féminin (@OLfeminin) November 14, 2021
Fótbolti Franski boltinn Enski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Sjá meira