Telur líklegast að útgefin kjörbréf verði staðfest Árni Sæberg skrifar 14. nóvember 2021 15:24 Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði við Bifröst telur ekki líklegt að ráðist verði í uppkosningu þrátt fyrir kosningalagabrot í Norðvesturkjördæmi. Eiríkur ræddi kosningarnar og stjórnarmyndunarviðræður við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi í morgun. „Mér hefur nú virst hingað til að líklegasta niðurstaðan hljóti að vera sú að útgefin kjörbréf verði staðfest. Vegna þess að aðrar niðurstöður virðast óhugsandi. Það er auðvitað galli við þá niðurstöðu sem er sá að þarna var augljóslega ekki farið að reglum en að það eigi að leiða til uppkosningar í einu kjördæmi eins og lögin segja, það er svo skrýtin staða að vera í. Nánast óboðleg,“ segir Eiríkur. Þá segir Eiríkur að vandræði tengd kosningunum séu afleiðing meiriháttar hönnunargalla í stjórnarskránni. Hann kennir dönsku einveldi á nítjándu öld um gallann. „Alþingi úrskurðar sjálft um hvort það sé sjálft löglega kjörið eða ekki. Þetta er náttúrulega fáránlegt,“ segir hann. Ástæðan fyrir því sé að menn hafi viljað koma í veg fyrir að konungurinn hefði áhrif á annað ríkisvald í Danmörku forðum. „Úrskurðarvaldið þyrfti að vera hjá óhlutdrægum dómstól en svo er ekki í þessu kerfi,“ segir hann. Ríkisstjórnin sé ekki starfsstjórn Eiríkur segir ríkisstjórnina sem nú situr ekki vera svokallaða starfstjórn þó þing hafi ekki enn verið kallað saman. „Ríkisstjórnin hélt völdum þannig að forsætisráðherra hefur ekki beðist lausnar, þetta er ekki starfsstjórn. Það er mikill munur á þessu ástandi sem er núna og oft áður eftir kosningar af þessum sökum. Við erum ekki að bíða eftir að ný ríkisstjórn verði mynduð, auðvitað kemur alltaf ný ríkisstjórn, en hún hélt velli og getur einfaldlega bara haldið áfram þangað til annað kemur í ljós,“ segir hann. Hins vegar sé mikilvægt að þing sé kallað saman og fjárlög samþykkt sem fyrst. Til þess þurfi að leysa úr flækjunni í Norðvesturkjördæmi. Hlusta má á viðtal við Eirík í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Þeir Kristján Kristjánsson byrjuðu á að ræða um þjóðernispopúlisma. Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Erlent Fleiri fréttir Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Margar slæmar holur á Hellisheiði Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Hamagangur á þinginu hindri aðkomu Flokks fólksins að viðræðum Borgarstjóri tjáir sig um ákvörðunina Sjá meira
Eiríkur ræddi kosningarnar og stjórnarmyndunarviðræður við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi í morgun. „Mér hefur nú virst hingað til að líklegasta niðurstaðan hljóti að vera sú að útgefin kjörbréf verði staðfest. Vegna þess að aðrar niðurstöður virðast óhugsandi. Það er auðvitað galli við þá niðurstöðu sem er sá að þarna var augljóslega ekki farið að reglum en að það eigi að leiða til uppkosningar í einu kjördæmi eins og lögin segja, það er svo skrýtin staða að vera í. Nánast óboðleg,“ segir Eiríkur. Þá segir Eiríkur að vandræði tengd kosningunum séu afleiðing meiriháttar hönnunargalla í stjórnarskránni. Hann kennir dönsku einveldi á nítjándu öld um gallann. „Alþingi úrskurðar sjálft um hvort það sé sjálft löglega kjörið eða ekki. Þetta er náttúrulega fáránlegt,“ segir hann. Ástæðan fyrir því sé að menn hafi viljað koma í veg fyrir að konungurinn hefði áhrif á annað ríkisvald í Danmörku forðum. „Úrskurðarvaldið þyrfti að vera hjá óhlutdrægum dómstól en svo er ekki í þessu kerfi,“ segir hann. Ríkisstjórnin sé ekki starfsstjórn Eiríkur segir ríkisstjórnina sem nú situr ekki vera svokallaða starfstjórn þó þing hafi ekki enn verið kallað saman. „Ríkisstjórnin hélt völdum þannig að forsætisráðherra hefur ekki beðist lausnar, þetta er ekki starfsstjórn. Það er mikill munur á þessu ástandi sem er núna og oft áður eftir kosningar af þessum sökum. Við erum ekki að bíða eftir að ný ríkisstjórn verði mynduð, auðvitað kemur alltaf ný ríkisstjórn, en hún hélt velli og getur einfaldlega bara haldið áfram þangað til annað kemur í ljós,“ segir hann. Hins vegar sé mikilvægt að þing sé kallað saman og fjárlög samþykkt sem fyrst. Til þess þurfi að leysa úr flækjunni í Norðvesturkjördæmi. Hlusta má á viðtal við Eirík í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Þeir Kristján Kristjánsson byrjuðu á að ræða um þjóðernispopúlisma.
Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Erlent Fleiri fréttir Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Margar slæmar holur á Hellisheiði Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Hamagangur á þinginu hindri aðkomu Flokks fólksins að viðræðum Borgarstjóri tjáir sig um ákvörðunina Sjá meira