Óskar Örn: „KR á stóran sess í mínu hjarta“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. nóvember 2021 19:31 Óskar Örn Hauksson segir það hafa verið eitt af því erfiðasta sem hann hefur gert að yfirgefa KR. Mynd/Skjáskot Óskar Örn Hauksson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Stjörnuna og mun því leika með Garðarbæjarliðinu á komandi leiktíð í Pepsi Max deild karla eftir 15 ára veru hjá KR. Óskar segir að þetta hafi verið ein erfiðasta ákvörðun sem hann hefur tekið. „Ég held að þetta hafi bara tekið eðlilegan tíma. Það var að mörgu að hyggja og þetta varð bara niðurstaðan eftir mikla umhugsun,“ sagði Óskar Örn í samtali við Stöð 2, aðspurður að því hvort að samningaferlið við Stjörnuna hafi tekið langan tíma. Hann segir það hafa verið erfitt að kveðja KR eftir öll þessi ár hjá félaginu. „Já, það er bara með því erfiðara sem ég hef gert.“ „Ég er bara stoltur af því að geta valið á milli tveggja góðra liða. Valið var mitt og ég bara stend og fell með því.“ En hvað var það sem heillaði Óskar við Stjörnuna? „Í fyrsta lagi vildu þeir bara mikið fá mig. Ég þekki Gústa og spilaði með honum fyrsta tímabilið mitt með KR þannig að við förum langt aftur. Ég þekki Jökul sem er með honum og svo er bara kraftur í mönnum þarna í kring og aðstaðan tip-top.“ „Þeir eru að fara í flottustu höll á landinu og það er allt til alls og góður grunnur þarna fyrir. Þannig að ég held að það sé góður grunnur fyrir því að gera gott mót.“ Eins og áður segir skrifaði Óskar undir tveggja ára samning við Garðarbæjarliðið, en það þýðir að hann verður orðinn 39 ára þegar samningur hans rennur út. Hann segist þó vera í góðu standi og að aldur sé í raun bara tala. „Jú, það er bara mjög gott. Ég held að bara til vitnis um það þá gat ég valið á milli þessara tveggja öflugu liða. Ég er bara í toppstandi og ætla bara að sýna það næsta sumar.“ „Ég var nú bara að lesa frétt um að Dani Alves sé á leið aftur í Barcelona, hann er að verða fertugur eða eitthvað,“ sagði Óskar léttur. „Þannig að þetta er bara orðið breytt. Í fyrsta lagi finnst mér bara gaman í fótbolta og ég held að maður fari bara langt á því. Svo þarf maður bara að hugsa um sig og nenna því. Þá getur maður held ég spilað helvíti lengi.“ Að lokum ítrekaði Óskar það að hann skilur við sitt gamla félag með söknuð í hjarta, og enn fremur að engin leiðindi hafi orðið þegar hann tók þessa ákvörðun. „Já það er klárt. KR á bara stóran sess í mínu hjarta og þetta er bara búið að vera erfitt.“ „Ég fer bara í góðu og allir sáttir og góðir vinir.“ Viðtalið við Óskar má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal: Óskar Örn Hauksson Pepsi Max-deild karla KR Stjarnan Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Sjá meira
„Ég held að þetta hafi bara tekið eðlilegan tíma. Það var að mörgu að hyggja og þetta varð bara niðurstaðan eftir mikla umhugsun,“ sagði Óskar Örn í samtali við Stöð 2, aðspurður að því hvort að samningaferlið við Stjörnuna hafi tekið langan tíma. Hann segir það hafa verið erfitt að kveðja KR eftir öll þessi ár hjá félaginu. „Já, það er bara með því erfiðara sem ég hef gert.“ „Ég er bara stoltur af því að geta valið á milli tveggja góðra liða. Valið var mitt og ég bara stend og fell með því.“ En hvað var það sem heillaði Óskar við Stjörnuna? „Í fyrsta lagi vildu þeir bara mikið fá mig. Ég þekki Gústa og spilaði með honum fyrsta tímabilið mitt með KR þannig að við förum langt aftur. Ég þekki Jökul sem er með honum og svo er bara kraftur í mönnum þarna í kring og aðstaðan tip-top.“ „Þeir eru að fara í flottustu höll á landinu og það er allt til alls og góður grunnur þarna fyrir. Þannig að ég held að það sé góður grunnur fyrir því að gera gott mót.“ Eins og áður segir skrifaði Óskar undir tveggja ára samning við Garðarbæjarliðið, en það þýðir að hann verður orðinn 39 ára þegar samningur hans rennur út. Hann segist þó vera í góðu standi og að aldur sé í raun bara tala. „Jú, það er bara mjög gott. Ég held að bara til vitnis um það þá gat ég valið á milli þessara tveggja öflugu liða. Ég er bara í toppstandi og ætla bara að sýna það næsta sumar.“ „Ég var nú bara að lesa frétt um að Dani Alves sé á leið aftur í Barcelona, hann er að verða fertugur eða eitthvað,“ sagði Óskar léttur. „Þannig að þetta er bara orðið breytt. Í fyrsta lagi finnst mér bara gaman í fótbolta og ég held að maður fari bara langt á því. Svo þarf maður bara að hugsa um sig og nenna því. Þá getur maður held ég spilað helvíti lengi.“ Að lokum ítrekaði Óskar það að hann skilur við sitt gamla félag með söknuð í hjarta, og enn fremur að engin leiðindi hafi orðið þegar hann tók þessa ákvörðun. „Já það er klárt. KR á bara stóran sess í mínu hjarta og þetta er bara búið að vera erfitt.“ „Ég fer bara í góðu og allir sáttir og góðir vinir.“ Viðtalið við Óskar má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal: Óskar Örn Hauksson
Pepsi Max-deild karla KR Stjarnan Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Sjá meira