Ellefu alvarleg útköll í Reynisfjöru síðustu sjö árin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. nóvember 2021 09:01 Björgunarsveitir hafa fjórum sinnum verið kallaðar út á síðustu sjö árum vegna drukknunar í Reynisfjöru. Vísir/Vilhelm Slysavarnafélaginu Landsbjörg hafa undanfarin sjö ár borist ellefu alvarleg útköll í Reynisfjöru. Við þetta bætist fjöldi annarra útkalla á svæðið sem ekki hafa verið flokkuð sem alvarleg. Þetta kemur fram í svari Guðbrands Arnar Arnarsonar, verkefnastjóra aðgerðamála hjá Landsbjörgu, við fyrirspurn fréttastofu um málið. Fram kemur í svari Guðbrands að nýtt skráningarkerfi hafi verið tekið í notkun hjá Landsbjörgu árið 2014. Síðan þá hafa borist ellefu útköll í flokki F1 og F2, tveimur alvarlegustu flokkum björgunarsveita, sem beint megi rekja til aðstæðna í Reynisfjöru frá árinu 2014. Sjö útköll hafa borist björgunarsveitum síðustu sjö ár úr Reynisfjöru vegna annarra slysa en andláts. Þar á meðal vegna fólks sem hefur komið sér í sjálfheldu vegna sjávarfalla.Vísir/Vilhelm Fjögur útkallanna hafi verið vegna drukknana og sjö vegna annarra slysa, þar á meðal eftir að fólk kom sér í sjálfheldu vegna sjávarfalla. Við þetta bætist fleiri útköll af svæðinu sem ekki tengist aðstæðum í fjörunni beint, til dæmis bílar sem séu fastir og týnt fólk, þar sem útgangspunktur sé annar en fjaran sjálf. Ótækt að úrbætur strandi á landeigendum Ung kínversk kona lést í Reynisfjöru í fyrradag eftir að hún barst á haf út með öldu. Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörgu gagnrýndi landeigendur við Reynisfjöru í kjölfarið og sagði ótækt að ekki hefði enn verið hægt að koma upp nauðsynlegum öryggisbúnaði við fjöruna. Málið, að hans sögn, strandi á landeigendum. Landeigendur eru síður en svo sáttir með þessa gagnrýni Jónasar og sagði Halla Ólafsdóttir, einn landeigenda og rekstrarstjóri Svörtu fjörunnar í Reynisfjöru, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að þetta væri ekki rétt hjá Jónasi. „Við erum boðin og búin að fara í samstarf og viljum að sjálfsögðu koma að því borði, hvernig þetta er framkvæmt og hvernig hlutirnir eru,“ sagði Halla. Fólk geri það sem það vilji og láti ekkert stoppa sig Landeigendur hafi til að mynda gert tilraunir til að koma upp ljósabúnaði á fjörunni, sem alltaf yrði logandi. Búnaðurinn hefði verið hannaður en framkvæmdin strandað hjá einhverri stofnuninni. Tók Halla það jafnframt fram að ómögulegt væri að stjórna því hvað fólk gerði, vildi fólk komast að fjörunni eða stuðlaklettunum frægu, fyndi fólk leið til að komast þangað. „Það kom bara á daginn eftir að ungi Kínverjinn fór 2016 að þá voru hérna tveir og þrír uppábúnir lögreglumenn að reyna að halda fólki frá. Ef þeir sneru sér í austur þá fór fólk vestan megin við þá en ef þeir sneru sér í vestur fór fólk austanmegin við þá. Fólk fer þangað sem það ætlar sér,“ segir Halla. Björgunarsveitir Slysavarnir Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Reynisfjara Tengdar fréttir Vísar ummælum björgunarsveitarmanns alfarið á bug Landeigandi í Reynisfjöru, þar sem banaslys varð í gær, vísar því alfarið á bug að landeigendur standi í vegi fyrir öryggisúrbótum á svæðinu. Þeir hafi þvert á móti tekið þátt í að setja upp gönguleiðir og lagt til sérstakar merkingar í öryggisátt. 11. nóvember 2021 20:30 Ótækt að úrbætur strandi á landeigendum Björgunarsveitarmaður segir ótækt að ekki hafi enn verið hægt að koma upp nauðsynlegum öryggisbúnaði í Reynisfjöru, þar sem banaslys varð í gær. Fjármagn hafi löngu verið tryggt en málið strandi á landeigendum. 11. nóvember 2021 12:52 Sá fjögur fara í sjóinn og konu reka langt frá landi Björgunarsveitir leita enn ungrar konu sem lenti í sjónum við Reynisfjöru í dag. Leiðsögumaður sem var í fjörunni þegar slysið varð segir aðstæður hafa verið slæmar og mikill öldugangur. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á svæðinu auk þess sem nærstaddur togari verður nýttur til að lýsa upp svæðið þegar fer að rökkva. 10. nóvember 2021 16:39 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Guðbrands Arnar Arnarsonar, verkefnastjóra aðgerðamála hjá Landsbjörgu, við fyrirspurn fréttastofu um málið. Fram kemur í svari Guðbrands að nýtt skráningarkerfi hafi verið tekið í notkun hjá Landsbjörgu árið 2014. Síðan þá hafa borist ellefu útköll í flokki F1 og F2, tveimur alvarlegustu flokkum björgunarsveita, sem beint megi rekja til aðstæðna í Reynisfjöru frá árinu 2014. Sjö útköll hafa borist björgunarsveitum síðustu sjö ár úr Reynisfjöru vegna annarra slysa en andláts. Þar á meðal vegna fólks sem hefur komið sér í sjálfheldu vegna sjávarfalla.Vísir/Vilhelm Fjögur útkallanna hafi verið vegna drukknana og sjö vegna annarra slysa, þar á meðal eftir að fólk kom sér í sjálfheldu vegna sjávarfalla. Við þetta bætist fleiri útköll af svæðinu sem ekki tengist aðstæðum í fjörunni beint, til dæmis bílar sem séu fastir og týnt fólk, þar sem útgangspunktur sé annar en fjaran sjálf. Ótækt að úrbætur strandi á landeigendum Ung kínversk kona lést í Reynisfjöru í fyrradag eftir að hún barst á haf út með öldu. Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörgu gagnrýndi landeigendur við Reynisfjöru í kjölfarið og sagði ótækt að ekki hefði enn verið hægt að koma upp nauðsynlegum öryggisbúnaði við fjöruna. Málið, að hans sögn, strandi á landeigendum. Landeigendur eru síður en svo sáttir með þessa gagnrýni Jónasar og sagði Halla Ólafsdóttir, einn landeigenda og rekstrarstjóri Svörtu fjörunnar í Reynisfjöru, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að þetta væri ekki rétt hjá Jónasi. „Við erum boðin og búin að fara í samstarf og viljum að sjálfsögðu koma að því borði, hvernig þetta er framkvæmt og hvernig hlutirnir eru,“ sagði Halla. Fólk geri það sem það vilji og láti ekkert stoppa sig Landeigendur hafi til að mynda gert tilraunir til að koma upp ljósabúnaði á fjörunni, sem alltaf yrði logandi. Búnaðurinn hefði verið hannaður en framkvæmdin strandað hjá einhverri stofnuninni. Tók Halla það jafnframt fram að ómögulegt væri að stjórna því hvað fólk gerði, vildi fólk komast að fjörunni eða stuðlaklettunum frægu, fyndi fólk leið til að komast þangað. „Það kom bara á daginn eftir að ungi Kínverjinn fór 2016 að þá voru hérna tveir og þrír uppábúnir lögreglumenn að reyna að halda fólki frá. Ef þeir sneru sér í austur þá fór fólk vestan megin við þá en ef þeir sneru sér í vestur fór fólk austanmegin við þá. Fólk fer þangað sem það ætlar sér,“ segir Halla.
Björgunarsveitir Slysavarnir Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Reynisfjara Tengdar fréttir Vísar ummælum björgunarsveitarmanns alfarið á bug Landeigandi í Reynisfjöru, þar sem banaslys varð í gær, vísar því alfarið á bug að landeigendur standi í vegi fyrir öryggisúrbótum á svæðinu. Þeir hafi þvert á móti tekið þátt í að setja upp gönguleiðir og lagt til sérstakar merkingar í öryggisátt. 11. nóvember 2021 20:30 Ótækt að úrbætur strandi á landeigendum Björgunarsveitarmaður segir ótækt að ekki hafi enn verið hægt að koma upp nauðsynlegum öryggisbúnaði í Reynisfjöru, þar sem banaslys varð í gær. Fjármagn hafi löngu verið tryggt en málið strandi á landeigendum. 11. nóvember 2021 12:52 Sá fjögur fara í sjóinn og konu reka langt frá landi Björgunarsveitir leita enn ungrar konu sem lenti í sjónum við Reynisfjöru í dag. Leiðsögumaður sem var í fjörunni þegar slysið varð segir aðstæður hafa verið slæmar og mikill öldugangur. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á svæðinu auk þess sem nærstaddur togari verður nýttur til að lýsa upp svæðið þegar fer að rökkva. 10. nóvember 2021 16:39 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Vísar ummælum björgunarsveitarmanns alfarið á bug Landeigandi í Reynisfjöru, þar sem banaslys varð í gær, vísar því alfarið á bug að landeigendur standi í vegi fyrir öryggisúrbótum á svæðinu. Þeir hafi þvert á móti tekið þátt í að setja upp gönguleiðir og lagt til sérstakar merkingar í öryggisátt. 11. nóvember 2021 20:30
Ótækt að úrbætur strandi á landeigendum Björgunarsveitarmaður segir ótækt að ekki hafi enn verið hægt að koma upp nauðsynlegum öryggisbúnaði í Reynisfjöru, þar sem banaslys varð í gær. Fjármagn hafi löngu verið tryggt en málið strandi á landeigendum. 11. nóvember 2021 12:52
Sá fjögur fara í sjóinn og konu reka langt frá landi Björgunarsveitir leita enn ungrar konu sem lenti í sjónum við Reynisfjöru í dag. Leiðsögumaður sem var í fjörunni þegar slysið varð segir aðstæður hafa verið slæmar og mikill öldugangur. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á svæðinu auk þess sem nærstaddur togari verður nýttur til að lýsa upp svæðið þegar fer að rökkva. 10. nóvember 2021 16:39