Ellefu ára fangelsi yfir bandarískum blaðamanni í Búrma Kjartan Kjartansson skrifar 12. nóvember 2021 08:28 Danny Fenster er meðal annars sagður hafa starfað fyrir vefmiðil sem er gagnrýninn á herforingjastjórnina í Búrma. AP Herdómstóll í Búrma dæmdi Danny Fenster, bandarískan blaðamann, í ellefu ára fangelsi fyrir undirróður gegn hernum, brot á innflytjendalögum og samkomutakmörkunum í dag. Hann gæti hlotið enn þyngri dóm verði hann sakfelldur fyrir uppreisnaráróður og hryðjuverk. Fenster var ritstjóri vefsíðunnar Frontier Mjanmar en hann var handtekinn á alþjóðaflugvellinum í Yangon í maí, einn tuga blaðamanna sem herinn hefur handtekið frá því að hann rændi völdum í febrúar. Bandaríkjastjórn hefur krafist þess að herforingjastjórnin í Búrma sleppi Fenster en hún hefur fram að þessu neitað því. Phil Robertson, aðstoðarforstöðumaður Mannréttindavaktarinnar í Asíu, segir dóminn yfir Fenster skopstælingu á réttlæti fyrir sýndardómstól. Honum sé ætlað að ógna öðrum blaðamönnum í Búrma sem er einnig þekkt sem Mjanmar. Fyrr í vikunni var Fenster ákærður fyrir enn alvarlegri brot: uppreisnaráróður gegn herforingjastjórninni og hryðjuverk. Réttað verður yfir honum vegna þeirra ákæra í næstu viku en Fenster gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann fundinn sekur. Hátt á tólfta hundrað manna hafa verið drepnir frá því að herinn rændi völdum í Búrma og á áttunda þúsund handteknir, ákærðir eða dæmdir fyrir að taka þátt í mótmælum. Vitað er til þess að um áttatíu blaðamenn hafi verið handteknir fyrir fréttaflutning sinn en um fimmtíu þeirra séu enn í haldi. Mjanmar Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira
Fenster var ritstjóri vefsíðunnar Frontier Mjanmar en hann var handtekinn á alþjóðaflugvellinum í Yangon í maí, einn tuga blaðamanna sem herinn hefur handtekið frá því að hann rændi völdum í febrúar. Bandaríkjastjórn hefur krafist þess að herforingjastjórnin í Búrma sleppi Fenster en hún hefur fram að þessu neitað því. Phil Robertson, aðstoðarforstöðumaður Mannréttindavaktarinnar í Asíu, segir dóminn yfir Fenster skopstælingu á réttlæti fyrir sýndardómstól. Honum sé ætlað að ógna öðrum blaðamönnum í Búrma sem er einnig þekkt sem Mjanmar. Fyrr í vikunni var Fenster ákærður fyrir enn alvarlegri brot: uppreisnaráróður gegn herforingjastjórninni og hryðjuverk. Réttað verður yfir honum vegna þeirra ákæra í næstu viku en Fenster gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann fundinn sekur. Hátt á tólfta hundrað manna hafa verið drepnir frá því að herinn rændi völdum í Búrma og á áttunda þúsund handteknir, ákærðir eða dæmdir fyrir að taka þátt í mótmælum. Vitað er til þess að um áttatíu blaðamenn hafi verið handteknir fyrir fréttaflutning sinn en um fimmtíu þeirra séu enn í haldi.
Mjanmar Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira