Kári segir faraldurinn farinn gjörsamlega úr böndunum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 11. nóvember 2021 19:10 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir stöðuna í íslensku samfélagi þegar kemur að fjölda kórónuveirusmita vera ógnvænlega. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir kórónuveirufaraldurinn farinn gjörsamlega úr böndunum. Ef ekki verði brugðist við komi faraldurinn til með að rústa atvinnulífi landsins í náinni framtíð. Þá vill hann hætta að nota hraðpróf þar sem þau greini fólk of seint. Kári er á því að nú sé tímabært að herða sóttvarnaraðgerðir á ný en tvö hundruð greindust með kórónuveiruna í dag. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem met er slegið. „Þetta er farið gjörsamlega úr böndum og nú verðum við að setja töluverðar takmarkanir á hegðun fólks til þess að ná þessu „under control“. Við kunnum að gera það. Við getum gert það og í þetta skipti þá held ég að það eigi ekki að þurfa að endast lengi vegna þess að við erum búin að bólusetja yfir 90% fullorðinna,“ segir Kári. Þá vill hann að börn á aldrinum 5-12 ára verði bólusett. Aðeins er í boði að bólusetja börn tólf ára og eldri hér á landi en Lyfjastofnun Evrópu skoðar nú hvort leyfilegt verði að nota bóluefni Pfizer fyrir börn á aldrinum 5-12 ára innan Evrópu. „Það kom út vísindagrein í New England Journal of Medicine í dag eða í gær sem að lýsir því að bólusetning barna frá 5-12 ára sé hættulítil og hafi mikil áhrif. Þannig að nú þurfum við bara að gefa í hvað bólusetningu snertir. Bólusetja börnin. Bólusetja aukaskammt í alla fullorðna. Við þurfum að herða takmarkanir á landamærum eða að minnsta kosti sjá til þess að það sé ekki stöðugt streymi á veirunni inn í landið.“ Vill aðeins nota PCR prófin Kári telur ekki lengur rétt að nota hraðpróf líkt og gert hefur verið undanfarið. „Við þurfum að gera er að hætta að nota hraðpróf og fara að nota PCR prófin þessi næmustu próf. Vegna þess að við erum að greina fólk of seint.“ Kári telur að hægt sé að grípa til nauðsynlegra aðgerða án þess að það valdi mikill röskun á atvinnulífi landsins. „Ef við bíðum mikið með þetta, ef við bregðumst ekki við hratt, þá kemur þessi til með að ríða röftum yfir hátíðirnar. Koma til með að rústa atvinnulífi landsins í náinni framtíð. Þannig það er eins gott að bregðast við þessu skynsamlega. Ekki fara að ráðast í þetta með hálfkáki.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leggur til hertar aðgerðir í nýju minnisblaði Sóttvarnalæknir leggur til hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í nýju minnisblaði sem hann sendi Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fyrir stundu. 11. nóvember 2021 18:20 Hundrað smitaðir eftir villibráðarkvöld í Garðabæ Aldrei áður hafa jafn margir verið í einangrun með kórónuveiruna hér á landi og nú eða fimmtán hundruð manns. Sóttvarnalæknir segir hópsýkingar hafa verið margar í þessari bylgju faraldursins. Um eitt hundrað manns hafa greinst með veiruna út frá villibráðarhlaðborði sem haldið var í Garðabæ um síðustu helgi. 11. nóvember 2021 11:43 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Kári er á því að nú sé tímabært að herða sóttvarnaraðgerðir á ný en tvö hundruð greindust með kórónuveiruna í dag. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem met er slegið. „Þetta er farið gjörsamlega úr böndum og nú verðum við að setja töluverðar takmarkanir á hegðun fólks til þess að ná þessu „under control“. Við kunnum að gera það. Við getum gert það og í þetta skipti þá held ég að það eigi ekki að þurfa að endast lengi vegna þess að við erum búin að bólusetja yfir 90% fullorðinna,“ segir Kári. Þá vill hann að börn á aldrinum 5-12 ára verði bólusett. Aðeins er í boði að bólusetja börn tólf ára og eldri hér á landi en Lyfjastofnun Evrópu skoðar nú hvort leyfilegt verði að nota bóluefni Pfizer fyrir börn á aldrinum 5-12 ára innan Evrópu. „Það kom út vísindagrein í New England Journal of Medicine í dag eða í gær sem að lýsir því að bólusetning barna frá 5-12 ára sé hættulítil og hafi mikil áhrif. Þannig að nú þurfum við bara að gefa í hvað bólusetningu snertir. Bólusetja börnin. Bólusetja aukaskammt í alla fullorðna. Við þurfum að herða takmarkanir á landamærum eða að minnsta kosti sjá til þess að það sé ekki stöðugt streymi á veirunni inn í landið.“ Vill aðeins nota PCR prófin Kári telur ekki lengur rétt að nota hraðpróf líkt og gert hefur verið undanfarið. „Við þurfum að gera er að hætta að nota hraðpróf og fara að nota PCR prófin þessi næmustu próf. Vegna þess að við erum að greina fólk of seint.“ Kári telur að hægt sé að grípa til nauðsynlegra aðgerða án þess að það valdi mikill röskun á atvinnulífi landsins. „Ef við bíðum mikið með þetta, ef við bregðumst ekki við hratt, þá kemur þessi til með að ríða röftum yfir hátíðirnar. Koma til með að rústa atvinnulífi landsins í náinni framtíð. Þannig það er eins gott að bregðast við þessu skynsamlega. Ekki fara að ráðast í þetta með hálfkáki.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leggur til hertar aðgerðir í nýju minnisblaði Sóttvarnalæknir leggur til hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í nýju minnisblaði sem hann sendi Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fyrir stundu. 11. nóvember 2021 18:20 Hundrað smitaðir eftir villibráðarkvöld í Garðabæ Aldrei áður hafa jafn margir verið í einangrun með kórónuveiruna hér á landi og nú eða fimmtán hundruð manns. Sóttvarnalæknir segir hópsýkingar hafa verið margar í þessari bylgju faraldursins. Um eitt hundrað manns hafa greinst með veiruna út frá villibráðarhlaðborði sem haldið var í Garðabæ um síðustu helgi. 11. nóvember 2021 11:43 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Leggur til hertar aðgerðir í nýju minnisblaði Sóttvarnalæknir leggur til hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í nýju minnisblaði sem hann sendi Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fyrir stundu. 11. nóvember 2021 18:20
Hundrað smitaðir eftir villibráðarkvöld í Garðabæ Aldrei áður hafa jafn margir verið í einangrun með kórónuveiruna hér á landi og nú eða fimmtán hundruð manns. Sóttvarnalæknir segir hópsýkingar hafa verið margar í þessari bylgju faraldursins. Um eitt hundrað manns hafa greinst með veiruna út frá villibráðarhlaðborði sem haldið var í Garðabæ um síðustu helgi. 11. nóvember 2021 11:43