Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri Stafræns Íslands, kynna klukkan ellefu vefinn, sem er sagður vera bylting í birtingu á reglugerðum.
Um nýja reglugerðarvefinn
„Á nýjum reglugerðarvef verður hægt að sjá nýjustu útgáfu af öllum gildandi reglugerðum. Notendur getur rakið allar breytingar sem gerðar hafa verið á hverri reglugerð og hægt er að fara fram og til baka í tíma og sjá nákvæmlega hvaða reglugerðarútgáfa var í gildi á hverjum tíma fyrir sig.
Það er óhætt að fullyrða að þessi vefur muni spara hundruð vinnustunda á hverju ári hjá lögmönnum og laganemum, en hann mun auk þess stórbæta aðgengi fjölmiðla og almennings að því sem stundum er uppnefnt reglugerðarfrumskógurinn. Flestar reglugerðir taka breytingum í takt við breytta tíma og breyttar forsendur og það dregur verulega úr réttaróvissu þegar hægt er að ganga að dagréttri og uppfærði reglugerð í heild sinni á hverjum tíma,“ segir í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu.
Hægt er að skoða vefinn hér fyrir neðan.