Fótbolti

Sveindís Jane átti eitt flottasta mark tímabilsins í Svíþjóð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sveindís Jane Jónsdóttir í síðasta landsleik sínum á Laugardalsvellinum þar sem hún skoraði tvö mörk í sigri á Kýpur.
Sveindís Jane Jónsdóttir í síðasta landsleik sínum á Laugardalsvellinum þar sem hún skoraði tvö mörk í sigri á Kýpur. Vísir/Vilhelm

Íslenska landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir átti frábært fyrsta tímabil í atvinnumennskunni og eitt af mörkum hennar með Kristianstad er eitt fallegasta mark tímabilsins í sænsku deildinni.

Sveindís Jane var valin ein af tíu bestu leikmönnum sænsku úrvalsdeildarinnar en hún var með sex mörk og fjórar stoðsendingar á tímabilinu og kom því að tíu mörkum Kristianstad í nítján leikjum.

Sportbladet í Svíþjóð stendur fyrir kosningu um fallegast mark tímabilsins í sænsku kvennadeildinni og þar er eitt marka Sveindísar tilnefnt.

Markið sem kemur til greina skoraði Sveindís á glæsilegan hátt í sigurleik á móti Linköping í september. Það reyndist vera eina mark leiksins og tryggði Kristianstad dýrmæt þrjú stig í baráttunni um sæti í Meistaradeildinni.

Sveindís fékk boltann á hægri vængnum, tók varnarmann á, og skoraði síðan með þrumuskoti upp í þaknetið. Markið var engin tilviljun því nokkrum vikum síðar skoraði hún mjög svipað mark í sigri á Kýpur á Laugardalsvellinum.

Hér fyrir neðan má sjá þetta mark og svo hin mörkin sem koma til greina sem fallegasta mark tímabilsins í sænsku deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×