Minnir á mál Tonyu og Nancy Kerrigan: Myndaðar saman á Kópavogsvelli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2021 11:31 Aminatu Diallo er hér lengst til vinstri en Kheira Hamraoui ræðir málin við liðsfélaga sinn Kadidiatou Diani þegar þær ganga af velli í leiknum á móti Breiðabliki á Kópavogsvellinum. Getty/Hafliði Breiðfjörd Það er óhætt að segja að mál frönsku landsliðskvennanna hjá Paris Saint Germain minnir mikið á mál bandarísku skautadansaranna Tonyu Harding og Nancy Kerrigan. Aminatu Diallo var handtekin í gærmorgun í tengslum við árás á liðsfélaga hennar Kheiru Hamraoui. Þær eiga í mikilli samkeppni um sæti á miðju hins sterka Paris Saint Germain liðs. Aminata Diallo has been arrested on allegations of attempting to physically injure her PSG and France teammate Kheira Hamraoui to eliminate her in competition for places. https://t.co/Hxw11xUnTs— SPORTbible (@sportbible) November 10, 2021 ESPN hefur heimildir fyrir því að árásin hafi staðið yfir í meira en tvær mínútur og að Diallo hafi verið að skutla Hamraoui heim eftir liðsfund í París. Í bílnum voru þær tvær ásamt tveimur öðrum leikmönnum PSG. Þegar Diallo stoppaði fyrir framan hús Hamraoui þá réðust að henni tveir grímuklæddir menn með járnstangir, toguðu hana út úr bílnum og létu höggin dynja á fótum hennar með í tvær mínútur áður en þeir hlupu í burtu. Erlendir fjölmiðlar hafa notað mynd af þeim Aminatu Diallo og Kheiru Hamraoui saman þegar þær voru að báðar að spila á móti Breiðabliki á Kópavogsvellinum. Þær sjást þar ganga af velli í hópi með öðrum leikmönnum PSG. Breiðablik og PSG eru einmitt saman í riðli í Meistaradeildinni. Málið minnir mikið á það sem gerðist í aðdraganda Vetrarólympíuleikanna í Lillehammer árið 1994. Skautakonan Nancy Kerrigan varð þá fyrir árás fyrir leikana og seinna kom í ljós að eiginmaður Tonyu Harding hafði skipulagt árásina. Nancy Kerrigan og Tonya Harding voru að keppa um sæti í Ólympíuliði Bandaríkjanna. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Bip1G9kBXS0">watch on YouTube</a> Kerrigan meiddist það illa í árásinni að hún gat ekki tekið þátt í úrtökumóti fyrir Ólympíuleikanna þar sem Harding tryggði sér sæti í Ólympíuliðinu. Kerrigan náði sér hins vegar af meiðslunum fyrir leikana og fékk að vera með. Kerrigan vann þar silfurverðlaun. Harding hefur alltaf neitað að hafa komið að skipulagningu árásarinnar en viðurkenndi sök sína að hafa hindrað réttvísina í rannsókn málsins. Málið var risafréttamál á sínum tíma og síðan hefur verið meðal annars verið gerð Hollywood mynd um Tonyu Harding með þetta mál í fararbroddi. Myndin heitir „I, Tonya“ og fór Margot Robbie með hlutverk Harding. Árásin á Kheiru Hamraoui Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Franski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Sjá meira
Aminatu Diallo var handtekin í gærmorgun í tengslum við árás á liðsfélaga hennar Kheiru Hamraoui. Þær eiga í mikilli samkeppni um sæti á miðju hins sterka Paris Saint Germain liðs. Aminata Diallo has been arrested on allegations of attempting to physically injure her PSG and France teammate Kheira Hamraoui to eliminate her in competition for places. https://t.co/Hxw11xUnTs— SPORTbible (@sportbible) November 10, 2021 ESPN hefur heimildir fyrir því að árásin hafi staðið yfir í meira en tvær mínútur og að Diallo hafi verið að skutla Hamraoui heim eftir liðsfund í París. Í bílnum voru þær tvær ásamt tveimur öðrum leikmönnum PSG. Þegar Diallo stoppaði fyrir framan hús Hamraoui þá réðust að henni tveir grímuklæddir menn með járnstangir, toguðu hana út úr bílnum og létu höggin dynja á fótum hennar með í tvær mínútur áður en þeir hlupu í burtu. Erlendir fjölmiðlar hafa notað mynd af þeim Aminatu Diallo og Kheiru Hamraoui saman þegar þær voru að báðar að spila á móti Breiðabliki á Kópavogsvellinum. Þær sjást þar ganga af velli í hópi með öðrum leikmönnum PSG. Breiðablik og PSG eru einmitt saman í riðli í Meistaradeildinni. Málið minnir mikið á það sem gerðist í aðdraganda Vetrarólympíuleikanna í Lillehammer árið 1994. Skautakonan Nancy Kerrigan varð þá fyrir árás fyrir leikana og seinna kom í ljós að eiginmaður Tonyu Harding hafði skipulagt árásina. Nancy Kerrigan og Tonya Harding voru að keppa um sæti í Ólympíuliði Bandaríkjanna. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Bip1G9kBXS0">watch on YouTube</a> Kerrigan meiddist það illa í árásinni að hún gat ekki tekið þátt í úrtökumóti fyrir Ólympíuleikanna þar sem Harding tryggði sér sæti í Ólympíuliðinu. Kerrigan náði sér hins vegar af meiðslunum fyrir leikana og fékk að vera með. Kerrigan vann þar silfurverðlaun. Harding hefur alltaf neitað að hafa komið að skipulagningu árásarinnar en viðurkenndi sök sína að hafa hindrað réttvísina í rannsókn málsins. Málið var risafréttamál á sínum tíma og síðan hefur verið meðal annars verið gerð Hollywood mynd um Tonyu Harding með þetta mál í fararbroddi. Myndin heitir „I, Tonya“ og fór Margot Robbie með hlutverk Harding.
Árásin á Kheiru Hamraoui Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Franski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Sjá meira