Arnar Daði: Mér líður ekki eins og ég hafi verið að vinna toppliðið Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 10. nóvember 2021 21:40 Arnar Daði stýrði sínum mönnum til sigurs í kvöld. Vísir/Elín Björg Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, var að vonum sáttur eftir að hafa unnið sinn fyrsta sigur í deildinni og á engu öðru en toppliði Stjörnunnar í virkilega spennandi leik fyrr í kvöld. Stjarnan var með þriggja marka forystu í hálfleik en Grótta náði frábæru áhlaupi í þeim síðari og sigruðu hún með tveimur mörkum, 34-32. „Mér líður bara mjög vel, að sjálfsögðu. Þetta er það sem ég elska. Og þetta er það sem við strákarnir erum í til að vinna. Við erum auðvitað hundsvekktir að vera ekk komnir með fleiri stig en það er ekkert spurt að því. Við þurfum bara að gera meira. Og við gerðum nóg til þess að vinna þennan leik og ég er ánægður með það. Mér líður ekki eins og ég hafi verið að vinna toppliðið. Ég vill ekki að hljóma eins og eitthvað egó en ég hafði bullandi trú á því að við gætum unnið þennan leik.“ „Deildin er fáránlega jöfn og ég held að úrslitin úr flestum leikjum á tímabilinu hafa sýnt það. En það gefur okkur ekki eitt eða neitt, við þurfum alltaf að gera sem við þurfum að gera. Ég er fáranlega stoltur af strákunum. Við spiluðum agaðan sóknarleik lengst af.“ „Ef við förum aðeins yfir þetta þá var fyrri hálfleikur ekki spes. Hann var bara ekki nægilega góður. Mér finnst eiginlega bara ótrúlega að við höfum náð að uppskera sigur þrátt fyrir spilamennskuna í fyrri hálfleik. En miðað við hvað mér fannst við eiga mikið inni í seinni hálfleik, þá sagði ég við strákana í hálfleik að ef þeir myndu gera aðeins meira þá myndum við vinna leikinn. Það sást á liðinu þegar við vorum búnir að vinna upp sjö marka forskot eftir tíu mínútur í seinni hálfleik. Það er ekki hver sem er sem gæti þetta, með fullri virðingu fyrir Stjörnunni sem eru búnir að vera frábærir allt tímabilið. Við erum bara ágætir.“ „Sóknarleikurinn gekk mjög smurt fyrir sig, bæði sjö á sex gekk vel hjá okkur á báðar varnir Stjörnunnar. Sóknarleikurinn var mjög góður. Einar baldvin stígur upp í seinni hálfleik. Ég sagði við hann í hálfleik að hann væri ekki búinn að vera nægilega góður og að hann þyrfti að verja ef við ætluðum að vinna. Við hefðum ekki getað treyst á það að við myndum gera nægilega mikið varnar- og sóknarlega. Við þurftum fleiri varða bolta. Og hann svaraði heldur betur kallinu.“ „Núna er það bara áfram gakk. Við eigum tvo mikilvæga leiki framundan bæði á móti HK og Víking og það væri anskotans skellur að tapa þeim leikjum eftir þetta. En það getur auðvitað allt gerst. Við verðum að halda fókus og ég er strax búinn að henda mér niður á jörðina.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild karla Grótta Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Sjá meira
Stjarnan var með þriggja marka forystu í hálfleik en Grótta náði frábæru áhlaupi í þeim síðari og sigruðu hún með tveimur mörkum, 34-32. „Mér líður bara mjög vel, að sjálfsögðu. Þetta er það sem ég elska. Og þetta er það sem við strákarnir erum í til að vinna. Við erum auðvitað hundsvekktir að vera ekk komnir með fleiri stig en það er ekkert spurt að því. Við þurfum bara að gera meira. Og við gerðum nóg til þess að vinna þennan leik og ég er ánægður með það. Mér líður ekki eins og ég hafi verið að vinna toppliðið. Ég vill ekki að hljóma eins og eitthvað egó en ég hafði bullandi trú á því að við gætum unnið þennan leik.“ „Deildin er fáránlega jöfn og ég held að úrslitin úr flestum leikjum á tímabilinu hafa sýnt það. En það gefur okkur ekki eitt eða neitt, við þurfum alltaf að gera sem við þurfum að gera. Ég er fáranlega stoltur af strákunum. Við spiluðum agaðan sóknarleik lengst af.“ „Ef við förum aðeins yfir þetta þá var fyrri hálfleikur ekki spes. Hann var bara ekki nægilega góður. Mér finnst eiginlega bara ótrúlega að við höfum náð að uppskera sigur þrátt fyrir spilamennskuna í fyrri hálfleik. En miðað við hvað mér fannst við eiga mikið inni í seinni hálfleik, þá sagði ég við strákana í hálfleik að ef þeir myndu gera aðeins meira þá myndum við vinna leikinn. Það sást á liðinu þegar við vorum búnir að vinna upp sjö marka forskot eftir tíu mínútur í seinni hálfleik. Það er ekki hver sem er sem gæti þetta, með fullri virðingu fyrir Stjörnunni sem eru búnir að vera frábærir allt tímabilið. Við erum bara ágætir.“ „Sóknarleikurinn gekk mjög smurt fyrir sig, bæði sjö á sex gekk vel hjá okkur á báðar varnir Stjörnunnar. Sóknarleikurinn var mjög góður. Einar baldvin stígur upp í seinni hálfleik. Ég sagði við hann í hálfleik að hann væri ekki búinn að vera nægilega góður og að hann þyrfti að verja ef við ætluðum að vinna. Við hefðum ekki getað treyst á það að við myndum gera nægilega mikið varnar- og sóknarlega. Við þurftum fleiri varða bolta. Og hann svaraði heldur betur kallinu.“ „Núna er það bara áfram gakk. Við eigum tvo mikilvæga leiki framundan bæði á móti HK og Víking og það væri anskotans skellur að tapa þeim leikjum eftir þetta. En það getur auðvitað allt gerst. Við verðum að halda fókus og ég er strax búinn að henda mér niður á jörðina.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild karla Grótta Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Sjá meira