Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Við ræðum við lögregluna á Suðurlandi í beinni útsendingu um banaslys við Reynisfjöru. Unga kínverska konu rak út á sjó í öldugangi við fjöruna.
Aldrei hafa fleiri börn verið í eftirliti Covid göngudeildar Landspítalans en nú og enn annað met var slegið í gær þegar 178 greindust með veiruna innanlands. Við ræðum við sóttvarnalækni sem telurað herða þurfi sóttvarnaaðgerðir til að fækka þeim sem greinast með kórónuveiruna.
Einnig verðum við í beinni útsendingu frá loftslagsráðstefnunni í Glasgow með umhverfisráðherra, ræðum við umboðsmann barna um svokölluð hvíldarherbergi í grunnskólum, skoðum stöðuna í yfirfullu Farsóttarhúsi við Rauðarárstíg og verðum í beinni frá danseinvígi ársins.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.