Helsta baráttumálið að standa við bakið á kennurum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 9. nóvember 2021 19:06 Magnús Þór Jónsson tekur við embætti formanns Kennarasambands Íslands í apríl á næsta ári. Nýr formaður Kennarasambands Íslands var kjörinn í dag en skólastjórinn Magnús Þór Jónsson tekur við embættinu á næsta ári. Helsta baráttumál hans er að hlúa að kennurum og segir mörg spennandi verkefni framundan. Fjögur voru í framboði til formanns sambandsins en kosningu lauk klukkan tvö í dag. Ríflega ellefu þúsund félagsmenn KÍ voru á kjörskrá en 6.676 greiddu atkvæði og var kjörsókn því 60,32 prósent. Magnús fékk í heildina 2.778 atkvæði, eða hátt í 42 prósent atkvæða. Anna María Gunnarsdóttir var með næst flest atkvæði, eða tæplega 33 prósent. Þar á eftir komu Hanna Björg Vilhjálmsdóttir sem hlaut rúmlega 16 prósent atkvæða og Heimir Eyvindsson sem hlaut rúmlega 8 prósent atkvæða. Magnús mun taka við embættinu af Ragnari Þór Péturssyni, sitjandi formanni, á áttunda þingi Kennarasambandsins í apríl á næsta ár „Ég er auðvitað fyrst og fremst bara mjög spenntur fyrir því verkefni að fá að leiða íslenska kennara. Það er mikill heiður og ég ætla að reyna að gera það vel,“ segir Magnús en hann starfar nú sem skólastjóri í Seljaskóla. Hann segir sitt helsta baráttumál vera að standa við bakið á kennurum og setja þau í forgrunn. Sjö aðildafélög mynda Kennarasambandið og vinna þau á ólíkum starfsvettvangi og skólastigum. „Það er mikil breidd í þessu samfélagi þannig ég held að stóra verkefnið hjá Kennarasambandinu sé að það að vera sameiningartákn fyrir félögin öll,“ segir Magnús og bætir við að um tvíþætt verkefni sé að ræða. „Annars vegar held ég að það skipti mjög miklu máli að við styrkjum við starf aðildafélaganna, við þurfum alltaf að styðja þau, og svo þurfum við líka að vera tilbúin til að vinna sjálf að ákveðnum verkefnum sem snúa að umgjörð og svona aðbúnað í störfum,“ segir Magnús. Fyrst og fremst sé það mikilvægt að nemendum líði vel í skóla og til þess þurfi kennarar að búa við vellíðan í sínum störfum. Þá sé hægt að taka á öðrum verkefnum. Meðal annars þurfi áfram að taka á Covid-faraldrinum en Magnús segir faraldurinn hafa sýnt hversu öflugt starfsfólk er í íslenskum skólum. „Það er ákveðið sóknarfæri sem tengjast væntanlega nýjum farsældarlögum og menntastefnu sem er verið að vinna að. Þannig það eru mörg spennandi verkefni til þess að vinna að,“ segir Magnús. Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Grunnskólar Tengdar fréttir Formannsefni kennara segja kulnun mikilvægasta verkefnið Frambjóðendurnir fjórir til formanns Kennarasambands Íslands eru sammála um að umfjöllun um menntamál hér á landi sé allt of neikvæð. Þá geri pólitíkin kennurum erfitt fyrir með sífelldum breytingum á tíu ára fresti. Líflegar umræður spunnust í Pallborðinu á Vísi um menntamál í dag. 1. nóvember 2021 22:21 Fjögur í framboði til formanns Kennarasambandsins Fjögur bjóða sig fram til formanns Kennarasambands Íslands, en frestur til að bjóða sig fram rann út á miðnætti í gær. Áður hafði verið greint frá því að formaðurinn Ragnar Þór Pétursson myndi ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku. 5. október 2021 11:19 Magnús sækist eftir formannsembættinu Magnús Þór Jónsson, formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík, ætlar að gefa kost á sér í embætti formanns Kennarasambands Íslands. Magnús Þór segist hafa fengið áskoranir síðustu daga og vikur en hann hefur unnið við kennslu frá 1994. 3. október 2021 13:34 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefa góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Sjá meira
Fjögur voru í framboði til formanns sambandsins en kosningu lauk klukkan tvö í dag. Ríflega ellefu þúsund félagsmenn KÍ voru á kjörskrá en 6.676 greiddu atkvæði og var kjörsókn því 60,32 prósent. Magnús fékk í heildina 2.778 atkvæði, eða hátt í 42 prósent atkvæða. Anna María Gunnarsdóttir var með næst flest atkvæði, eða tæplega 33 prósent. Þar á eftir komu Hanna Björg Vilhjálmsdóttir sem hlaut rúmlega 16 prósent atkvæða og Heimir Eyvindsson sem hlaut rúmlega 8 prósent atkvæða. Magnús mun taka við embættinu af Ragnari Þór Péturssyni, sitjandi formanni, á áttunda þingi Kennarasambandsins í apríl á næsta ár „Ég er auðvitað fyrst og fremst bara mjög spenntur fyrir því verkefni að fá að leiða íslenska kennara. Það er mikill heiður og ég ætla að reyna að gera það vel,“ segir Magnús en hann starfar nú sem skólastjóri í Seljaskóla. Hann segir sitt helsta baráttumál vera að standa við bakið á kennurum og setja þau í forgrunn. Sjö aðildafélög mynda Kennarasambandið og vinna þau á ólíkum starfsvettvangi og skólastigum. „Það er mikil breidd í þessu samfélagi þannig ég held að stóra verkefnið hjá Kennarasambandinu sé að það að vera sameiningartákn fyrir félögin öll,“ segir Magnús og bætir við að um tvíþætt verkefni sé að ræða. „Annars vegar held ég að það skipti mjög miklu máli að við styrkjum við starf aðildafélaganna, við þurfum alltaf að styðja þau, og svo þurfum við líka að vera tilbúin til að vinna sjálf að ákveðnum verkefnum sem snúa að umgjörð og svona aðbúnað í störfum,“ segir Magnús. Fyrst og fremst sé það mikilvægt að nemendum líði vel í skóla og til þess þurfi kennarar að búa við vellíðan í sínum störfum. Þá sé hægt að taka á öðrum verkefnum. Meðal annars þurfi áfram að taka á Covid-faraldrinum en Magnús segir faraldurinn hafa sýnt hversu öflugt starfsfólk er í íslenskum skólum. „Það er ákveðið sóknarfæri sem tengjast væntanlega nýjum farsældarlögum og menntastefnu sem er verið að vinna að. Þannig það eru mörg spennandi verkefni til þess að vinna að,“ segir Magnús.
Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Grunnskólar Tengdar fréttir Formannsefni kennara segja kulnun mikilvægasta verkefnið Frambjóðendurnir fjórir til formanns Kennarasambands Íslands eru sammála um að umfjöllun um menntamál hér á landi sé allt of neikvæð. Þá geri pólitíkin kennurum erfitt fyrir með sífelldum breytingum á tíu ára fresti. Líflegar umræður spunnust í Pallborðinu á Vísi um menntamál í dag. 1. nóvember 2021 22:21 Fjögur í framboði til formanns Kennarasambandsins Fjögur bjóða sig fram til formanns Kennarasambands Íslands, en frestur til að bjóða sig fram rann út á miðnætti í gær. Áður hafði verið greint frá því að formaðurinn Ragnar Þór Pétursson myndi ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku. 5. október 2021 11:19 Magnús sækist eftir formannsembættinu Magnús Þór Jónsson, formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík, ætlar að gefa kost á sér í embætti formanns Kennarasambands Íslands. Magnús Þór segist hafa fengið áskoranir síðustu daga og vikur en hann hefur unnið við kennslu frá 1994. 3. október 2021 13:34 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefa góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Sjá meira
Formannsefni kennara segja kulnun mikilvægasta verkefnið Frambjóðendurnir fjórir til formanns Kennarasambands Íslands eru sammála um að umfjöllun um menntamál hér á landi sé allt of neikvæð. Þá geri pólitíkin kennurum erfitt fyrir með sífelldum breytingum á tíu ára fresti. Líflegar umræður spunnust í Pallborðinu á Vísi um menntamál í dag. 1. nóvember 2021 22:21
Fjögur í framboði til formanns Kennarasambandsins Fjögur bjóða sig fram til formanns Kennarasambands Íslands, en frestur til að bjóða sig fram rann út á miðnætti í gær. Áður hafði verið greint frá því að formaðurinn Ragnar Þór Pétursson myndi ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku. 5. október 2021 11:19
Magnús sækist eftir formannsembættinu Magnús Þór Jónsson, formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík, ætlar að gefa kost á sér í embætti formanns Kennarasambands Íslands. Magnús Þór segist hafa fengið áskoranir síðustu daga og vikur en hann hefur unnið við kennslu frá 1994. 3. október 2021 13:34