„Væri að ljúga ef ég segði að þetta ár hefði ekki tekið á“ Sindri Sverrisson skrifar 11. nóvember 2021 09:31 Valur - Breiðablik Pepsí max deild ksí íslandsmót kvenna, sumar 2020. Ljósmynd/ Hulda Margrét Foto: Hulda Margrét Óladóttir „Þetta er alla vega búið að vera krefjandi ár en mjög lærdómsríkt,“ segir Hlín Eiríksdóttir, landsliðskona í fótbolta. Covid-19 og ítrekuð meiðsli í læri hafa varpað skugga á fyrsta ár hennar í atvinnumennsku en hún er staðráðin í að sýna hvað hún getur á næsta ári. Hlín kvaddi Val sem einn besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar eftir síðustu leiktíð og gekk í raðir Piteå í Svíþjóð. Þessi 21 árs gamli, kraftmikli kantmaður hafði aðeins spilað tvo leiki fyrir sitt nýja lið í apríl þegar í ljós kom að hún hefði smitast af kórónuveirunni líkt og fjöldi liðsfélaga hennar. Það reyndist upphafið að miklum ógöngum. „Ég náði aldrei miklum takti á þessari leiktíð. Lengsta törnin mín var þegar ég spilaði fjóra leiki í röð án þess að missa af leik vegna meiðsla. Þess vegna hefur þetta verið mjög krefjandi,“ segir Hlín sem meiddist fjórum sinnum í sama lærinu. Spilaði níu dögum eftir að smitið greindist „Í Svíþjóð er það þannig að maður er bara í einangrun í eina viku eftir að Covid-smit greinist. Svo spilaði ég bara leik níu dögum seinna. Ég varð svo sem ekki veik og ég veit ekki hvort þetta hafði einhver áhrif, en ég tognaði svo aftan í læri í þeim leik. Svo tognaði ég aftur 3-4 vikum síðar, í fyrsta leik eftir að hafa meiðst,“ segir Hlín í samtali við Vísi. Hlín hafði því tognað tvisvar í lærinu þegar sumarfrí tók við í júlí. Hún hefur svo tvisvar í viðbót meiðst í lærinu síðan þá, þó ekki eins alvarlega, og meðal annars misst af fyrstu leikjum Íslands í undankeppni HM nú í haust. Leiktíðinni lauk á laugardaginn með því að Hlín meiddist í leik við Kristianstad í lokaumferðinni. Framlengir dvölina og ætlar að sanna sig „Ég væri að ljúga ef ég segði að þetta ár hefði ekki tekið á,“ segir Hlín aðspurð hvort það sé ekki erfitt að vera ein úti, á fyrsta ári í atvinnumennsku, og glíma við það andlega álag sem fylgir meiðslum: „Ég á mjög góða vini hérna í liðinu og fæ mjög góðan stuðning. Ég er því ekki einmana en stundum þegar maður meiðist þá væri alveg fínt að vera bara heima. Auðvitað eru viðbrigði að vera allt í einu ein bara að æfa í ræktinni. En svona er þetta. Mér líður vel hérna,“ segir Hlín sem er staðráðinn í að sanna sig í Svíþjóð. Hlín Eiríksdóttir hefur leikið 19 A-landsleiki og skorað þrjú mörk. Hún varð 21 árs í sumar.vísir/bára „Ég skrifaði undir eins árs samning við Piteå með möguleika á árs framlengingu og er búin að ákveða að vera hérna áfram. Það kom eiginlega ekkert annað til greina. Mér finnst ég ekki búin að sanna mig, mér líður mjög vel hérna, er með frábæran þjálfara og hann hefur mjög mikla trúa á mér líkt og ég hef á því sem hann er að gera. Ég er mjög spennt fyrir því að vera hér áfram,“ segir Hlín. „Á réttum stað“ í aðdraganda EM Fram undan eru afar mikilvægir mánuðir hjá fremstu knattspyrnukonum þjóðarinnar sem berjast um sæti í 23 manna hópnum sem fer á EM í Englandi næsta sumar. Hlín segir að þrátt fyrir meiðslin vonist hún til þess að geta verið í landsliðshópnum sem valinn verður á morgun fyrir leiki við Japan og Kýpur síðar í þessum mánuði. „Mér finnst ég vera á réttum stað til þess að ég verði á góðum stað, andlega og líkamlega, þegar EM hefst næsta sumar. Ég vona að ég fái fleiri tækifæri með landsliðinu og geti sýnt að ég á heima þar,“ segir Hlín sem á að baki 19 A-landsleiki og hefur skorað í þeim þrjú mörk. EM 2021 í Englandi Sænski boltinn Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Sjá meira
Hlín kvaddi Val sem einn besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar eftir síðustu leiktíð og gekk í raðir Piteå í Svíþjóð. Þessi 21 árs gamli, kraftmikli kantmaður hafði aðeins spilað tvo leiki fyrir sitt nýja lið í apríl þegar í ljós kom að hún hefði smitast af kórónuveirunni líkt og fjöldi liðsfélaga hennar. Það reyndist upphafið að miklum ógöngum. „Ég náði aldrei miklum takti á þessari leiktíð. Lengsta törnin mín var þegar ég spilaði fjóra leiki í röð án þess að missa af leik vegna meiðsla. Þess vegna hefur þetta verið mjög krefjandi,“ segir Hlín sem meiddist fjórum sinnum í sama lærinu. Spilaði níu dögum eftir að smitið greindist „Í Svíþjóð er það þannig að maður er bara í einangrun í eina viku eftir að Covid-smit greinist. Svo spilaði ég bara leik níu dögum seinna. Ég varð svo sem ekki veik og ég veit ekki hvort þetta hafði einhver áhrif, en ég tognaði svo aftan í læri í þeim leik. Svo tognaði ég aftur 3-4 vikum síðar, í fyrsta leik eftir að hafa meiðst,“ segir Hlín í samtali við Vísi. Hlín hafði því tognað tvisvar í lærinu þegar sumarfrí tók við í júlí. Hún hefur svo tvisvar í viðbót meiðst í lærinu síðan þá, þó ekki eins alvarlega, og meðal annars misst af fyrstu leikjum Íslands í undankeppni HM nú í haust. Leiktíðinni lauk á laugardaginn með því að Hlín meiddist í leik við Kristianstad í lokaumferðinni. Framlengir dvölina og ætlar að sanna sig „Ég væri að ljúga ef ég segði að þetta ár hefði ekki tekið á,“ segir Hlín aðspurð hvort það sé ekki erfitt að vera ein úti, á fyrsta ári í atvinnumennsku, og glíma við það andlega álag sem fylgir meiðslum: „Ég á mjög góða vini hérna í liðinu og fæ mjög góðan stuðning. Ég er því ekki einmana en stundum þegar maður meiðist þá væri alveg fínt að vera bara heima. Auðvitað eru viðbrigði að vera allt í einu ein bara að æfa í ræktinni. En svona er þetta. Mér líður vel hérna,“ segir Hlín sem er staðráðinn í að sanna sig í Svíþjóð. Hlín Eiríksdóttir hefur leikið 19 A-landsleiki og skorað þrjú mörk. Hún varð 21 árs í sumar.vísir/bára „Ég skrifaði undir eins árs samning við Piteå með möguleika á árs framlengingu og er búin að ákveða að vera hérna áfram. Það kom eiginlega ekkert annað til greina. Mér finnst ég ekki búin að sanna mig, mér líður mjög vel hérna, er með frábæran þjálfara og hann hefur mjög mikla trúa á mér líkt og ég hef á því sem hann er að gera. Ég er mjög spennt fyrir því að vera hér áfram,“ segir Hlín. „Á réttum stað“ í aðdraganda EM Fram undan eru afar mikilvægir mánuðir hjá fremstu knattspyrnukonum þjóðarinnar sem berjast um sæti í 23 manna hópnum sem fer á EM í Englandi næsta sumar. Hlín segir að þrátt fyrir meiðslin vonist hún til þess að geta verið í landsliðshópnum sem valinn verður á morgun fyrir leiki við Japan og Kýpur síðar í þessum mánuði. „Mér finnst ég vera á réttum stað til þess að ég verði á góðum stað, andlega og líkamlega, þegar EM hefst næsta sumar. Ég vona að ég fái fleiri tækifæri með landsliðinu og geti sýnt að ég á heima þar,“ segir Hlín sem á að baki 19 A-landsleiki og hefur skorað í þeim þrjú mörk.
EM 2021 í Englandi Sænski boltinn Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Sjá meira