Viðvarandi neyðarástand kemur ekki til greina Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 8. nóvember 2021 09:01 Á föstudaginn sl. var Landspítali færður á svokallað hættustig, en þegar spítalinn er færður á hættustig er m.a. dregið úr aðgerðum og annarri starfsemi hans. Samkvæmt tilkynningu frá spítalanum var ákvörðunin tekin vegna „mikill[a] og vaxandi fjölda smita undanfarið.“ Þegar þessi ákvörðun var tekin voru sextán sjúklingar inniliggjandi á spítalanum með COVID, þar af þrír á gjörgæsludeild. Um 660 rúm eru á Landspítalanum, samkvæmt upplýsingum á vef stofnunarinnar. Ríflega þúsund einstaklingar voru undir „eftirliti COVID göngudeildar“. Þeir einstaklingar eru í einangrun í heimahúsi og fá reglubundin símtöl þar sem líðan þeirra er metin, en mjög lítill hluti þeirra er síðan kallaður inn til mats. Hið framúrskarandi starf göngudeildarinnar er líklega eitt allra besta dæmið um mátt nýsköpunar og lausnamiðaðrar hugsunar í heilbrigðiskerfinu í þessum faraldri. Þótt landsmenn hafi orðið fróðari um mismunandi viðbragðsstig Landspítalans í faraldrinum höfum við vissulega verið upplýst reglulega sl. áratug um mikið álag á spítalanum og að sjúklingum sé forgangsraðað við þjónustuna. Uppgefnar ástæður hafa verið misjafnar, svo sem inflúensufaraldur, ljósmæðraskortur, og umferðar- og hálkuslys. Á sama tíma hefur gagnrýni heilbrigðisstarfsfólks á spítalann farið vaxandi og í sumar afhentu rúmlega eitt þúsund læknar undirskriftalista til heilbrigðisráðherra þar sem ástandið á Landspítalanum var gagnrýnt harðlega. Þá gagnrýndi Félag sjúkrahúslækna ástandið þar sömuleiðis, m.a. 100 prósent hámarksnýtingu legurýma sem væri langt yfir alþjóðlegum viðmiðum. Alvarlegt ástand og hættustig á Landspítalanum væri því ekki aðeins tilkomið vegna COVID. Síðastliðinn áratug hafa fjárframlög til heilbrigðismála, þ.m.t. til Landspítala, verið aukin töluvert. Á síðasta kjörtímabili hækkuðu framlög til heilbrigðismála um tæplega fjórðung miðað við fjárlög þessa árs, en afköst Landspítalans hafa því miður ekki aukist samhliða. Það staðfestir skýrsla McKinsey sem var gerð fyrir heilbrigðisráðuneytið og birt fyrir um ári síðan. Stjórnvöld hafa boðið fram alla þá fjármuni sem þarf til að bregðast við stöðunni sem hefur skapast vegna COVID. Það er óásættanleg staða fyrir eina mest bólusettu þjóð heims að búa við svo miklar takmarkanir á frelsi og mannréttindum vegna brotalama í heilbrigðiskerfinu okkar, vandkvæða sem eiga rætur að rekja langt fyrir tíma heimsfaraldurs. Heilbrigðiskerfið okkar á að þjóna samfélaginu og það má ekki verða að viðtekinni venju og viðhorfi að samfélagið stilli sig af til þess að koma til móts við kerfið, svo vísað sé til þess sem nýlega var haft eftir einum af þeim ágætu læknum sem lögðu grunn að göngudeild COVID. Við höfum glímt við afleiðingar heimsfaraldurs í næstum tvö ár og sér enn ekki fyrir endann á þeim. Þá stöndum við frammi fyrir gríðarlegri áskorun í heilbrigðismálum vegna öldrunar þjóðarinnar og því fylgir óhjákvæmilega aukin fjármagnsþörf. Það er hins vegar ekki síður mikilvægt að fjármunirnir séu nýttir sem best og í því tilliti er mikilvægt að hlusta á allar raddir innan heilbrigðisstéttanna og spítalans. Síðast en ekki síst þarf að skoða hvað nágrannaþjóðir okkar sem verja mjög svipuðum fjárhæðum og við til heilbrigðisþjónustu, sé aldursdreifing þjóðarinnar tekin með í reikninginn, gera öðruvísi en við. Það er í það minnsta ljóst að ærið verkefni bíður stjórnvalda og nýrrar yfirstjórnar Landspítalans. Að halda samfélaginu í viðvarandi ótta og viðbragðsstöðu vegna mönnunar eða aðstöðuvanda Landspítalans er óhugsandi framtíðarsýn. Algjör samstaða hlýtur að ríkja um að við gerum Landspítalanum kleift að sinna sínu hlutverki og aukum viðbragðsþol hans gagnvart bæði tímabundnum áföllum og langvarandi álagi. Það kemur að minnsta kosti ekki til greina að pólitísk forysta í landinu láti það gerast að samfélagið verði undirselt viðvarandi takmörkunum á frelsi og mannréttindum. Um það hlýtur einnig að vera algjör samstaða. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Landspítalinn Sjálfstæðisflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Á föstudaginn sl. var Landspítali færður á svokallað hættustig, en þegar spítalinn er færður á hættustig er m.a. dregið úr aðgerðum og annarri starfsemi hans. Samkvæmt tilkynningu frá spítalanum var ákvörðunin tekin vegna „mikill[a] og vaxandi fjölda smita undanfarið.“ Þegar þessi ákvörðun var tekin voru sextán sjúklingar inniliggjandi á spítalanum með COVID, þar af þrír á gjörgæsludeild. Um 660 rúm eru á Landspítalanum, samkvæmt upplýsingum á vef stofnunarinnar. Ríflega þúsund einstaklingar voru undir „eftirliti COVID göngudeildar“. Þeir einstaklingar eru í einangrun í heimahúsi og fá reglubundin símtöl þar sem líðan þeirra er metin, en mjög lítill hluti þeirra er síðan kallaður inn til mats. Hið framúrskarandi starf göngudeildarinnar er líklega eitt allra besta dæmið um mátt nýsköpunar og lausnamiðaðrar hugsunar í heilbrigðiskerfinu í þessum faraldri. Þótt landsmenn hafi orðið fróðari um mismunandi viðbragðsstig Landspítalans í faraldrinum höfum við vissulega verið upplýst reglulega sl. áratug um mikið álag á spítalanum og að sjúklingum sé forgangsraðað við þjónustuna. Uppgefnar ástæður hafa verið misjafnar, svo sem inflúensufaraldur, ljósmæðraskortur, og umferðar- og hálkuslys. Á sama tíma hefur gagnrýni heilbrigðisstarfsfólks á spítalann farið vaxandi og í sumar afhentu rúmlega eitt þúsund læknar undirskriftalista til heilbrigðisráðherra þar sem ástandið á Landspítalanum var gagnrýnt harðlega. Þá gagnrýndi Félag sjúkrahúslækna ástandið þar sömuleiðis, m.a. 100 prósent hámarksnýtingu legurýma sem væri langt yfir alþjóðlegum viðmiðum. Alvarlegt ástand og hættustig á Landspítalanum væri því ekki aðeins tilkomið vegna COVID. Síðastliðinn áratug hafa fjárframlög til heilbrigðismála, þ.m.t. til Landspítala, verið aukin töluvert. Á síðasta kjörtímabili hækkuðu framlög til heilbrigðismála um tæplega fjórðung miðað við fjárlög þessa árs, en afköst Landspítalans hafa því miður ekki aukist samhliða. Það staðfestir skýrsla McKinsey sem var gerð fyrir heilbrigðisráðuneytið og birt fyrir um ári síðan. Stjórnvöld hafa boðið fram alla þá fjármuni sem þarf til að bregðast við stöðunni sem hefur skapast vegna COVID. Það er óásættanleg staða fyrir eina mest bólusettu þjóð heims að búa við svo miklar takmarkanir á frelsi og mannréttindum vegna brotalama í heilbrigðiskerfinu okkar, vandkvæða sem eiga rætur að rekja langt fyrir tíma heimsfaraldurs. Heilbrigðiskerfið okkar á að þjóna samfélaginu og það má ekki verða að viðtekinni venju og viðhorfi að samfélagið stilli sig af til þess að koma til móts við kerfið, svo vísað sé til þess sem nýlega var haft eftir einum af þeim ágætu læknum sem lögðu grunn að göngudeild COVID. Við höfum glímt við afleiðingar heimsfaraldurs í næstum tvö ár og sér enn ekki fyrir endann á þeim. Þá stöndum við frammi fyrir gríðarlegri áskorun í heilbrigðismálum vegna öldrunar þjóðarinnar og því fylgir óhjákvæmilega aukin fjármagnsþörf. Það er hins vegar ekki síður mikilvægt að fjármunirnir séu nýttir sem best og í því tilliti er mikilvægt að hlusta á allar raddir innan heilbrigðisstéttanna og spítalans. Síðast en ekki síst þarf að skoða hvað nágrannaþjóðir okkar sem verja mjög svipuðum fjárhæðum og við til heilbrigðisþjónustu, sé aldursdreifing þjóðarinnar tekin með í reikninginn, gera öðruvísi en við. Það er í það minnsta ljóst að ærið verkefni bíður stjórnvalda og nýrrar yfirstjórnar Landspítalans. Að halda samfélaginu í viðvarandi ótta og viðbragðsstöðu vegna mönnunar eða aðstöðuvanda Landspítalans er óhugsandi framtíðarsýn. Algjör samstaða hlýtur að ríkja um að við gerum Landspítalanum kleift að sinna sínu hlutverki og aukum viðbragðsþol hans gagnvart bæði tímabundnum áföllum og langvarandi álagi. Það kemur að minnsta kosti ekki til greina að pólitísk forysta í landinu láti það gerast að samfélagið verði undirselt viðvarandi takmörkunum á frelsi og mannréttindum. Um það hlýtur einnig að vera algjör samstaða. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar