Óttast að heilbrigðiskerfið bresti líkt og víða í Austur-Evrópu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. nóvember 2021 18:31 Þórólfur Guðnason hefur áhyggjur af uppsveiflu í faraldrinum. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir óttast að sams konar neyðarástand skapist hér og í ríkjum Austur-Evrópu ef nýjustu aðgerðir skili ekki skjótum árangri. Það sé of mikið að hundrað manns greinist smitaðir á hverjum degi, líkt og undanfarnar tvær vikur. „Hundrað tilfelli á dag er bara of mikið fyrir Landspítalann. Þetta er oft mjög veikt fólk sem þarf að leggjast inn á gjörgæslu, kannski á öndunarvélar og þarf kannski að vera í nokkrar vikur inni á spítalanum. Þessi hópur hleðst upp og það að fá að meðaltali tvær til þrjár innlagnir á dag held ég að sé of mikið fyrir spítalann,“ segir Þórólfur. Yfirstandandi bylgja virðist vera ein sú skæðasta til þessa, jafnvel þó langflestir séu bólusettir, eða um 90 prósent tólf ára og eldri. Óbólusettir eru 31 þúsund talsins - og til að setja það í samhengi þá eru það aðeins fleiri heldur en allir íbúar Hafnarfjarðar, sem eru í kringum 29 þúsund. Tæplega 1500 manns hafa greinst með Covid19 síðustu tvær vikurnar, eða um 100 manns á dag. Líkt og Þórólfur bendir á gerir Landspítalinn ráð fyrir að þrír muni þurfa á innlögn að halda á degi hverjum líkt og staðan er nú, en verkefnastjóri farsóttanefndar sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að spítalinn ráði illa við það álag. Til að setja það í samhengi hversu margir landsmenn eru óbólusettir, þá eru þeir aðeins fleiri en allir íbúar Hafnarfjarðar. Neyðarástand á spítölum Þórólfur segir að ekki þurfi að leita langt yfir skammt til að sjá heilbrigðiskerfi í molum vegna kórónuveirunnar. Þannig sé það til dæmis víða í Austur-Evrópu, en þar hefur smituðum fjölgað gríðarlega, en aldrei hafa fleiri látist af völdum veirunnar í Rúmeníu í gær, þegar þeir voru sex hundruð talsins. „Við sjáum hvað er að gerast erlendis, til dæmis í Rúmeníu og Lettlandi. Þar er bara neyðarástand á spítölum, fólk fær ekki þjónustu, það er verið að senda gjörgæslusjúklinga á milli landa, það er verið að kalla eftir lækningatækjum. Við viljum ekki komst þangað, í þá stöðu,“ segir hann. Hins vegar geti það vel gerst hér, með áframhaldandi fjölgun smitaðra og því þurfi að bregðast við áður en neyðarástand skapist innan heilbrigðiskerfisins. „Ef við förum að fá kannski 300 til 400 sjúklinga á dag með smit, þá fáum við sex til átta innlagnir á dag af völdum covid. Við erum með í heildina hér á Reykjavíkursvæðinu á Landspítalanum fjórtán gjörgæslupláss, við erum með þrjú, fjögur gjörgæslupláss á Akureyri – þetta eru einu gjörgæsluplássin í landinu, sem þurfa að sinna öllum sjúklingahópum. Þannig að við höfum ekkert mikla getu og það er það sem málið snýst um.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
„Hundrað tilfelli á dag er bara of mikið fyrir Landspítalann. Þetta er oft mjög veikt fólk sem þarf að leggjast inn á gjörgæslu, kannski á öndunarvélar og þarf kannski að vera í nokkrar vikur inni á spítalanum. Þessi hópur hleðst upp og það að fá að meðaltali tvær til þrjár innlagnir á dag held ég að sé of mikið fyrir spítalann,“ segir Þórólfur. Yfirstandandi bylgja virðist vera ein sú skæðasta til þessa, jafnvel þó langflestir séu bólusettir, eða um 90 prósent tólf ára og eldri. Óbólusettir eru 31 þúsund talsins - og til að setja það í samhengi þá eru það aðeins fleiri heldur en allir íbúar Hafnarfjarðar, sem eru í kringum 29 þúsund. Tæplega 1500 manns hafa greinst með Covid19 síðustu tvær vikurnar, eða um 100 manns á dag. Líkt og Þórólfur bendir á gerir Landspítalinn ráð fyrir að þrír muni þurfa á innlögn að halda á degi hverjum líkt og staðan er nú, en verkefnastjóri farsóttanefndar sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að spítalinn ráði illa við það álag. Til að setja það í samhengi hversu margir landsmenn eru óbólusettir, þá eru þeir aðeins fleiri en allir íbúar Hafnarfjarðar. Neyðarástand á spítölum Þórólfur segir að ekki þurfi að leita langt yfir skammt til að sjá heilbrigðiskerfi í molum vegna kórónuveirunnar. Þannig sé það til dæmis víða í Austur-Evrópu, en þar hefur smituðum fjölgað gríðarlega, en aldrei hafa fleiri látist af völdum veirunnar í Rúmeníu í gær, þegar þeir voru sex hundruð talsins. „Við sjáum hvað er að gerast erlendis, til dæmis í Rúmeníu og Lettlandi. Þar er bara neyðarástand á spítölum, fólk fær ekki þjónustu, það er verið að senda gjörgæslusjúklinga á milli landa, það er verið að kalla eftir lækningatækjum. Við viljum ekki komst þangað, í þá stöðu,“ segir hann. Hins vegar geti það vel gerst hér, með áframhaldandi fjölgun smitaðra og því þurfi að bregðast við áður en neyðarástand skapist innan heilbrigðiskerfisins. „Ef við förum að fá kannski 300 til 400 sjúklinga á dag með smit, þá fáum við sex til átta innlagnir á dag af völdum covid. Við erum með í heildina hér á Reykjavíkursvæðinu á Landspítalanum fjórtán gjörgæslupláss, við erum með þrjú, fjögur gjörgæslupláss á Akureyri – þetta eru einu gjörgæsluplássin í landinu, sem þurfa að sinna öllum sjúklingahópum. Þannig að við höfum ekkert mikla getu og það er það sem málið snýst um.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira